Keppnisgreinar

Keppnisgreinar Landsmóts UMFÍ 50+ eru fjölbreyttar og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

 

Keppnisgreinar 2021

Boccia

Dagur og tími:

Föstudagur 09:30 – 16:00. 

Laugardagur 09:00 – 11:00 (úrslit).

 

Staðsetning:

Íþróttamiðstöðin Borgarnesi. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Blandaður kynjaflokkur.

Einn aldursflokkur, 50 ára og eldri. 

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Sveitakeppni.

Þrír skipa sveit og það má hafa einn varamann.  

Í hverjum riðli eru fjögur/fimm lið, þar sem allir leika við alla.   

Efsta sveitin í hverjum riðli kemst í úrslitakeppnina.

Bridds

Dagur og tími:

Laugardagur 9:00 – 19:00. 

 

Staðsetning:

Hjálmaklettur. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Blandaður kynjaflokkur.

Einn aldursflokkur, 50 ára og eldri . 

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Monrad.  

4 – 6 skipa hverja sveit.  

7 umferðir.  

8 spil í hverjum leik.  

Spilað er um silfurstig.  

Fjallahlaup og fjallahjólreiðar - opin grein fyrir 18 ára og eldri

Dagur og tími:

Sunnudagur 09:30 – 13:00. 

 

Staðsetning:

Skarðsheiði / Fiskilækur.  

 

Kynja- og aldursflokkar:

Karlar 18 - 49 ára.

Karlar 50 - 59 ára.

Karlar 60 - 69 ára.

Karlar 70 ára og eldri.

Konur 18 - 49 ára.

Konur 50 - 59 ára.

Konur 80 - 69 ára.

Konur 70 ára og eldri.

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Leiðin um Skarðsheiðarveg er 19,76 km. löng og fylgir öll greinilegum stígum.

Hún er þægileg yfirferðar þrátt fyrir nokkra hækkun. 

Hlaupið hefst á Skorholtsmelum í Melasveit, en þangað er um 60 km. akstur frá Reykjavík.

Upphafsstaðurinn er nánar tiltekið á Þjóðvegi nr. 1, nokkurn veginn mitt á milli bæjanna Skorraholts og Fiskilækjar. Nánar tiltekið N64°25,07 - V21¨55,59.

Frjálsar íþróttir

Dagur og tími:

Laugardagur 16:00 – 18:30. 

 

Staðsetning:

Skallagrímsvöllur. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Karlar  50 - 54  ára.  

Karlar  55 - 59  ára.  

Karlar  60 - 64  ára.  

Karlar  65 - 69  ára.  

Karlar  70 - 74  ára.  

Karlar  75 - 79  ára.  

Karlar  80 - 84  ára.  

Karlar  85 - 89 ára.  

Karlar  90 ára og eldri.  

 

Konur  50 - 54  ára.  

Konur  55 - 59  ára.  

Konur  60 - 64  ára.  

Konur  65 - 69  ára.  

Konur  70 - 74 ára.  

Konur  75 - 79 ára.  

Konur  80 - 84  ára.  

Konur  85 - 89  ára.  

Konur  90  ára og eldri.  

 

Keppnisgreinar:

100 m hlaup  

Kúluvarp  

Langstökk  

Hástökk  

Kringlukast  

800 m hlaup  

Spjótkast  

Lóðakast  

Golf

Dagur og tími:

Föstudagur 13:00 – 20:00. 

 

Staðsetning:

Hamarsvöllur. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Karlar  50 - 69  ára.   

Karlar  70  ára og eldri.  

Konur  50 - 64  ára.  

Konur  65  ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

18 holu keppni.   

Keppt er í punktum.  

Veitt verða verðlaun fyrir 1. - 3. sæti.  

Ræst út á 10 mínútna millibili.  

Leikið eftir reglum St. Andrews. 

Gröfufimi - opin grein fyrir 18 og eldri

Dagur og tími:

Laugardagur 13:00 – 15:00.

 

Staðsetning:

Við Skallagrímsvöll. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Karlar 18 ára og eldri.

Konur 18 ára og eldri.

 

Keppnisfyrirkomulag og reglur:

Keppnin gengur útá að leysa þrautir á gröfu. Þrjár misstórar vélar verða á staðnum notast verður við CAT gröfur í keppninni. Besti tími á hverri vél fyrir sig og samanlagður tími fyrir allar vélarnar lagður saman.

Þátttakendur þurfa að hafa réttindi á viðkomandi vinnuvélar til að geta tekið þátt.

Götuhlaup / Flandrasprettur

Dagur og tími:

Föstudagur 17:30 – 19:00. 

 

Staðsetning:

Íþróttamiðstöðin Borgarnesi. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Börn og ungmenni 17 ára og yngri.  

Karlar  18 – 39  ára.  

Karlar  40 – 49 ára.   

Karlar  50   ára og eldri.  

Konur  18 – 39 ára.   

Konur  40 – 49 ára.   

Konur  50  ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

5 km. hlaup.  

Opið fyrir alla og engin aldurstakmörk.

Hestaíþróttir

Dagur og tími:

Sunnudagur 10:00 – 12:00. 

 

Staðsetning:

Vindás. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Blandaður kynjaflokkur.

Einn aldursflokkur, 50 ára og eldri.

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Keppt er í eftirtöldum greinum:  

Tölt  

Fjórgangur  

Fimmgangur  

Keppt er eftir reglum LH.

Knattspyrna / Göngufótbolti

Dagur og tími:

Laugardagur 16:00 – 18:00. 

 

Staðsetning:

Skallagrímsvöllur. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Karlar  50  ára og eldri . 

Konur  50  ára og eldri . 

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

1. Bannað er að hlaupa. Leikmaður verður að hafa annan fótinn á jörðinni.

 

2. Það er engin rangstaða. 

3. Sóknarmenn mega ekki fara inn fyrir vítateig (aukaspyrna). 

4. Varnarmenn mega ekki fara inn fyrir eigin vítateig (vítaspyrna). 

5. Markvörður má ekki fara út fyrir vítateig (vítaspyrna). 

6. Rennitæklingar eru með öllu bannaðar. 

7. Allar aukaspyrnur eru óbeinar. 

8. Markvörður verður að spyrna frá marki eða kasta með "undir arm" kasti. 

9. Lið mega vera kynja og -aldursblönduð. 

10. Sex leikmenn eru í hverju liði, þar af er einn markvörður. 

Körfubolti (3:3)

Dagur og tími:

Sunnudagur kl. 09:00 – 11:00.

 

Staðsetning:

Íþróttamiðstöðin Borgarnesi.

 

Kynja- og aldursflokkar:

Karlar: 50 ára og eldri.

Konur: 50 ára og eldri .

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur:

Spilað á eina körfu, hálfan völl.

Leikvöllur afmarkast af hliðarlínum, endalínu undir körfu og miðlínu vallarins. 

3 leikmenn inná í hvoru liði.      

2 leyfðir varamenn (ekki skylda) “handboltaskiptingar"      

2 stig fást fyrir körfu skoraða fyrir innan 3ja stiga línu og 3 stig fyrir körfur skoraðar fyrir utan hana.

Leikurinn er 10 mínútur og er klukkan aldrei stöðvuð eða það lið sem fyrr skorar 25 stig.

Ef jafnt er þegar 10 mín eru liðnar tekur við framlenging sem lýkur þegar annað liðið hefur skorað 3 stig, skiptir þá ekki máli hvernig þau þrjú stig koma og hefur það lið þá unnið leikinn.

Leikmenn skulu vera í (samstæðum/samlitum/eins) búningum Búningur skal vera merktur annað hvort nafni, númeri eða bæði.

Ef lið mæta í of líkum búningum gefa mótshaldarar sé leyfi til að setja annað liðið í vesti eða annað sambærilegt til að skilja liðin að.

Leikmenn skulu vera í innanhússkóm (íþróttaskóm til innanhúsnotkunar).     

Skotklukkur verða á vellinum til að takmarka lengd sóknar, er hún í 24 sekúndum og er endursett ef bolti fer í hring og sóknarlið heldur boltanum eða ef bolti kemst á vald varnarlínu.

Víti eru eingöngu tekin þegar brotið er á leikmanni í skothreyfingu eða sóknarlið er komið í “bónus”

“Bónus” myndast við þegar lið fær dæmda á sig sína sjöttu villu.

Í vítum þar sem skal taka fleiri en eitt, þarf sóknarleikmaður að skora til að fá að taka næsta víti(1+1+1). Þ.a.l. ef brotið er á þér í tveggja stiga skoti eða liðið komið í”bónus” færðu tvö víti, en verður að hitta úr fyrra vítinu til að það seinna sé tekið, ef það fyrra klúðrast er boltinn laus. Þar sem leiktíminn er ekki stoppaður verður leiktöf ekki liðinn, það eru 10 sekúndur til að skjóta.

Ef lið A er í sókn og lið B nær boltanum, stelur honum eða tekur frákast, þarf lið B að fara út fyrir þriggja stiga línu áður en það má sækja að körfu og skora.

Eftir skoraða körfu hjá liði A, fær lið B boltann verður sóknarleikmaður B að byrja sókn fyrir utan þriggja stiga línu með því að “checka” boltann með sendingu eða rétta leikmanni liðs A boltann og fá hann aftur. Um leið og leikmaður B er kominn með boltann aftur hefst sókn og þar með skotklukka.

Pílukast

Dagur og tími:

Laugardagur 13:00 – 17:00. 

 

Staðsetning:

Hjálmaklettur. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Karlar: 50  ára og eldri.  

Konur: 50  ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Keppnin á sér stað innan ákveðins tímaramma. 

Keppendur þurfa ekki að skrá sig fyrrifram en geta mætt innan tímarammans og tekið þátt. 

Keppendur þurfa að skrá sig á keppnisstað. 

Keppendur frá þrjár kastseríur og sú besta telur.  

Pútt

Dagur og tími:

Sunnudagur 9:00 – 11:30.

 

Staðsetning:

Hamarsvöllur. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Karlar: 50  til  69  ára . 

Karlar: 70  ára og eldri.  

Konur: 50  til 64 ára.   

Konur: 65  ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Leiknar verða 2x18 holur. 

Leikið er á tveimur 18 holu völlum.  

Þrír leika saman óháð kyni og aldursflokkum. 

Hvert lið í liðakeppnininn er skipað fjórum leikmönnum en þrír bestu telja. 

Pönnukökubakstur

Dagur og tími:

Laugardagur 14:00 – 16:00. 

 

Staðsetning:

Hjálmaklettur. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Einn kynjaflokkur 50 ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

1. Dæmt er eftir hraða, fjölda, leikni, hreinlæti, útliti og bragðgæðum. 

2. Uppskriftina velur keppandinn sjálfur að því undanskildu að í henni eiga að vera 150 gr. hveiti og að minnsta kosti 1 egg (meðalstórt). 

3. Keppandi leggur fram nákvæma uppskrift áður en keppni hefst. Nafn keppanda, heimilisfang og símanúmar skal koma fram á blaðinu. 

4. Mótshaldari leggur til algeng efni. Þ.e.a.s. hveiti, sykur, egg, mjólk, smörlíki, matarolíu, lyftiduft, sódaduft (natron) og bökunardropa. Ef óskað er eftir öðrum efnum/bragðefnum eða einhverri tegund af hráefni verða keppendur að útvega þau sjálfir og hafa meðferðis. Keppandi skal þó nota hveiti sem mótshaldari leggur til. 

5. Hver keppandi fær vinnuborð með rafmagnshellu, áhald ti að hræra deigið með, ausu, skál, mæliílát, sigti, sleikju, vinnudisk, kökufat og borðdúk. 

6. Keppendur koma með eigin pönnukökupönnu og pönnukökuspaða. Heimilt er að koma með ausu og áhald til að hræra deigið með. Ekki er þó heimilt að nota rafmagnsþeytara. 

7. Áður en keppni hefst er rafmagnshellur prófaðar, áhöldum raðað og allt tekið til í deigið. Leyfilegt er að blanda þurrefnunum í skál áður en keppni hefst, en ekki skal setja vökva eða byrja að hræra deigið saman fyrr en keppni er hafin. 

8. Í lokin er tíu pönnukökum skilað upprúlluðum með sykri en hinar tvíbrotnar í horn. 

9. Keppni er ekki lokið fyrr en pönnukökum hefur verið komið fyrir á kökufati og gengið frá vinnuborði, áhöldum raðað og borðið þvegið. 

 

Stigatafla:  

1.  Hraði og fjöldi – 25 stig   

Fjöldi – 10 stig (20 kökur gefa 10 stig, 19 kökur gefa 9 stig osfrv.)   

Hraði – 15 stig (17 mínútur gefa 15 stig, 18 mínútur gefa 14 stig osfrv.) .

 

2.  Leikni og hreinlæti– 25 stig   

Örugg vinnubrögð – 5 stig   

Umgengni á vinnusvæði meðan bakað er – 5 stig   

Frágangur á pönnukökum á fati – 5 stig   

Frágangur á vinnusvæði – 5 stig   

Frágangur uppskriftar – 5 stig   

 

3.  Útlit – 25 stig   

Engin göt – 5 stig   

Allar kökur rétt lagaðar – 5 stig   

Allar kökur samlitar – 5 stig   

Engin kaka hrá eða brennd – 5 stig   

Engin kaka kekkjótt – 5 stig   

 

4.  Bragðgæði – 25 stig   

Góðar pönnukökur gefa mest 25 stig ,  

Sæmilegar pönnukökur gefa mest 15 stig   

Slæmar pönnukökur gefa mest 5 stig . 

Ringó

Dagur og tími:

Föstudagur 17:00 – 19:00.

 

Staðsetning:

Íþróttamiðstöðin Borgarnesi. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Blandaður kynjaflokkur 50 ára og eldri.

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Mögulegt er að skrá sig sem einstaklingur í Ringó og verður þá búið til blandað lið. 

1. Tvö lið spila hvort á móti öðru. Fjöldi í liði eru sjö leikmenn að hámarki og fjórir spila inná í einu. 

2. Spilað er með tvo hringi. Gefið er merki og bæði lið gefa upp samtímis frá baklínu. Þeir tveir sem gefa upp gefa sjálfir hvor öðrum merki. 

3. Hver leikmaður gefur upp þrisvar sinnum. Síðan færa leikmenn sig um eina stöðu samtímis báðum megin, réttsælis. 

4. Hringnum skal kasta lárétt. Ef hringnum er kastað lóðrétt eða hann "flaskar" er hringurinn dauður. Lið getur fengið tvö stig þegar báðir hringir liggja á velli mótspilara, eitt stig þegar það er einn hringur á báðum völlum. 

5. Hringinn má aðeins grípa með annarri hendi, ef báðar hendur snerta hringinn er hann dauður. 

6. Það er almennt ekki leyft að spila saman. Það mega líða að hámarki 3 sek. áður er hringnum er spilað (kastað). Ekki er leyfilegt að ganga með hringinn í hendi. 

7. Tveir leikir eru spilaðir upp í 15, með minnst tveggja stiga mismun. 

Ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum:  

1. Fjöldi skoraðra stiga.  

2. Stigamismunur.  

Skák

Dagur og tími:

Sunnudagur 9:00 – 13:00.

 

Staðsetning:

Hjálmaklettur.

 

Kynja- og aldursflokkar:

Blandaður kynjaflokkur 50 ára og eldri. 

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

Tefldar verða 5 umferðir.  

Atskákir 25 mín. eftir Monradkerfi.  

Staurakast - opin grein fyrir 18 ára og eldri

Dagur og tími:

Laugardagur kl. 13:00 15:00.

 

Staðsetning:

Við Skallagrímsvöll. 

 

Kynja- og aldursflokkar: 

Karlar 18 - 39 ára. 

Karlar  40 – 49 ára.  

Karlar  50  ára og eldri.  

Konur  18 – 39 ára.  

Konur  40 – 49 ára. 

Konur  50  ára og eldri.

 

Keppnisfyrirkomulag og reglur: 

Hornstaur er kastað og lengsta kastið vinnur.

Stígvélakast

Dagur og tími:

Sunnudagur 13:00 – 14:00.

 

Staðsetning:

Skallagrímsvöllur. 

 

Kynja- og aldursflokkar:

Karlar  50 - 69 ára.  

Karlar  70  ára og eldri.  

Konur  50 - 69 ára.  

Konur  70  ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

1. kastað er frá kastlínu og aftur fyrir sig. 

2. Hver keppandi fær tvær tilraunir.  

3. Mælt er frá kastlínu og þar sem stígvél stöðvast, aftasti punktur. 

4. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin. 

5. Keppt verður með Nokia stígvélum.  Nr. 43 í karlaflokki og 39 í kvennaflokki. 

6. Öll notkun hjálparefna, t.d. sleipiefna eða harpix er stranglega bönnuð. 

Sund

Dagur og tími:

Laugardagur 10:00 – 12:00.

 

Staðsetning

Íþróttamiðstöðin Borgarnesi. 

 

Kynja- og aldursflokkar

Karlar  50 - 54  ára.  

Karlar  55 - 59  ára.  

Karlar  60 - 64  ára.  

Karlar  65 - 69  ára.  

Karlar  70 - 74  ára.  

Karlar  75 - 79  ára.  

Karlar  80 - 84  ára.  

Karlar  85 - 89  ára.  

Karlar  90 ára og eldri.  

 

Konur  50 - 54  ára.  

Konur  55 - 59  ára.  

Konur  60 - 64  ára.  

Konur  65 - 69  ára.  

Konur  70 - 74  ára.  

Konur  75 - 79  ára.  

Konur  80 - 84  ára.  

Konur  85 - 89  ára.  

Konur  90  ára og eldri.  

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur: 

100m. skriðsund karlar.  

100m. skriðsund konur.  

50m. baksund karlar.  

50m. baksund konur.  

100m. bringusund karlar.  

100m. bringusund konur.  

50m. skriðsund karlar.  

50m. skriðsund konur.  

50m. bringusund karlar.  

50m. bringusund konur.  

4x50m. boðsund.  

 

Keppt er eftir reglum SSÍ.