Fyrir fjölmiðla

 

Hér er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um Ungmennafélag Íslands á einum stað, leið að myndum og tengiliði ef á þarf að halda.

 

Þjónustumiðstöð UMFÍ er í Sigtúni 42 í Reykjavík, s. 568-2929 / t-póstur: umfi@umfi.is

Formaður stjórnar UMFÍ er Jóhann Steinar Ingimundarson, s. 844-4903 / t-póstur: johann@umfi.is

Framkvæmdastjóri UMFÍ er Auður Inga Þorsteinsdóttir, s. 540-2900 / 861-8990 / t-póstur: audur@umfi.is

Framkvæmdastjóri landsmóta UMFÍ er Ómar Bragi Stefánsson, s. 540-2906 / 898-1095 / t-póstur: omar@umfi.is

Kynningarfulltrúi UMFÍ er Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, s. 867-3101 / t-póstur: jon@umfi.is

 

Ljósmyndir

Ljósmyndir af viðburðum UMFÍ er að finna á myndasíðu UMFÍ. Myndir skal merkja UMFÍ nema annað sé tekið fram á myndunum. 

 

Merki UMFÍ

Fáni UMFÍ er Hvítbláinn, fáni Íslendinga áður en íslenski þjóðfáninn var opinberlega staðfestur með konungsúrskurði 19. júní árið 1915. 

Hátíðarmerki UMFÍ er Hvítbláinn á laufblaði með stöfum hreyfingarinnar. Laufblaðið er tákn fyrir kjörorð UMFÍ frá upphafi sem vísar til umhverfis- og samfélagsvitunar hreyfingarinnar: Ræktun lýðs og lands. Hátíðarmerkið er notað við hátíðleg tækifæri og á tyllidögum.

Stafir UMFÍ eru notaðir á prentverki hreyfingarinnar.