Gunnar Örn: Mikilvægt að bjóða upp á fjölbreyttar íþróttir
„Ég elska stígvélakastið…. og mótið! Þetta er allt svo ægilega gaman,“ segir skipasmiðurinn og íþróttakappinn Gunnar Örn Guðmundsson. Hann skráði sig í næstum því allar greinarnar á Landsmóti UMFÍ 50+ í Borgarnesi um helgina og átti góðu gengi að fagna í mörgum þeirra.