02. maí 2019

Viltu vinna með ungu fólk?

Við leitum að hressum og orkumiklum tómstundaleiðbeinanda sem hefur ódrepandi áhuga á að vinna í nýjum Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni með 14 - 15 ára ungmennum frá miðjum ágúst og inn í framtíðina.

Starfið felur í sér að leiðbeina á námskeiðum á daginn og sjá um allskonar viðburði stöku kvöld í viku. Kostur ef starfsmaðurinn er yfir 20 ára aldri. Háskólamenntun á sviði uppeldis- eða kennslu-, tómstunda- og félagsmálafræði er æskileg.

Hreint sakavottorð, reyklaus lífsstíll og góð fyrirmynd eru forsendur fyrir starfinu.

Ert þú rétta manneskjan? Okkur hlakkar til að heyra í þér!

Umsóknarfrestur er til 20. maí.

 

Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðukona Ungmenna- og tómstundabúðanna í síma 434-1600 / 861-2660. Þú getur sent okkur línu eða umsókn ásamt ferilskrá á netfangið umfi@umfi.is.