Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar eru Erasmus+

Næsta ráðstefna fer fram 10. - 12. apríl 2019 á hótel B59 í Borgarnesi. Yfirskrift ráðstefnunnar 2019 er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan að sjálfum mér? 

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16–25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 manns á ráðstefnuna. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir ferðakostnað. Athygli er vakin á því að aðeins lággjaldafargjöld eru endurgreidd eða ódýrasti ferðamátinn hverju sinni. Jafnframt er aðeins greitt fyrir þátttakendur sem þurfa að ferðast lengra en 100 km aðra leið. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á miðvikudeginum og til baka á föstudeginum. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá ferðakostnað endurgreiddan.  

Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda að ráðstefnunni en jafnframt koma að henni Ungmennasamband Bogarbyggðar og Borgarbyggð.

Dagskrá verður með fjölbreyttu sniði. Kynningar frá Hugarfrelsi, KVAN og áhrifavöldunum Fanney Dóru og Ernu Kristínu. Til viðbótar verður hellings hópefli og skemmtilegheit á ráðstefnunni.

Smelltu hér til þess að skoða dagskránna. 

 

Athygli er vakin á því að viðburðurinn er með öllu vímuefnalaus, á það einnig við um rafsígarettur.

 

Skráning stóð til 26. mars og er því lokið. Uppselt er á ráðstefnuna. 

 

Ertu með spurningu?

Það er velkomið að senda fyrirspurnir á Ragnheiði, starfsmann ungmennaráðs UMFÍ, ragnheidur@umfi.is eða á Kolbrúnu Láru, formann ráðsins á kobbalara@gmail.com.

Fyrri ráðstefnur

Ályktanir frá fyrri ráðstefnum

2019 Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan að sjálfum mér? - Borgarnes.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni. 

 

2018 Okkar skoðun skiptir máli - 

Grímsnes- og Grafningshreppur.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni. 

 

2017 Ekki bara framtíðin - Ungt fólk leiðtogar nútímans.

Miðfjörður.  

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni. 


2016 
Niður með grímuna - geðheilbrigði ungmenna á Íslandi. 

Selfoss.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni.

 
2015 Margur verður af aurum Api - réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði.

Stykkishólmur.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni​.

 
2014 Stjórnsýslan og við - áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna.

Ísafjörður. 

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni​.

 
2013 Þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga.

Egilsstaðir.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni​.

 
2012 Fjölmiðlar og mannréttindi. 

Hvolsvöllur.

Sjá hér ályktun frá ráðstefnunni.​

 
2011 Ungt fólk og fjölmiðlar. 

Hveragerði. 

 
2010 Lýðræði og mannréttindi. 

Dalabyggð. 

 
2009 Ungt fólk og lýðræði.

Akureyri.