23. desember 2019

UMFÍ þakkar gott og gæfuríkt samstarf á árinu 2019

Árið 2019 var einkar viðburðaríkt og skemmtilegt. UMFÍ-fjölskyldan stækkaði heilmikið þegar aðildarumsókn þriggja íþróttabandalaga var samþykkt á sambandsþingi UMFÍ í október. Við fögnum nýju fólki úr Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR), Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalagi Akraness (ÍA) og hlökkum til komandi ára. Saman verðum við öll betri!
 
Sjáumst hress á mótum og viðburðum UMFÍ árið 2020 og pössum að allir verði með!

 

Með jólakveðju frá UMFÍ