Fyrirkomulag þingsins

52. Sambandsaþing UMFÍ fer fram dagana 15. - 17. október 2021 á Húsavík. 

Sambandsþing UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ. Boðað er til þess með 6 vikna fyrirvara og er það haldið fyrir 15. nóvember annað hvert ár. 

Upplýsingar með dagskrá, ársreikningi og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir sambandsþingið berast sambandsaðilum með tölvupósti 29. september nk. 

Sambandsþing er lögmætt ef löglega er til þess boðað og mættur er helmingur réttkjörinna fulltrúa. 

 

Verkefni sambandsþing eru

  • Ræða skýrslu liðins kjörtímabils.
  • Afgreiða reikninga næstliðins reikningsárs (almanaksárið). 
  • Lagabreytingar.
  • Marka stefnu UMFÍ á komandi árum.
  • Kjósa formann UMFÍ, sex stjórnarmenn og fjóra varastjórnarmenn. 
  • Kjósa fimm aðalmenn og tvo varamenn í kjörnefnd. 
  • Afgreiða fjárhagsáætlun næsta árs. 
  • Velja endurskoðunarfélag fyrir UMFÍ. 

Aukaþing er hægt að boða ef 2/3 sambandsaðilar óska þess og skal það þá boðað eftir lögum um boðun sambandsþings.  

 

Réttur til þingsetu og fjöldi fulltrúa

Sambandsaðilar kjósa fulltrúa til þingsins miðað við fjölda skattskyldra félaga samkvæmt félagatali í skráningarkerfi UMFÍ eins og hér segir:

  • Einn fulltrúa fyrir 1 - 200 skattskyldra félaga. 
  • Einn fulltrúa fyrir 201 - 1.000 skattskyldra félaga og síðan einn fulltrúa fyrir hverja 1.000 skattskyldra félaga þar yfir en þó að hámarki sjö fulltrúa með beina aðild og tíu fulltrúar frá öðrum sambandsaðilum. 

Til viðbótar eru formenn íþróttahéraða eða staðgenglar þeirra sjálfkjörnir.  

 

Þingfulltrúar á 52. sambandsþing 2021

Hér smá sjá fjölda fulltrúa frá hverjum sambandsaðila UMFÍ. 

Sambandsaðili Skattskyldir fél. Fulltrúar Formenn Samtals
HHF 549 2 1 3
HSB 302 2 1 3
HSH 3170 4 1 5
HSK 16764 10 1 11
HSS 632 2 1 3
HSV 2806 3 1 4
HSÞ 2922 3 1 4
UDN 560 2 1 3
UÍA 5014 6 1 7
UÍF  1290 2 1 4
UMSB 2840 3 1 4
UMSE 1866 2 1 3
UMSK 91225 10 1 11
UMSS 3061 4 1 5
USAH 1278 2 1 3
USÚ 1524 2 1 3
USVH 766 2 1 3
USVS 808 2 1 3
ÍA 2339 3 1 4
ÍBA 15784 10 1 11
ÍBR 91197 10 1 11
         
Keflavík 9939 7   7
UMFG 1061 2   2
UMFN 4895 5   5
UMFÓ 0 0   0
V 55 1   1
UV 0 0   0
UMFÞ 719 2   2
Samtals 263366   21 125

Gleymdist kjörbréfið heima? Hérna er hlekkur á útfyllanlegt form.