Skráning hefst 25. maí júlí og lýkur sunnudaginn 19. júní.
Smelltu hér til þess að skrá þig til leiks.
Þátttakendur greiða eitt þátttökugjald, kr. 4.900 óháð því hvað þeir taka þátt í mörgum keppnisgreinum. Gjaldið þarf að greiða rafrænt við skráningu á mótið.
Eftir að skráningarfresti lýkur er ekki hægt að skrá sig rafrænt né tryggja þátttöku í öllum greinum. Hins vegar munum við gera okkar besta til að allir geti tekið þátt. Sendið póst á umfi@umfi.is.
Við hvetjum þátttakendur til þess að skrá sig tímanlega.
Hvernig skrái ég mig leiks?
Í fyrsta skrefi þarf að skrá sig inn á slóðinni hér með rafrænum skilríkjum.
Þegar komið er inn á síðuna þarf að fylla út praktískar upplýsingar eins og netfang, símanúmer o.fl.
Þegar því er lokið er farið í sjálfa skráninguna á viðburðinn.
Fyrst er gengið frá skráningu á þátttökugjaldi. Það er gert með því að ýta á hnappinn sem heitir skráning í boði. Þar eru fylltar út upplýsingar um kortanúmer til þess að ganga frá greiðslu. Þegar því er lokið er valið að fara í mótaskráningu og þar er hægt að skrá sig í eina eða margar greinar á mótinu.
Skráning í liðakeppni:
Liðakeppni er í nokkrum greinum. Við skráningu í liðakeppni þarf hver og einn að ganga frá sinni skráningu og taka fram nafn á liði í þar til gerðan reit. Ekki er hægt að ganga frá skráningu fyrir heilt lið.
Ertu ekki með full skipað lið?
Ef það eru t.d. tveir vinir sem skrá sig til leiks en vantar fleiri til þess að fullskipa liðið. Þá er heppilegast að finna nafn á liðið og skrá nafnið á liðinu. Við hjá UMFÍ munum svo gera okkar besta til að fylla upp í liðið.
Vantar þig lið?
Ef einstaklingur er ekki með lið en hefur áhuga á að vera með í liði er heppilegast að skrá sig til leiks og velja nafn á liði sem heitir "vantar lið". Við hjá UMFÍ röðum viðkomandi svo í lið.
Til þess að ljúka skráningu er valið félag sem þátttakandi tekur þátt fyrir.
Hægt er að bæta við fleiri greinum síðar í skráningakerfinu.