15. júní 2022

Vilja taka upp íslenska forvarnarmódelið í Mexíkó

Sendinefnd frá Guanajuato-fylki í Mexíkó er stödd hér á landi um þessar mundir til að kynna sér fyrirkomulag íþróttastarfsins undir leiðsögn forsvarsfólks fyrirtækisins Rannsókna og greininga. Áhersla hópsins er á þátttöku í íþróttastarfi á breiðum grundvelli, fjármögnun íþróttahreyfingarinnar, framkvæmdir á borð við byggingu íþróttamannvirkja, hverjir fá að æfa íþróttir og hvaða greinar.

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, fundaði með hópnum ásamt Ragnhildi Skúladóttur hjá ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í dag.

Auður segir ljóst að staða íþróttamála sé á öðru stigi í Mexíkó en hér á landi og nokkur munu á milli stétta. Frístundakortið hafi sem dæmi vakið mikla athygli.

Eftir fundinn í dag fóru hópurinn allur til Ármanns og Þróttar að skoða sumarnámskeið sem þar er í gangi.

 

 

„Það segir sig sjálft að þau voru mjög hrifin af því hvernig íþróttasvæðinu hafði hafði verið skipt niður í nokkra minni elli. Margt sem þykir sjálfsagt hér þekkist einfaldlega ekki í Mexíkó,“ segir Auður Inga.

Hópurinn nýtir víkuna til að kynnast því starfi og áherslum sem Ísland leggur mesta áherslu á í umhverfi barna og fjölskyldna. Þau hafa fundað m.a. með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra auk fleiri.

Stefnt er að því að halda árlegar ráðstefnur um íslenska forvarnarmódelið undir merkjum Planet Youth í Mexíkó auk þess sem ákveðið hefur verið að halda þar Forvarnardag í Mexíkó 1. desember ár hvert. Forvarnardagurinn er að íslenskri fyrirmynd og á UMFÍ aðild að honum ásamt ÍSÍ, Rannsóknum og greiningu og fleirum.