02. ágúst 2019

Unglingalandsmót UMFÍ sett í kvöld

Unglingalandsmót UMFÍ verður sett á íþróttavellinum klukkan 20:00 í kvöld. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid, forsetafrú mæta á setninguna. Við mótssetningu er hefð fyrir því að þátttakendur gangi inn á völlinn með sínu sambandsaðila. Þátttakendur þurfa að koma klukkan 19:30 að íþróttavellinum við Báruna til að stilla sér upp. 

UMFÍ og mótshaldarar hvetja alla til að koma á setningu mótsins, hvetja þátttakendur áfram og skemmta sér með börnum og vinum. 

 

Kvöldvaka

UMFÍ minnir á að eftir mótssetningu, klukkan 21:00 í kvöld, verður önnur kvöldvaka Unglingalandsmóts UMFÍ í samkomutjaldinu við sundlaugina. Í kvöld koma fram Úlfur Úlfur og Salka Sól.