Viðburðir

Hér er að finna upplýsingar um ýmsa viðburði sem UMFÍ stendur fyrir. 

 

Smelltu á hvern viðburð fyrir sig fyrir frekari upplýsingar

Umræðupartý

Haustið 2016 hlaut UMFÍ styrk frá Evrópu unga fólksins (EUF) til þess að fara af stað með verkefni undir nafninu Umræðupartý UMFÍ.

Tilgangur viðburðarins er að fá fólk saman, bæði þá sem stýra og stjórna innan ungmennafélagshreyfingarinnar og ungt fólk sem starfið er hugsað fyrir. Jafnframt hefur viðburðurinn það markmið að gefa ungu fólki tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri og hafa skoðun á því hvernig UMFÍ vinnum með verkefni sem hugsuð eru fyrir ungt fólk. Til viðbótar hefur viðburðurinn það markmið að kynna nýja stefnu samstakanna, 2016 – 2020, og fá hugmyndir frá grasrótinni hvernig heppilegast er að ná markmiðum hennar fram.

Tveir viðburðir hafa nú þegar farið fram og tveir eru eftir.

Næsti viðburður fer fram fimmtudaginn 10. maí kl. 16:00 - 19:30 í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík. Viðburðurinn er í samstarfi við Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH). 

Smelltu hér til þess að skoða auglýsingu. 

Smelltu hér til þess að skrá þig.