07. júní 2021

Vinir Eyfa og Möggu hefja söfnun fyrir fjölskylduna

Djúpur harmur er kveðinn að Patreksfirðingum, vinum og vandamönnum Sveins Eyjólfs Tryggvasonar sem lést af slysförum við Ósá síðasta sunnudag í maí. Missir eiginkonu hans, Margrétar Brynjólfsdóttur, og barna þeirra sjö er meiri en orð fá lýst.

Margrét er formaður héraðssambandsins Hrafna-Flóka, sambandsaðila UMFÍ og var hún um árabil formaður íþróttafélagsins Harðar á Patreksfirði.

Vinir Eyfa, eins og hann var kallaður, og Margrétar, hafa stofnað til söfnunar vegna andláts hans og missis fjölskyldunnar.

Andlát Sveins er þungt högg fyrir samfélagið vestra. Eyfi var atorkumikill og vinnusamur svo eftir var tekið. Margir nutu góðs af því hversu bóngóður hann var alla tíð. Þau Margrét hafa búið sjö mannkostabörnum gott atlæti en fjögur þeirra eru enn á grunnskólaaldri.

Við vitum að margir vilja styðja við fjölskylduna á þessum erfiðum tímum með minningargjöf og því hvetjum við þá sem geta til að leggja af mörkum með framlagi.

 

Reikningur: 0123-15-030020

Kennitala: 190670-5039.

Reikningurinn er á nafni Margrétar.