Algengar spurningar

UMFÍ vonar að þú upplifir ánægjulegt Landsmót. Hér fyrir neðan er að finna svör við spurningum sem þú gætir verið að velta fyrir þér. Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu er velkomið að slá á þráðinn til okkar í síma 568 2929 eða senda okkur tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is 

 

Algengar spurningar

Armband

Allir þátttakendur á Landsmóti UMFÍ 50+ fá armband sem þeir þurfa að hafa alla mótsdagana.

Þegar þú kemur í Borgarnes er það fyrsta sem þú gerir að koma við í þjónustumiðstöð mótsins og ná í armbandið þitt. Þjónustumiðstöðin er staðsett í Menntaskóla Borgarfjarðar, Hjálmakletti, Borgarbraut 54. Smelltu hér til þess að opna leiðarlýsingu á google.

Ef armbandið slitnar á meðan mótinu stendur þá kemur þú með það í þjónustumiðstöðina og færð nýtt armband afhent.

Bílar og bílastæði

Við mælum auðvitað með því að bílum sé lagt og fólk gangi sem mest á mótinu. En við ökum varlega og tökum tillit til gangandi vegfaranda nú sem endranær. Bílastæði eru fjölmörg í Borgarnesi og hvetjum við ökumenn til að leggja löglega.

Covid-19

Vonandi eru við búin að ná tökum á Covid-19. Þetta hefur verið langur og erfiður tími en vonandi erum við farin að sjá fram á veginn. Þetta er þó ekki alveg búið og við skulum hafa varann á. Vegna Covid-19 eru mótsgestir hvattir til þess að huga vel að almennu hreinlæti, sérstaklega handþvotti með sápu og vatni.

Handspritt verður að finna við öll keppnissvæði sem og í þjónustumiðstöð mótsins.

Við hvetjum mótsgesti til þess að hala niður rakningarappi Almannavarna sem og kynna sér upplýsingar á síðunni covid.is

Dagskrá

Dagskrá mótsins er afar fjölbreytt eins og sjá má HÉR. Íþróttakeppnin er í aðalhlutverki en samhliða henni eru fjölmargir viðburðir sem vert er að veita athygli.

Dýr

Sumir geta ekki verið án dýranna sinna. Við hvetjum hins vegar ekki bændur til að taka með bústofna sína en minni spámenn eru velkomnir. Við hvetjum t.d. hundaeigendur til þess að hafa þá ætíð í bandi en þeir eru hinsvegar ekki leyfðir á og í íþróttamannvirkjum í Borgarnesi.

Ferðatilhögun

Það er einfalt mál að keyra í Borgarnes en það er líka hægt að taka strætó.

Til upplýsinga þá eru 56 km frá Reykjavík upp í Bogarnes. 429 km frá Akureyri, 476  km frá Ísafirði, 646 km frá Egilsstöðum, 504 km frá Húsavík og 401 km frá Höfn í Hornafirði.

Gisting

Mótshaldarar skipuleggja ekki gistingu mótsgesta. Hver og einn sér um sig í þeim efnum. Margir frábærir gistimöguleikar eru í og við Borgarnes, hótel og gistiheimili. Einnig er ljómandi gott tjaldsvæði í Borgarnesi. 

Hraðbanki

Hraðbanka er að finna í Arion banka og N1.

Matur og veitingar

Veitingastaðir eru um allan bæ. Góðar matvöruverslanir eru einnig í Borgarnesi þannig að þá má alltaf fá eitthvað gott til að skella á grillið.

Mótshaldarar

Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi er samstarfsverkefni UMFÍ, UMSB og Sveitarfélagsins Borgarbyggðar.

Ungmennafélag Íslands - UMFÍ er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað í ágúst árið 1907. Sambandsaðilar UMFÍ eru 26 talsins og skiptast í 21 íþróttahérað og 5 ungmennafélög með beina aðild. Heimasíða UMFÍ er umfi.is.

UMSB, Ungmennasamband Borgarfjarðar er íþróttahérað og einn af sambandsaðilum UMFÍ. Innan UMSB eru 17 aðildarfélög. Heimasíða UMSB er umsb.is. 

Mótssetning

Mótssetning verður í Hjálmakletti á föstudagskvöldinu og hefst kl. 20:00.

Mótsslit

Mótinu er formlega slitið á Skallagrímsvelli á sunnudegi að lokinni keppni í stígvélakasti.

Óskilamunir

Óskilamunum verður safnað saman í þjónustumiðstöð mótsins sem er staðsett í Hjálmakletti. Að loknu móti verða þeir fluttir til UMSB. Best er að senda tölvupóst á netfangið umsb@umsb.is.

Salerni

Salerni eru að finna í íþróttamannvirkjum og á keppnisstöðum mótsins. Svo eru þau að sjálfsögðu á veitingastöðum og í verslunum um allan bæ.

Skráning og greiðsla

Skráning hefst 25. maí júlí og lýkur sunnudaginn 19. júní. 

Smelltu hér til þess að skrá þig til leiks.

Þátttakendur greiða eitt þátttökugjald, kr. 4.900 óháð því hvað þeir taka þátt í mörgum keppnisgreinum. Gjaldið þarf að greiða rafrænt við skráningu á mótið.

Eftir að skráningarfresti lýkur er ekki hægt að skrá sig rafrænt né tryggja þátttöku í öllum greinum. Hins vegar munum við gera okkar besta til að allir geti tekið þátt. Sendið póst á umfi@umfi.is.

Við hvetjum þátttakendur til þess að skrá sig tímanlega.

 

Hvernig skrái ég mig leiks? 

Hér er að finna leiðbeiningar um skráningaferlið. 

 

Sjálfboðaliðar

Það eru margar hendur sem koma að undirbúningi og framkvæmd mótsins. Það eru miklar líkur á því að það verði sjálfboðaliði sem þú mætir í hinum ýmsu hlutverkum á mótinu. Sendu þeim bros og þakklæti fyrir að leggja sitt af mörkum við að gera mótið þitt að ánægjulegri upplifun.

Langar þig að taka þátt sem sjálfboðaliði? Sendu tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is.

Slys og meiðsli

Fyrir minni meiðsli er hægt að finna sjúkrakassa með plástrum og þess háttar í Þjónustumiðstöð mótsins.

Ef meiðsli eru alvarleg skal hringja í 112.

Tryggingar

Vakin er athygli á því að allir þátttakendur á Landsmóti UMFÍ eru á eigin ábyrgð. Nú er því rétti tíminn til að leita að tryggingaplagginu og fara yfir skilmálana áður en mætt er á mótið til að tryggja að allt sé eins og það á að vera.

Umgengni

Hjálpaðu okkur að halda svæðinu snyrtilegu. Umgengni sýnir innri mann er gott máltæki sem mótsgestir ættu að temja sér.

Veðrið

Við fylgjumst náið með veðurspánni. Ef ástæða þykir til getum við þurft að færa til viðburði eða breyta tímasetningum á þeim. Munið að pakka í samráði við veðurspána. Við höfum hins vegar pantað gott veður alla mótsdagana svo nú er bara að bíða og vona.

Þátttaka og keppnisfyrirkomulag

Allir sem eru 50 ára og eldri geta skráð sig til keppni á mótinu. Þú þarft ekki að vera í íþrótta- eða ungmennafélagi til þess að geta tekið þátt, allir geta verið með.

Fjöldi keppnisgreina er í boði og allir ættu því að finna keppnisgrein við sitt hæfi. Það er mikilvægt að keppendur taki þátt á sínum forsendum og hafi gleðina í fyrsta sæti. Vissulega hafa allar keppnisgreinarnar sínar reglur sem allir þurfa að virða og fara eftir. 

Keppendur geta tekið þátt í eins mörgum greinum og þeir treysta sér til. Mikilvægt er samt að skoða tímasetningar vel því einhverjar keppnisgreinar eru á sama tíma. Það er líka mjög mikilvægt að mæta til keppni ef búið er að skrá sig í ákveðna grein.

Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum greinum, gull, silfur og brons.

Geta allir tekið þátt í öllum greinum?

Já, allir geta tekið þátt í öllum greinum. Hins vegar er það alveg ljóst að enginn getur keppt í öllum greinum mótsins. Þær eru of margar og einhverjar fara fram á sama tíma. Að þessu sögðu þá er bara eitt keppnisgjald og þeir sem það greiða geta valið sér keppnisgreinar að vild.

Þjónustumiðstöð

Þjónustumiðstöð mótsins verður staðsett í Hjálmakletti.

Mótsstjórnin er opin alla mótsdagana og þar er hægt að fá upplýsingar um allt er varðar mótið og mótahaldið.

Í mótsstjórn fá keppendur afhent armbönd sem er forsenda fyrir þátttöku í keppninni. Án armbands getur enginn keppt.

Ef armbandið slitnar á meðan mótinu stendur þá kemur þú með það í þjónustumiðstöðina og færð nýtt armband afhent.