Keppnisgreinar

Keppnisgreinar Landsmóts UMFÍ 50+ eru fjölbreyttar og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

 

Keppnisgreinar 2022

Boccia

Kynja- og aldursflokkar:

 • Blandaður kynjaflokkur.
 • Einn aldursflokkur, 50 ára og eldri. 

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

 • Sveitakeppni.
 • Þrír skipa sveit og það má hafa einn sem varamann. 
 • Í hverjum riðli eru fjögur/fimm lið, þar sem allir leika við alla. 
 • Efsta sveitin í hverjum riðli kemst í úrslitakeppnina. 

 

Bridds

Kynja- og aldursflokkar:

 • Blandaður kynjaflokkur.
 • Einn aldursflokkur, 50 ára og eldri . 

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

 • Monrad.  
 • 4 – 6 skipa hverja sveit.  
 • 7 umferðir.  
 • 8 spil í hverjum leik.  
 • Spilað er um silfurstig.  

 

Frjálsar íþróttir

TÍMASEÐILL

 

Kynja- og aldursflokkar:

 • Karlar  50 - 54  ára.  
 • Karlar  55 - 59  ára.  
 • Karlar  60 - 64  ára.  
 • Karlar  65 - 69  ára.  
 • Karlar  70 - 74  ára.  
 • Karlar  75 - 79  ára.  
 • Karlar  80 - 84  ára.  
 • Karlar  85 - 89 ára.  
 • Karlar  90 ára og eldri. 
   
 • Konur  50 - 54  ára.  
 • Konur  55 - 59  ára.  
 • Konur  60 - 64  ára.  
 • Konur  65 - 69  ára.  
 • Konur  70 - 74 ára.  
 • Konur  75 - 79 ára.  
 • Konur  80 - 84  ára.  
 • Konur  85 - 89  ára.  
 • Konur  90  ára og eldri.  

 

Keppnisgreinar:

 • 100 m hlaup  
 • Kúluvarp  
 • Langstökk  
 • Kringlukast  
 • 800 m hlaup  
 • Spjótkast  
 • Lóðakast  

 

Golf

RÁSLISTI

 

Kynja- og aldursflokkar:

 • Karlar  50 - 69  ára.   
 • Karlar  70  ára og eldri.  
 • Konur  50 - 64  ára.  
 • Konur  65  ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

 • 18 holu keppni. 
 • Keppt er í punktum. 
 • Veitt verða verðlaun fyrir 1. - 3. sæti.
 • Ræst út á 10 mínútna millibili.
 • Leikið er eftir reglum St. Andrews.

 

Götuhlaup / Flandrasprettur

Kynja- og aldursflokkar:

 • Börn og ungmenni 17 ára og yngri.  
 • Karlar  18 – 39  ára.  
 • Karlar  40 – 49 ára.   
 • Karlar  50   ára og eldri.  
 • Konur  18 – 39 ára.   
 • Konur  40 – 49 ára.   
 • Konur  50  ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

 • 5 km. hlaup.  
 • Opið fyrir alla og engin aldurstakmörk.

 

Körfubolti (3:3)

Kynja- og aldursflokkar:

 • Karlar: 50 ára og eldri.
 • Konur: 50 ára og eldri .

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur:

 1. Spilað á eina körfu, hálfan völl.

 2. Leikvöllur afmarkast af hliðarlínum, endalínu undir körfu og miðlínu vallarins. 

 3. Þrír leikmenn inná í hvoru liði.
       
 4. Tveir leyfðir varamenn (ekki skylda) “handboltaskiptingar"     
   
 5. Tvö stig fást fyrir körfu skoraða fyrir innan 3ja stiga línu og 3 stig fyrir körfur skoraðar fyrir utan hana.

 6. Leikurinn er 10 mínútur og er klukkan aldrei stöðvuð eða það lið sem fyrr skorar 25 stig.

 7. Ef jafnt er þegar 10 mín eru liðnar tekur við framlenging sem lýkur þegar annað liðið hefur skorað 3 stig, skiptir þá ekki máli hvernig þau þrjú stig koma og hefur það lið þá unnið leikinn.

 8. Leikmenn skulu vera í (samstæðum/samlitum/eins) búningum Búningur skal vera merktur annað hvort nafni, númeri eða bæði.

 9. Ef lið mæta í of líkum búningum gefa mótshaldarar sé leyfi til að setja annað liðið í vesti eða annað sambærilegt til að skilja liðin að.

 10. Leikmenn skulu vera í innanhússkóm (íþróttaskóm til innanhúsnotkunar).     

 11. Skotklukkur verða á vellinum til að takmarka lengd sóknar, er hún í 24 sekúndum og er endursett ef bolti fer í hring og sóknarlið heldur boltanum eða ef bolti kemst á vald varnarlínu.

 12. Víti eru eingöngu tekin þegar brotið er á leikmanni í skothreyfingu eða sóknarlið er komið í “bónus”

 13. “Bónus” myndast við þegar lið fær dæmda á sig sína sjöttu villu.

 14. Í vítum þar sem skal taka fleiri en eitt, þarf sóknarleikmaður að skora til að fá að taka næsta víti(1+1+1). Þ.a.l. ef brotið er á þér í tveggja stiga skoti eða liðið komið í”bónus” færðu tvö víti, en verður að hitta úr fyrra vítinu til að það seinna sé tekið, ef það fyrra klúðrast er boltinn laus. Þar sem leiktíminn er ekki stoppaður verður leiktöf ekki liðinn, það eru 10 sekúndur til að skjóta.

 15. Ef lið A er í sókn og lið B nær boltanum, stelur honum eða tekur frákast, þarf lið B að fara út fyrir þriggja stiga línu áður en það má sækja að körfu og skora.

 16. Eftir skoraða körfu hjá liði A, fær lið B boltann verður sóknarleikmaður B að byrja sókn fyrir utan þriggja stiga línu með því að “checka” boltann með sendingu eða rétta leikmanni liðs A boltann og fá hann aftur. Um leið og leikmaður B er kominn með boltann aftur hefst sókn og þar með skotklukka.

 

Pútt

Kynja- og aldursflokkar:

 • Karlar: 50  til  69  ára . 
 • Karlar: 70  ára og eldri.  
 • Konur: 50  til 64 ára.   
 • Konur: 65  ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

 • Leiknar verða 2x18 holur. 
 • Leikið er á tveimur 18 holu völlum.  
 • Þrír leika saman óháð kyni og aldursflokkum. 
 • Hvert lið í liðakeppnininn er skipað fjórum leikmönnum en þrír bestu telja. 

 

Ringó

LEIKJANIÐURRÖÐUN

 

Kynja- og aldursflokkar:

 • Blandaður kynjaflokkur 50 ára og eldri.

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Mögulegt er að skrá sig sem einstaklingur í Ringó og verður þá búið til blandað lið. 

 1. Tvö lið spila hvort á móti öðru. Fjöldi í liði eru sjö leikmenn að hámarki og fjórir spila inná í einu. 

 2. Spilað er með tvo hringi. Gefið er merki og bæði lið gefa upp samtímis frá baklínu. Þeir tveir sem gefa upp gefa sjálfir hvor öðrum merki. 

 3. Hver leikmaður gefur upp þrisvar sinnum. Síðan færa leikmenn sig um eina stöðu samtímis báðum megin, réttsælis. 

 4. Hringnum skal kasta lárétt. Ef hringnum er kastað lóðrétt eða hann "flaskar" er hringurinn dauður. Lið getur fengið tvö stig þegar báðir hringir liggja á velli mótspilara, eitt stig þegar það er einn hringur á báðum völlum. 

 5. Hringinn má aðeins grípa með annarri hendi, ef báðar hendur snerta hringinn er hann dauður. 

 6. Það er almennt ekki leyft að spila saman. Það mega líða að hámarki 3 sek. áður er hringnum er spilað (kastað). Ekki er leyfilegt að ganga með hringinn í hendi. 

 7. Hver leikur er spilaður upp í 25, með minnst tveggja stiga mismun. 

 8. Ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum:  
  1. Fjöldi skoraðra stiga.  
  2. Stigamismunur.  

 

Skák

Kynja- og aldursflokkar:

 • Blandaður kynjaflokkur 50 ára og eldri. 

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

 • Tefldar verða fimm umferðir. 
 • Atskákir 25 mín. eftir Monradkerfi.

 

Stígvélakast

Kynja- og aldursflokkar:

 • Karlar 50 - 69 ára.  
 • Karlar  70  ára og eldri.  
 • Konur  50 - 69 ára.  
 • Konur  70  ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

 1. Kastað er frá kastlínu og aftur fyrir sig. 

 2. Hver keppandi fær tvær tilraunir. 

 3. Mælt er frá kastlínu og þar sem stígvél stöðvast, aftasti punktur. 

 4. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin. 

 5. Keppt verður með Nokia stígvélum. Nr. 43 í karlaflokki og 39 í kvennaflokki. 

 6. Öll notkun hjálparefna, t.d. sleipiefna eða harpix er stranglega bannað. 
Sund

DAGSKRÁ

 

Kynja- og aldursflokkar

 • Karlar  50 - 54  ára.  
 • Karlar  55 - 59  ára.  
 • Karlar  60 - 64  ára.  
 • Karlar  65 - 69  ára.  
 • Karlar  70 - 74  ára.  
 • Karlar  75 - 79  ára.  
 • Karlar  80 - 84  ára.  
 • Karlar  85 - 89  ára.  
 • Karlar  90 ára og eldri. 
   
 • Konur  50 - 54  ára.  
 • Konur  55 - 59  ára.  
 • Konur  60 - 64  ára.  
 • Konur  65 - 69  ára.  
 • Konur  70 - 74  ára.  
 • Konur  75 - 79  ára.  
 • Konur  80 - 84  ára.  
 • Konur  85 - 89  ára.  
 • Konur  90  ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

 • 100m. skriðsund karlar.  
 • 100m. skriðsund konur.  
 • 50m. baksund karlar.  
 • 50m. baksund konur.  
 • 100m. bringusund karlar.  
 • 100m. bringusund konur.  
 • 50m. skriðsund karlar.  
 • 50m. skriðsund konur.  
 • 50m. bringusund karlar.  
 • 50m. bringusund konur.  
 • 4x50m. boðsund.  

Keppt er eftir reglum SSÍ.