Keppnisgreinar

Keppnisgreinar Landsmóts UMFÍ 50+ eru fjölbreyttar og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Sjáðu drög að dagskrá mótsins með því að smella hér. 

 

 

Keppnisgreinar 2019

Boccia

Smelltu hér til þess að opna niðurröðun í boccia. 

 

Staðsetning:

Íþróttahúsið

Sérgreinastjóri:  

Nafn:

Unnur Óskarsdóttir

Sími:

861 8081

Netfang:

unnuro@skolar.skf.is  

 

Dagur:

Föstudagur 28. júní        Kl. 09:00 - 17:00.

 

Kynja- og aldursflokkar:

Blandaður kynjaflokkur 50 ára og eldri.

 

Keppnisfyrirkomulag/reglur:

Sveitakeppni. Þrír skipa sveit og það má hafa einn varamann.

Í hverjum riðli eru fjögur/fimm lið, þar sem allir leika við alla.

Efsta sveitin í hverjum riðli kemst í úrslitakeppnina.   

Bridds

Staðsetning:

Nesskóli 

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Jóhanna Gísladóttir 

Sími:

868 5477  

Netfang:

seldalur@gmail.com  

 

Dagur:

Laugardagur 29. júlí       

Kl. 10:00 - 18:00

 

Kynja- og aldursflokkar:

Blandaður kynjaflokkur, 50 ára og eldri

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur:

Monrad

4 – 6 skipa hverja sveit

7 umferðir

8 spil í hverjum leik

Frjálsar íþróttir

Staðsetning:

Fótboltavöllur og Lyngbakki (bali) 

Sérgreinastjóri:  

Nafn:

Pálína Margeirsdóttir

Sími:

869 8216 

Netfang:

palinam@asa.is

 

Dagur:

Föstudagur 28. júní       

Kl. 17:00 - 19:00

Laugardagur 29. júní     

Kl. 17:00 - 19:00

 

Kynja- og aldursflokkar:

Karlar 50-54 ára

Karlar 55-59 ára

Karlar 60-64 ára

Karlar 65-69 ára

Karlar 70-74 ára

Karlar 75-79 ára

Karlar 80-84 ára

Karlar 85-89 ára

Karlar 90 ára og eldri

 

Konur 50-54 ára

Konur 55-59 ára

Konur 60-64 ára

Konur 65-69 ára

Konur 70-74 ára

Konur 75-79 ára

Konur 80-84 ára

Konur 85-89 ára

Konur 90 ára og eldri

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur:

Föstudagur:

100 m hlaup

Kúluvarp

Langstökk

Hástökk

 

Laugardagur:

Kringlukast

800 m hlaup

Spjótkast

Lóðakast

Frisbígolf

Staðsetning:

Frisbígolfvöllur

Sérgreinastjóri: 

Höskuldur Björgúlfsson

Sími:

847 0902

Netfang:

hoskuldur@skolar.fjardabyggd.is

 

Dags- og tímasetning

Laugardagur 29. júní      

Kl. 15:00 – 18:00

 

Aldurs- kynjaflokkar

Konur 49 ára og yngri

Konur 50 ára og eldri

Karlar 49 ára og yngri

Karlar 50 ára og yngri

Æskilegt er að keppendur komi með sína eigin diska.  Hægt verður að kaupa diska gegn sanngjörnu verði á mótsstað.

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

Spilað verður 1 x 9 holur og munu úrslit ráðast að því loknu.

 

Reglur Frisbígolfsins:

Folf er spilað líkt og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Takmarkið er að kasta disknum í körfuna í sem fæstum skotum og sá vinnur sem þarf fæst skot. 
Annað skot er tekið þar sem diskur lendir eftir fyrsta skot og sá á fyrst að gera sem lengst er frá körfu. Tillitsemi er stór hluti af leiknum og því er sanngjarnt að mótspilari þinn fái að kasta án truflunar, það sama myndir þú vilja. Ekki taka kast fyrr en þú er viss um að flug disksins og lending trufli ekki hina spilarana.

Skot frá skotteigi verða að eiga sér stað á eða fyrir aftan ákveðna skotlínu. Ekki kasta fyrr en meðspilarar fyrir framan þig eru komnir úr skotfæri.
 Takið fyrstu upphafsskot eftir fyrirfram ákveðni röð og síðan fer röðin eftir skori síðustu brautar, sá spilari sem var með fæstu skotin tekur fyrstur upphafskot. 
Diska á ávallt að skilja eftir þar sem þeir liggja og ekki taka upp fyrr en skot er tekið.

Það kostar nokkra æfingu að staðsetja fætur rétt þegar kastað er. Sá fótur sem þú setur þungann á í kastinu verður að vera eins nálægt skotstað og kostur er. Hann má aldrei fara yfir skotlínu og ekki meira en 30 cm. fyrir aftan hana eða til hliðar. Hinn fóturinn má vera hvar sem er svo fremi sem hann fari ekki nær körfunni en skotlína er.

Leyfilegt er að fylgja eftir skoti með því að stíga yfir skotlínu eftir að kast er tekið, nema þegar púttað er þ.e. innan 10 metra frá körfu. Ekki er leyfilegt að falla fram fyrir sig til að halda jafnvægi í pútti. Ef diskurinn festist í tré eða runna þá er diskurinn færður og settur á jörðina nákvæmlega fyrir neðan þann stað sem hann sat fastur og kastað er þaðan.

Ef diskurinn lendir á stað sem er ekki hægt að kasta frá er hann færður út úr þeim aðstæðum, þó ekki nær körfu, og kastað þaðan.

Garðahlaup

Staðsetning:

Ofanflóðagarðar ofan Neskaupstaðar

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Helgi Freyr Ólason

Sími:

861 9098  

Netfang:

helgiolason@gmail.com  

 

Dagur:

Sunnudagur 30. júní      

Kl. 10:00 - 12:00

 

Kynja- og aldursflokkar

Karlar 18 – 39

Karlar 40 – 49

Karlar 50 ára og eldri

Konur 18 – 39

Konur 40 – 49

Konur 50 ára og eldri

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

Í báðum hlaupaleiðu er hlaupið á göngustígum sem liggja í ofanflóðamannvrikjum ofan við Neskaupstað þar sem útsýnið er frábært.

8 km. hlaup (þægileg hlaupaleið)

12 km. hlaup (mjög krefjandi hlaup)

Golf

Smelltu hér til þess að skoða rástíma. 

 

Staðsetning:

Golfvöllur

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Hákon Ernuson

Sími:

895 9909

Netfang:

hakon67@simnet.is

 

Dagur:

Laugardagur 29. júní     

Kl. 08:30 - 18:00

 

Kynja- og aldursflokkur:

Karlar 50-69 ára

Karlar 70 ára og eldri

Konur 50-64 ára

Konur 65 ára og eldri

 

Fyrirkomulag:

18 holu keppni.

Keppt er í punktum og höggleik.

 

Veitt verða verðlaun fyrir:

* 1. - 3. sæti í kynja- og aldurflokkum fyrir punkta

* 1. - 3. sæti í höggleik í kynja og aldurflokkum

 

**Ath. Leikmaður getur ekki unnið til verðlauna í punktakeppni hafi hann unnið til verðlauna í höggleik.

 

Ræst út á 10 mínútna millibili.

 

Leikið eftir reglum St. Andrews.

Línudans

Staðsetning:

Íþróttahús  

Keppnisstjóri:

Nafn:

Guðrún Smáradóttir

Sími:

866 2991 

Netfang:

valsmyri@simnet.is

 

Dagur:

Föstudagur 28. júní       

Kl. 20:30

 

Kynja- og aldursflokkar:  

Einn kynjaflokkur, 50 ára og eldri.

 

Fyrirkomulag:

Keppni í línudönsum er hópakeppni.

Hópur telst 5 einstaklingar eða fleiri.

Ekki er gert ráð fyrir að þurfi að takmarka stærð hópa en mótshaldara er heimilað setja reglur í þessu efni.

Keppt skal í tveimur dönsum að eigin vali.

Dansarnir þurfa að vera skráðir á viðurkenndu formi ef þess er óskað.

 

Reglur:

Dansað skal að hámarki 2 mínútur í hvorum dansi.

Tónlist liðanna þarf að berast sérgreinastjóra eigi síðar en kl. 18 á keppnisdegi.

Dómarar skulu vera þrír og hafa gott sjónarhorn yfir dansgólfið.  

Gefin eru stig fyrir átta atriði sem eru að finna á dómaraeyðublöðum.           

Að stigagjöf lokinni skulu dómarar afhenda keppnisstjóra gögnin.

Keppnisstjóri fer yfir gögnin í viðurvist liðstjóra hópanna.

Hendur keppenda mega ekki snerta gólf.

Spörk mega ekki fara yfir mjaðmahæð.

Gæta skal hófs í klæðnaði þ.e.a.s. keppnisfatnaður þarf að vera samstæður og snyrtilegur, með eða án hatta.

Lomber

Staðsetning:

Nesskóli

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Skúli Björn Gunnarsson

Sími:

860 2985

Netfang:

skuli@skriduklaustur.is

 

Dagur:

Laugardagur 29. júní     

Kl. 11:00 – 15:00

 

Kynja- og aldursflokkar

Opinn kynjaflokkur

18 ára og eldri

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

Þátttakendur draga um það í upphafi umferðar á hvaða borði þeir spila.  Spilað verður í 20 mínútur í senn.  Tími er látinn ráða þannig að á hverju borði eru spiluð mismörg spil.  Spilapeningar eru notaðir, en í lok umferðar er gert upp í stigum. Á skorblað, sem hver spilamaður fær í upphafi er skráð á hvaða borði er spilað, fjöldi spila og hagnaður eða tap í umferðinni.  Til afstemmingar er mikilvægt að leggja saman við uppgjör niðurstöðu allra við borðið og hvað stendur eftir í potti. Útkoman úr því á að vera núll. Það er samtala þeirra sem græða (að potti meðtöldum) og samtala þeirra sem tapa.

Mismunandi spilareglur gilda í lomber á milli landshluta og verða þær samræmdar fyrir þessa keppni. Gjaldskrá og ítarlegar spilareglur verða aðgengilegar á heimasíðu landsmótsins viku fyrir mót og jafnframt kynntar áður en keppni hefst á mótsstað.

Pílukast

Staðsetning:

Nesskóli

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Ingibjörg Magnúsdóttir               

Sími:

770 4642

Netfang:

imagnusdottir2@gmail.com

 

Dagur:

Laugardagur 29. júní     

Kl. 10:00 - 18:00

 

Kynja- og aldursflokkar

Karlar: 49 ára og yngri

Karlar: 50 ára og eldri

Konur: 49 ára og yngri

Konur: 50 ára og eldri

Pútt

Staðsetning:

Golfvöllur

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Hákon Ernuson

Sími:

895 9909

Netfang:

hakon67@simnet.is  

 

Dagur:

Sunnudagur 30. júní      

Kl. 09:00 - 13:00

 

Kynja- og aldursflokkar

Karlar: 50 til 69 ára

Karlar: 70 ára og eldri

Konur: 50 til 64 ára

Konur: 65 ára og eldri

 

Keppnisfyrirkomulag

Leiknar verða 36 holur.

Í einstaklingskeppni eru 4 saman í holli óháð kyni og aldursflokki.

Í liðakeppni telur hver sveit 4 leikmenn og besta skor þriggja gildir, óháð kyni og aldursflokki.

Leikið verður á æfingagrínvelli GN (1. til 9.hola) og á 9.gríni golfvallarins (10. til 18 hola). Leiknir verða tveir hringir.

Þátttakendur verður skipt í tvo hópa, fyrri hópurinn byrjar kl.09 og seinni hópurinn byrjar kl:10:30.

Ræst út samtímis á 1. holu, 3. holu, 5. holu, 7. holu, 10. holu, 12. holu, 14. holu og 16. holu.

Pönnukökubakstur

Staðsetning:  

Nesskóli

Sérgreianstjóri:

Nafn:

Svala Guðmundsdóttir

Sími:

847 7992 

Netfang:

sverristun@gmail.com

 

Dagur:

Laugardagur 29. júní     

Kl. 15:00 - 17:00

 

Kynja- og aldursskipting:  

Einn kynjaflokkur 50 ára og eldri

 

Fyrirkomulag:

Dæmt er eftir hraða, fjölda, leikni, hreinlæti, útliti og bragðgæðum.

Uppskriftina velur keppandinn sjálfur að því undanskildu að í henni eiga að vera 150 grömm hveiti og að minnsta kosti 1 egg (meðalstórt).

Keppandi leggur fram nákvæma uppskrift áður en keppni hefst. Nafn keppanda, heimilisfang og símanúmer skal koma fram á blaðinu.

Mótshaldari leggur til algeng efni í pönnukökur: Hveiti, sykur, egg, mjólk, smjörlíki, matarolíu, lyftiduft, sódaduft (natron) og bökunardropa. Ef óskað er eftir öðrum efnum/bragðefnum eða einhverri sérstakri tegund af hráefni verða keppendur að útvega þau sjálfir og hafa meðferðis. Keppandi skal þó nota það hveiti sem mótshaldari leggur til.

Hver keppandi fær vinnuborð með rafmagnshellu, áhald til að hræra deigið með, ausu, skál, mæliílát, sigti, sleikju, vinnudisk, kökufat og borðklút.

Keppendur koma með eigin pönnukökupönnu og pönnukökuspaða. Heimilt er að koma með ausu og áhald til að hræra deigið með. Ekki er þó heimilt að nota rafmagnsþeytara.

Áður en keppni hefst eru rafmagnshellur prófaðar, áhöldum raðað og allt tekið til í deigið. Leyfilegt er að blanda þurrefnunum í skál áður en keppni hefst, en ekki skal setja vökva eða byrja að hræra deigið saman fyrr en keppni er hafin.  

Í lokin er 10 pönnukökunum skilað upprúlluðum með sykri en hinar tvíbrotnar í horn.

Keppni er ekki lokið fyrr en pönnukökum hefur verið komið fyrir á kökufati og gengið frá vinnuborði, áhöldum raðað og borðið þvegið.

 

Stigatafla

1. Hraði og fjöldi – 25 stig

Fjöldi – 10 stig (20 kökur gefa 10 stig, 19 kökur gefa 9 stig osfrv.)

Hraði – 15 stig (17 mínútur gefa 15 stig, 18 mínútur gefa 14 stig osfrv.)

 

2. Leikni og hreinlæti– 25 stig

Örugg vinnubrögð – 5 stig

Umgengni á vinnusvæði meðan bakað er – 5 stig

Frágangur á pönnukökum á fati – 5 stig

Frágangur á vinnusvæði – 5 stig

Frágangur uppskriftar – 5 stig

 

3. Útlit – 25 stig

Engin göt – 5 stig

Allar kökur rétt lagaðar – 5 stig

Allar kökur samlitar – 5 stig

Engin kaka hrá eða brennd – 5 stig

Engin kaka kekkjótt – 5 stig

 

4. Bragðgæði – 25 stig

Góðar pönnukökur gefa mest 25 stig ,Sæmilegar pönnukökur gefa mest 15 stig

Slæmar pönnukökur gefa mest 5 stig.

Ringó

Staðsetning:

Íþróttahús

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Hlöðver Hlöðversson

Sími:

843 7544

Netfang:

hlodver.hlodversson@alcoa.is

 

Dagur:

Föstudagur 28. júní       

Kl. 18:00 - 20:00

 

Kynja- og aldursflokkar:

Blandaður kynjaflokkur 50 ára og eldri

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

1. Tvö lið spila hvort á móti öðru.

Fjöldi í liði eru sjö leikmenn að hámarki og fjórir spila inná í einu.

Spilað er á blakvelli.

 

2. Spilað er með 2 hringi.

Gefið er merki og bæði lið gefa upp samtímis frá baklínu.

Þeir tveir sem gefa upp gefa sjálfir hvor öðrum merki.

 

3. Hver leikmaður gefur upp þrisvar sinnum.

Síðan færa leikmenn sig um eina stöðu samtímis báðum megin, réttsælis.

 

4. Hringnum skal kasta lárétt.

Ef hringnum er kastað lóðrétt eða hann „flaskar‘‘ er hringurinn dauður.

Lið getur fengið tvö stig þegar báðir hringir liggja á velli mótspilara, eitt stig þegar það er einn hringur á báðum völlum.

 

5. Hringinn má aðeins grípa með annarri hendi, ef báðar hendur snerta hringinn er hann dauður.

 

6. Það er almennt ekki leyft að spila saman.

Það mega líða að hámarki 3 sek. áður en hringnum er spilað (kastað).

Ekki er leyfilegt að ganga með hringinn í hendi.

 

7. Tveir leikir er spilaðir upp í 15, með minnst tveggja stiga mismun.

Ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum:

a. Fjöldi skoraðra stiga

b. Stigamismunur.

Skák

Staðsetning:

Nesskóli

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Einar Már Sigurðsson

Sími:

863 1739

Netfang:

ems@fjardabyggd.is  

 

Dagur:

Sunnudagur 30. júní     

Kl. 09:00 - 13:00

 

Kynja- og aldursflokkar

Blandaður kynjaflokkur 50 ára og eldri

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

Tefldar verða 5 umferðir.

Atskákir 25 mín. eftir Monradkerfi.

Stígvélakast

Staðsetning:

Fótboltavöllur

Sérgreinstjóri:

Nafn:

Ingvar Ísfeld Kristinsson

Sími:

843 7779  

Netfang:

feldur@isholf.is 

 

Nafn:

Heimir Svanur Haraldsson

Sími:

895 6627

Netfang:

eron@simnet.is

 

Dagur:

Sunnudagur 30. júní      

Kl. 13:00 - 14:00

 

Kynja- og aldursflokkar

Karlar 50-69 ára

Karlar 70 ára og eldri

Konur 50-69 ára

Konur 70 ára og eldri

 

Keppnisfyrirkomulag / reglur

1. Kastað er frá kastlínu og aftur fyrir sig.

2. Hver keppandi fær tvær tilraunir.

3. Mælt er frá kastlínu og þar sem stígvél stöðvast, aftasti punktur.

4. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin.

5. Keppt verður með Nokia stígvélum. Nr. 43 í karlaflokki og 39 í kvennaflokki.

6. Öll notkun hjálparefna, t.d. sleipiefna eða harpix er stranglega bönnuð.

Strandblak

Staðsetning:

Strandblaksvellir

Sérgreinastjóri:

Nafn:

Sigríður Þrúður Þórarinsdóttir

Sími:

893 1031  

Netfang:

vellir30@gmail.com 

 

Dagur:

Laugardagur 29. júní     

Kl. 11:00 - 16:00

 

Kynja- og aldursskipting:  

Karlar 18 - 49 ára

Karlar 50 ára og eldri

Konur 18 - 49 ára

Konur 50 ára og eldri

 

Fyrirkomulag:

Skrá má 3 leikmenn í hvert lið en einungis tveir leika hvern leik og ekki má skipta um leikmenn í leik.

Leikjaniðurröðun og fyrirkomulag fer eftir skráningu í keppnina.

Sund

Smelltu hér til þess að opna dagskrá mótsins. 

 

Smelltu hér til þess að sjá röðun í riðla. 

 

Staðsetning:

Stefánslaug

Sérgreianstjóri:

Nafn:

Svanlaug Aðalsteinsdóttir

Sími:

862 9512  

Netfang:

svana@va.is  

 

Nafn:

Salóme Rut Harðardóttir

Sími:

866 6827

Netfang:

salome@va.is

 

Dagur:

Laugardagur 29. júní     

Kl. 12:00 - 15:00

 

Kynja- og aldursskipting:  

Karlar 50-54 ára

Karlar 55-59 ára

Karlar 60-64 ára

Karlar 65-69 ára

Karlar 70-74 ára

Karlar 75-79 ára

Karlar 80-84 ára

Karlar 85-89 ára

Karlar 90 ára og eldri

 

Konur 50-54 ára

Konur 55-59 ára

Konur 60-64 ára

Konur 65-69 ára

Konur 70-74 ára

Konur 75-79 ára

Konur 80-84 ára

Konur 85-89 ára

Konur 90 ára og eldri

 

Fyrirkomulag:

100 m. skriðsund karlar

100 m. skriðsund konur

50 m. baksund karlar

50 m. baksund konur

100 m. bringusund karlar

100 m. bringusund konur

50 m. skriðsund karlar

50 m. skriðsund konur

50 m. bringusund karlar

50 m. bringusund konur

4x50 m. boðsund

 

Reglur SSÍ.