Tillögur

Hér er að sjá þær tillögur sem liggja fyrir 52. Sambandsþingi UMFÍ. 

Þingskjal 1. Fjárhagsáætlun 2022

Tillaga úr nefnd

Smelltu hér til þess að opna fjárhagsáætlun eins og hún kom úr nefn. 

Samþykkt samhljóða.

 

_________________________

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17.október 2021, samþykkir fjárhagsáætlun UMFÍ 2022.

Sjá áætlun hér. 

 

Vísað til: Fjárhagsnefnd.

Þingskjal 2. Þakkartillögur

Tillaga úr nefnd

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að fela stjórn UMFÍ að senda eftirfarandi aðilum þakkir:

 • Ráðherra mennta- og menningarmála, ríkisstjórn og Alþingi, þakkir fyrir stuðning við UMFÍ á liðnum árum og vekja athygli á því mikilvæga íþrótta- og æskulýðsstarfi sem unnið er á vegum hreyfingarinnar.
 • Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, ásamt starfsfólki þessara ráðuneyta þakkir fyrir stuðning við starf aðildarfélaga UMFÍ í heimsfaraldri. Sérstakar þakkir eru færðar vegna úrræðis um launa- og verktakagreiðslur til íþróttafélaga sem enn er í gildi og hefur nýst mjög vel til að halda starfsemi félaganna gangandi.
 • Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, stjórn og starfsfólki, þakkir fyrir gott samstarf á árinu og vel unnin störf. Sérstakar þakkir sendir UMFÍ til Líneyjar Rutar Halldórsdóttur sem hefur nýlega látið af störfum sem framkvæmdastjóri samtakanna. Þá hvetur Sambandsþing UMFÍ til áframhaldandi aukins samstarfs á komandi árum.
 • Stjórn og stjórnendum Íslenskrar Getspár og getrauna, þakkir fyrir aukaúthlutanir frá fyrirtækjunum til eignaraðila á tímum heimsfaraldurs.
 •  Fulltrúum HSK og Sveitarfélagsins Árborgar í undirbúningsnefnd fyrir Unglingalandsmót UMFÍ fyrir þolinmæði og þrautseigju við undirbúning Unglingalandsmóts 2020 og 2021 sem frestað hefur verið á lokastigum undirbúnings.
 • Fulltrúum UMSK og Kópavogsbæjar í undirbúningsnefnd fyrir íþróttaveislu UMFÍ fyrir þolinmæði og þrautseigju við undirbúning íþróttaveislu 2020 og 2021 sem frestað var tvisvar sinnum vegna heimsfaraldurs.
 • Fulltrúum UMSB og Borgarbyggðar í undirbúningsnefnd fyrir Landsmóts UMFÍ 50+ UMFÍ fyrir þolinmæði og þrautseigju við undirbúning Landsmóts UMFÍ 50+ 2020 og 2021 sem frestað hefur verið á lokastigum undirbúnings.
 • Æskulýðsvettvangnum og aðildarfélögum hans fyrir vel unnin störf og hvatningu til áframhaldandi góðra verka.
 • Samskiptafulltrúa íþrótta- og æskulýðsstarfs fyrir gott samstarf á árinu og hvatningu til þess að halda áfram vinnu um samræmingu viðbragðsáætlana.
 • Sjálfboðaliðum UMFÍ er þakkað sérstaklega fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu hreyfingarinnar.

 

Samþykkt samhljóða.

__________________________

 

Tillaga frá stjórn UMFÍ    

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að fela stjórn UMFÍ að senda eftirfarandi aðilum þakkir:

 • Ráðherra mennta- og menningarmála, ríkisstjórn og Alþingi, þakkir fyrir stuðning við UMFÍ á liðnum árum og vekja athygli á því mikilvæga íþrótta- og æskulýðsstarfi sem unnið er á vegum hreyfingarinnar.
 • Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, ásamt starfsfólki þessara ráðuneyta þakkir fyrir stuðning við starf aðildarfélaga UMFÍ í heimsfaraldri. Sérstakar þakkir eru færðar vegna úrræðis um launa- og verktakagreiðslur til íþróttafélaga sem enn er í gildi og hefur nýst mjög vel til að halda starfsemi félaganna gangandi.
 • Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, stjórn og starfsfólki, þakkir fyrir gott samstarf á árinu og vel unnin störf. Sérstakar þakkir sendir UMFÍ til Líneyjar Rutar Halldórsdóttur sem hefur nýlega látið af störfum sem framkvæmdastjóri samtakanna. Þá hvetur Sambandsþing UMFÍ til áframhaldandi aukins samstarfs á komandi árum.
 • Stjórn og stjórnendum Íslenskrar Getspár og getrauna, þakkir fyrir aukaúthlutanir frá fyrirtækjunum til eignaraðila á tímum heimsfaraldurs.
 • Fulltrúum HSK og Sveitarfélagsins Árborgar í undirbúningsnefnd fyrir Unglingalandsmót UMFÍ fyrir þolinmæði og þrautseigju við undirbúning Unglingalandsmóts 2020 og 2021 sem frestað hefur verið á lokastigum undirbúnings.
 • Fulltrúum UMSK og Kópavogsbæjar í undirbúningsnefnd fyrir íþróttaveislu UMFÍ fyrir þolinmæði og þrautseigju við undirbúning íþróttaveislu 2020 og 2021 sem frestað var tvisvar sinnum vegna heimsfaraldurs.
 • Fulltrúum UMSB og Borgarbyggðar í undirbúningsnefnd fyrir Unglingalandsmót UMFÍ fyrir þolinmæði og þrautseigju við undirbúning Landsmóts UMFÍ 50+ 2020 og 2021 sem frestað hefur verið á lokastigum undirbúnings.
 • Æskulýðsvettvangnum og aðildarfélögum hans fyrir vel unnin störf og hvatningu til áframhaldandi góðra verka.
 • Samskiptafulltrúa íþrótta- og æskulýðsstarfs fyrir gott samstarf á árinu og hvatningu til þess að halda áfram vinnu um samræmingu viðbragðsáætlana.

 

Vísað til:  Allsherjarnefnd.

Þingskjal 3. Hvatningartillögur

Tillaga úr nefnd

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að fela stjórn UMFÍ að senda eftirfarandi til sambandsaðila:

 • Hvetja sambandsaðila til að mæta á 23. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2022.
 • Hvetja sambandsaðila til að mæta á Íþróttaveislu í Kópavogi 2022.
 • Hvetja sambandsaðila til að mæta á 10. Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi 2022.
 • Hvetja sambandsaðila til að nýta sér þá möguleika sem eru i boði á vegum Rannís (Erasmus) til að efla starfið á sínu svæði.
 • Hvetja sambandsaðila til að kynna sér Æskulýðsvettvanginn og nýta sér þau verkefni sem hann hefur upp á að bjóða.
 • Hvetja sambandsaðila til að kynna sér starfsemi samskiptaráðgjafa fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf.
 • Hvetja sambandsaðila til aukins samstarfs við rannsóknar- og háskólasamfélagið.
 • Hvetja sambandsaðila til að kynna skattaívilnanir sem taka gildi 1. nóvember 2021.

 

Samþykkt samhljóða.

_______________________________

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að fela stjórn UMFÍ að senda eftirfarandi til sambandsaðila:

 • Hvetja sambandsaðila til að mæta á 23. Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2022.
 • Hvetja sambandsaðila til að mæta á Íþróttaveislu í Kópavogi 2022.
 • Hvetja sambandsaðila til að mæta á 10. Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi 2022.
 • Hvetja sambandsaðila til að nýta sér þá möguleika sem eru i boði á vegum Rannís (Erasmus) til að efla starfið á sínu svæði.
 • Hvetja sambandsaðila til að kynna sér Æskulýðsvettvanginn og nýta sér þau verkefni sem hann hefur upp á að bjóða.
 • Hvetja sambandsaðila til að kynna sér starfsemi samskiptaráðgjafa fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf.
 • Hvetja sambandsaðila til aukins samstarfs við rannsóknar- og háskólasamfélagið.

 

Vísað til:  Allsherjarnefnd.

Þingskjal 4. Lagabreytingar

Tillaga úr nefnd

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir eftirfarandi breytingar á 7., 9., 10. og 11. grein í lögum UMFÍ.

 

Greinargerð:

Tillögur að lagabreytingum eru settar fram til þess að lagfæra framsetningu og orðalag í flestum tilfellum.  Í 7.grein eru breyting á orðalagi.  Í 9.grein eru efnislegar viðbætur varðandi skil á kjörbréfum en að öðru leyti um breytingar á framsetningu og orðalagi að ræða en ekki efnislegar breytingar á fjölda fulltrúa. Stjórn leggur til breytingar á 10. grein varðandi sambandsráðsfund þar sem markmiðið er að skýra þær og samræma við reglur um Sambandsþing. Í 11.grein eru breytingar á orðalagi.

Viðbætur eru undirstrikaðar og skáletraðar en texti sem er fjarlægður er yfirstrikaður.

 

7. grein

Hvert aðildarfélag innan UMFÍ greiðir árgjald í sambandssjóð af hverjum skattskyldum félaga  eftir ákvörðun Sambandsþings og skilar því fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Sambandsfélögin semja skýrslu um störf sín og hag við hver áramót og senda rafrænt í þar til gert félagaskýrslukerfi UMFÍ fyrir 15. apríl ár hvert.

Samþykkt samhljóða.

 

9. grein

Sambandsþing UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ. Stjórn skal boða skriflega til Sambandsþings með a.m.k. 6 vikna fyrirvara og skal það haldið fyrir 15. nóvember annað hvert ár.

Skriflegt fundarboð (síðara fundarboð) með dagskrá, ársreikningi og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir Sambandsþing skal senda sambandsaðilum með eigi minna en tveggja vikna fyrirvara. Sambandsaðilar skulu skila inn kjörbréfum fyrir upphaf þings.

Sambandsaðilar kjósa fulltrúa til Sambandsþings miðað við fjölda skattskyldra félaga skv. félagatali í skráningarkerfi UMFÍ sem skal skila í síðasta lagi 15. apríl það ár sem þing er haldið sem hér segir:

1 fulltrúa fyrir 1-200 skattskylda félaga

2 fulltrúa fyrir 201 –1999 skattskylda félaga

3 fulltrúar fyrir 2000-2999 skattskylda félaga

4 fulltrúar fyrir 3000-3999 skattskylda félaga

5 fulltrúar fyrir 4000-4999 skattskylda félaga

6 fulltrúar fyrir 5000-5999 skattskylda félaga

7 fulltrúar fyrir 6000-6999 skattskylda félaga

8 fulltrúar fyrir 7000-7999 skattskylda félaga

9 fulltrúar fyrir 8000-8999 skattskylda félaga

10 fulltrúar fyrir 9000 og fleiri skattskylda félaga

Þingfulltrúar félaga með beina aðild geta að hámarki verið 7 en 10 fulltrúar frá öðrum sambandsaðilum. Til viðbótar því sem að framan greinir skulu formenn íþróttahéraða eða staðgenglar vera sjálfkjörnir.

Sambandsþing er lögmætt ef löglega er til þess boðað og mættur er fullur helmingur réttkjörinna fulltrúa.

Verkefni Sambandsþings skulu m.a. vera:

 • Ræða skýrslur liðins kjörtímabils.
 • Afgreiða reikninga næstliðins reikningsárs, (almanaksárið), sem skulu áritaðir af löggiltum endurskoðanda.
 • Marka stefnu UMFÍ á komandi árum.
 • Kjósa formann UMFÍ, 6 einstaklinga í stjórn og 4 í varastjórn.
 • Kjósa 5 einstaklinga og 2 til vara í kjörnefnd,
 • Afgreiða fjárhagsáætlun næsta árs.
 • Velja endurskoðunarfélag fyrir UMFÍ

Aukaþing er hægt að boða ef 2/3 sambandsaðila óska þess og skal það þá boðað eftir lögum um boðun Sambandsþings.

Samþykkt samhljóða.

 

10. grein

Sambandsráð UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ á milli Sambandsþinga. Sambandsráð er skipað formönnum sambandsaðila UMFÍ eða varamönnum þeirra, ásamt stjórn UMFÍ eða varamönnum hennar.

Stjórn skal boða skriflega til sambandsráðsfundar með a.m.k. 4 vikna fyrirvara og skal hann haldinn fyrir 15. nóvember það ár sem sambandsþing UMFÍ er ekki haldið .

 

Verkefni sambandsráðsfundar skulu vera:

 • Ræða skýrslur næstliðins árs.
 • Afgreiða reikninga liðins árs, sem skulu áritaðir af löggiltum endurskoðanda.

Greiði einhver fulltrúi á sambandsráðsfundi atkvæði gegn því að reikningar séu samþykktir, þá skulu þeir lagðir fyrir næsta Sambandsþing til afgreiðslu.

 • Afgreiða fjárhagsáætlun næsta árs.
 • Ræða viðfangsefni UMFÍ milli þinga.

Aukasambandsráðsfund er hægt að boða ef 2/3 sambandsaðila óska þess. Einnig getur stjórn kallað til auka sambandsráðsfundar og skal fundurinn boðaður eftir lögum um boðun sambandsráðsfundar og skal fundarefni getið í fundarboði.

Samþykkt með 60 atkvæðum gegn engu.

 

11. grein

Stjórn UMFÍ skal skipuð sjö einstaklingum: Formanni, ritara, gjaldkera, varaformanni og þremur meðstjórnendum. Kosning stjórnar skal vera skrifleg. Formaður skal kosinn sérstaklega, en aðrir í stjórn í einu lagi. Til að atkvæðaseðill til stjórnarkjörs sé gildur verður að kjósa sex einstaklinga sem gefið hafa kost á sér til stjórnarkjörs.

Varastjórn skipa fjórir einstaklingar og skal hún kosin í einu lagi. Til að atkvæðaseðill til varastjórnarkjörs sé gildur verður að kjósa fjóra einstaklinga sem gefið hafa kost á sér til varastjórnarkjörs. Atkvæðafjöldi ræður röð varamanna og skal á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar dregið um röð þeirra séu atkvæði jöfn.

Sambandsþing UMFÍ skal kjósa fimm einstaklinga í kjörnefnd og tvo til vara, sem starfar til loka næsta Sambandsþings.

Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing. Einstaklingur sem býður sig fram til formanns getur jafnframt boðið sig fram til stjórnar og/eða varastjórnar á þinginu kjósi hann svo. Sama á við um einstakling sem býður sig fram til stjórnar og getur hann þá á þinginu boðið sig fram til varastjórnar.

Við stjórnarkjör skal leitast við að í kjöri séu fulltrúar frá hverju kjördæmi. Ef þessu markmiði hefur ekki verið náð, eftir að framboðsfrestur rennur út, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn um allt að 5 daga og skal sú ákvörðun tilkynnt sambandsaðilum. Heimilt er að bera fram tillögu um fleiri en einn úr hverju kjördæmi.

Kjörgengir til stjórnar og varastjórnar eru allir skattskyldir ungmennafélagar.

Stjórn kýs úr sínum hópi til eins árs í senn þrjá einstaklinga og einn til vara er skipa framkvæmdastjórn. Hlutverk framkvæmdastjórnar eru að fylgja eftir samþykktum stjórnar og afgreiða mál á milli stjórnarfunda.

Stjórn UMFÍ skal á hverju kjörtímabili halda a.m.k. einn stjórnarfund í hverjum landsfjórðungi.

Verkefni stjórnar skulu vera:

 • Stýra málefnum UMFÍ milli þinga.
 • Úrskurða ágreiningsmál þau sem skotið er til hennar.
 • Varðveita sjóði UMFÍ og leggja fram endurskoðaða reikninga til þings og sambandsráðsfundar.
 • Birta árlega skýrslu um gerðir, hag og horfur UMFÍ.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt samhljóða.

__________________________

 

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir eftirfarandi breytingar á 7., 9., 10. og 11. grein í lögum UMFÍ.

 

Greinargerð:

Tillögur að lagabreytingum eru settar fram til þess að lagfæra framsetningu og orðalag í flestum tilfellum.  Í 7.grein eru breyting á orðalagi.  Í 9.grein eru efnislegar viðbætur varðandi skil á kjörbréfum en að öðru leyti um breytingar á framsetningu og orðalagi að ræða en ekki efnislegar breytingar á fjölda fulltrúa. Stjórn leggur til breytingar á 10. grein varðandi sambandsráðsfund þar sem markmiðið er að skýra þær og samræma við reglur um Sambandsþing. Í 11.grein eru breytingar á orðalagi.

Viðbætur eru undirstrikaðar og skáletraðar en texti sem er fjarlægður er yfirstrikaður.

 

7. grein

Hvert aðildarfélag innan UMFÍ greiðir árgjald í sambandssjóð af hverjum skattskyldum félaga félagsmanni eftir ákvörðun Sambandsþings og skilar því fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Sambandsfélögin semja skýrslu um störf sín og hag við hver áramót og senda rafrænt í þar til gert félagaskýrslukerfi UMFÍ fyrir 15. apríl ár hvert.

 

9. grein

Sambandsþing UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ. Stjórn skal boða skriflega til Sambandsþings með a.m.k. 6 vikna fyrirvara og skal það haldið fyrir 15. nóvember annað hvert ár.

Skriflegt fundarboð (síðara fundarboð) með dagskrá, ársreikningi og upplýsingum um tillögur og mál sem leggja á fyrir Sambandsþing skal senda sambandsaðilum með eigi minna en tveggja vikna fyrirvara. Sambandsaðilar skulu skila inn kjörbréfum viku fyrir þing.

Sambandsaðilar kjósa fulltrúa til Sambandsþings miðað við fjölda skattskyldra félaga skv. félagatali í skráningarkerfi UMFÍ sem skal skila í síðasta lagi 15. apríl það ár sem þing er haldið sem hér segir:

1 fulltrúa fyrir 1-200 skattskylda félaga

2 fulltrúa fyrir 201 –1999 skattskylda félaga

3 fulltrúar fyrir 2000-2999 skattskylda félaga

4 fulltrúar fyrir 3000-3999 skattskylda félaga

5 fulltrúar fyrir 4000-4999 skattskylda félaga

6 fulltrúar fyrir 5000-5999 skattskylda félaga

7 fulltrúar fyrir 6000-6999 skattskylda félaga

8 fulltrúar fyrir 7000-7999 skattskylda félaga

9 fulltrúar fyrir 8000-8999 skattskylda félaga

10 fulltrúar fyrir 9000 og fleiri skattskylda félaga

1 fulltrúa fyrir 1–200 skattskyldra félaga.

1 fulltrúa fyrir 201–1000 skattskyldra félaga og síðan einn fulltrúa fyrir hverja 1000 skattskyldra félaga þar yfir en þó að Þingfulltrúar geta að hámarki verið 7 fulltrúar með beina aðild og 10 fulltrúar frá öðrum sambandsaðilum. Til viðbótar því sem að framan greinir skulu formenn íþróttahéraða eða staðgenglar vera sjálfkjörnir.

Sambandsþing er lögmætt ef löglega er til þess boðað og mættur er fullur helmingur réttkjörinna fulltrúa.

Verkefni Sambandsþings skulu m.a. vera:

 • Ræða skýrslur liðins kjörtímabils.
 • Afgreiða reikninga næstliðins reikningsárs, (almanaksárið), sem skulu áritaðir af löggiltum endurskoðanda.
 • Marka stefnu UMFÍ á komandi árum.
 • Kjósa formann UMFÍ, 6 fulltrúa í stjórn stjórnarmenn og 4 fulltrúa í varastjórn. varastjórnarmenn
 • Kjósa 5 fulltrúa og 2 fulltrúa til vara aðalmenn og tvo varamenn í kjörnefnd,
 • Afgreiða fjárhagsáætlun næsta árs.
 • Velja endurskoðunarfélag fyrir UMFÍ

Aukaþing er hægt að boða ef 2/3 sambandsaðila óska þess og skal það þá boðað eftir lögum um boðun Sambandsþings.

 

10. grein

Sambandsráð UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ á milli Sambandsþinga. Sambandsráð er skipað formönnum sambandsaðila UMFÍ eða varamönnum þeirra, ásamt stjórn UMFÍ eða varamönnum hennar.

Stjórn skal boða skriflega til sambandsráðsfundar með a.m.k. 4 vikna fyrirvara og skal hann haldinn fyrir 15. nóvember annað hvert ár.

Verkefni sambandsráðsfundar skulu vera:

 • Ræða skýrslur næstliðins árs.
 • Afgreiða reikninga liðins árs, sem skulu áritaðir af löggiltum endurskoðanda.

Greiði einhver fulltrúi á sambandsráðsfundi atkvæði gegn því að reikningar séu samþykktir, þá skulu þeir lagðir fyrir næsta Sambandsþing til afgreiðslu.

 • Afgreiða fjárhagsáætlun næsta árs.
 • Velja endurskoðunarfélag fyrir UMFÍ
 • Ræða viðfangsefni UMFÍ milli þinga.

Auka sambandsráðsfund er hægt að boða ef 2/3 sambandsaðila óska þess. Einnig getur stjórn kallað til auka sambandsráðsfundar og skal fundurinn boðaður eftir lögum um boðun sambandsráðsfunds.

 

11. grein

Stjórn UMFÍ skal skipuð sjö einstaklingum: Formanni, ritara, gjaldkera, varaformanni og þremur meðstjórnendum. Kosning stjórnar skal vera skrifleg. Formaður skal kosinn sérstaklega, en aðrir í stjórn stjórnarmenn í einu lagi. Til að atkvæðaseðill til stjórnarkjörs sé gildur verður að kjósa sex einstaklinga sem gefið hafa kost á sér til stjórnarkjörs.

Varastjórn skipa fjórir einstaklingar og skal hún kosin í einu lagi. Til að atkvæðaseðill til varastjórnarkjörs sé gildur verður að kjósa fjóra einstaklinga sem gefið hafa kost á sér til varastjórnarkjörs. Atkvæðafjöldi ræður röð varamanna og skal á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar dregið um röð þeirra séu atkvæði jöfn.

Sambandsþing UMFÍ skal kjósa fimm einstaklinga í kjörnefnd og tvo til vara, sem starfar til loka næsta Sambandsþings.

Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing. Einstaklingur sem býður sig fram til formanns getur jafnframt boðið sig fram til stjórnar og/eða varastjórnar á þinginu kjósi hann svo. Sama á við um einstakling sem býður sig fram til stjórnar og getur hann þá á þinginu boðið sig fram til varastjórnar.

Við stjórnarkjör skal leitast við að í kjöri séu fulltrúar frá hverju kjördæmi. Ef þessu markmiði hefur ekki verið náð, eftir að framboðsfrestur rennur út, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn um allt að 5 daga og skal sú ákvörðun tilkynnt sambandsaðilum. Heimilt er að bera fram tillögu um fleiri en einn úr hverju kjördæmi.

Kjörgengir til stjórnar og varastjórnar eru allir skattskyldir ungmennafélagar.

Stjórn kýs úr sínum hópi til eins árs í senn þrjá einstaklinga og einn til vara er skipa framkvæmdastjórn. Hlutverk framkvæmdastjórnar eru að fylgja eftir samþykktum stjórnar og afgreiða mál á milli stjórnarfunda.

Stjórn UMFÍ skal á hverju kjörtímabili halda a.m.k. einn stjórnarfund í hverjum landsfjórðungi.

Verkefni stjórnar skulu vera:

 • Stýra málefnum UMFÍ milli þinga.
 • Úrskurða ágreiningsmál þau sem skotið er til hennar.
 • Varðveita sjóði UMFÍ og leggja fram endurskoðaða reikninga til þings og sambandsráðsfundar.
 • Birta árlega skýrslu um gerðir, hag og horfur UMFÍ.

 

Vísað til: Laganefnd

Þingskjal 5. Áskorun til stjórnvalda

Tillaga úr nefnd

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að skora á stjórnvöld og nýja ríkisstjórn að veita forystu átaki á landsvísu með íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni til þess að efla lýðheilsu landsmanna.

 

Greinargerð:

UMFÍ og ÍSÍ skipuðu vinnuhóp sem hefur skilað skýrslu um átaksverkefni til þess að efla lýðheilsu landsmanna.

Verkefnið yrði samstarfsverkefni stjórnvalda og íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar ásamt fleiri samstarfsaðilum.

Í vinnu starfshópsins var horft til sambærilegs verkefnis sem komið var af stað í samvinnu átta ráðuneyta í Danmörku við þarlendu íþróttasamtökin DIF og DGI.

Starfsemi, þekking og aðstaða í íþrótta- og ungmennafélögum um allt land er gríðarlega mikil og öflug og því er frábært tækifæri til þess að efla og bæta lýðheilsu landsmanna á sama tíma og starfsemi félaganna yrði efld enn frekar en nú er og þjónustuframboð þeirra fjölbreyttara.

 

Samþykkt samhljóða.

__________________________

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að skora á stjórnvöld og nýja ríkisstjórn að veita forystu átaki á landsvísu með íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni til þess að efla lýðheilsu landsmanna.

 

Greinargerð:

UMFÍ og ÍSÍ skipuðu vinnuhóp sem hefur skilað skýrslu um átaksverkefni til þess að efla lýðheilsu landsmanna.

Verkefnið yrði samstarfsverkefni stjórnvalda og íþrótta- og ungmennafélags-hreyfingarinnar ásamt fleiri samstarfsaðilum.

Í vinnu starfshópsins var horft til sambærilegs verkefnis sem komið var af stað í samvinnu átta ráðuneyta í Danmörku við þarlendu íþróttasamtökin DIF og DGI.

Starfsemi, þekking og aðstaða í íþrótta- og ungmennafélögum um allt land er gríðarlega mikil og öflug og því er frábært tækifæri til þess að efla og bæta lýðheilsu landsmanna á sama tíma og starfsemi félaganna yrði efld enn frekar en nú er og þjónustuframboð þeirra fjölbreyttara.

 

Vísað til: Allsherjarnefnd

Þingskjal 6. Reglugerð um fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Tillaga úr nefnd

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir eftirfarandi breytingar á reglugerð um Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

 

Greinargerð:

Tillögur að breytingum eru gerðar í framhaldi af tillögum og ábendingum sem borist hafa frá aðildarfélögum og sjóðsstjórn. Einnig er um að ræða samræmingu á reglugerðum umhverfissjóðs og fræðslu- og verkefnasjóðs.

Viðbætur eru undirstrikaðar og skáletraðar en texti sem er fjarlægður er yfirstrikaður.

 

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

 1. grein – Heiti sjóðsins

Sjóðurinn heitir Fræðslu- og verkefnasjóður Ungmennafélags Íslands.

 1. grein – Tilgangur

Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

 1. grein – Skipan og hlutverk stjórnar

Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur einstaklingum og einum til vara. Stjórn UMFÍ skipar stjórn sjóðsins milli þinga. Kjörtímabil sjóðsstjórnar er samhliða kjörtímabili stjórnar UMFÍ, eða tvö ár. Verkefni sjóðsstjórnar er að úthluta fé úr sjóðnum og fylgjast með nýtingu styrkja.

Sjóðsstjórn setur sér nánari vinnureglur varðandi úthlutun.

 1. grein – Fjármagn

Tekjur sjóðsins skulu vera ákveðinn hundraðshluti af lottótekjum samkvæmt reglugerð um úthlutun lottótekna, nú 7%, frjáls framlög einstaklinga og félaga, eigin vaxtatekjur og aðrar fjáraflanir sem henta þykja hverju sinni. Sjóðsstjórn er heimilt að leita eftir viðbótarfjármagni frá öðrum aðilum.

 1. grein – Umsóknir

Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári. Umsóknir skulu berast skrifstofu UMFÍ, á þar til gerðu eyðublaði. Skilafrestur umsókna er annars vegar til og með 1. maí og hins vegar til og með 1. nóvember ár hvert. Sjóðsstjórn skal úthluta úr sjóðnum í síðasta lagi mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Fyrir hverja úthlutun skal auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með því að senda kynningarpóst á sambandsaðila, setja auglýsingu á vef UMFÍ og á öðrum opinberum vettvangi . Í auglýsingum eftir umsóknum í sjóðinn skal fylgja með slóð á vefsíðu UMFÍ. Þar komi fram nánari upplýsingar um sjóðinn, og yfirlit yfir þá styrkþega, styrkupphæðir og verkefni sem hafa hlotið styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að afla sér nánari upplýsinga en þeirra sem fram koma á umsóknareyðublaði og leita umsagna annarra aðila. Sjóðsstjórn metur hverja umsókn til samþykktar eða synjunar. Verði umsókn samþykkt til styrkveitingar skal sjóðsstjórnin ákveða hversu háan styrk viðkomandi verkefni hlýtur. Umsækjendur geta óskað eftir rökstuðningi sjóðsstjórnar við sinni umsókn.

 1. grein – Skilyrði

Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra.

Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlegra verkefna hreyfingarinnar.

Sjóðurinn styrkir ekki tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga. Sjóðsstjórn er heimilt að kveða nánar á um þetta í vinnureglum sínum, sbr. 3. gr.

 1. grein – Uppgjör

 Öllum sem hljóta styrk úr sjóðnum er skylt skila skýrslu til UMFÍ eftir að verkefninu lýkur, um nýtingu styrksins, fyrirkomulag, helstu efnisatriði og árangur. Skýrslunni skal einnig fylgja afrit af reikningum fyrir útlögðum kostnaði.  Hafi styrkur ekki verið sóttur 24 mánuðum eftir úthlutun fellur hann niður.

 1. grein – Reikningar sjóðsins

Sjóðsstjórn skal skila skýrslu til stjórnar UMFÍ þar sem m.a. er gerð grein fyrir styrkveitingum og fjárreiðum sjóðsins. Rekstrar- og efnahagsreikningur sjóðsins skal birta árlega í ársskýrslu UMFÍ, sem lögð er fram á Sambandsþingi og sambandsráðsfundi.

Það endurskoðunarfélag sem sinnir endurskoðun reikninga UMFÍ hverju sinni, er jafnframt endurskoðunarfélag sjóðsins.

 1. 9. grein – Gildistími og breytingar

 Reglugerð þessari verður aðeins breytt á Sambandsþingi UMFÍ og þarf að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða.

Samþykkt á 52. Sambandsþingi UMFÍ 2021 á Húsavík. Tekur gildi 1.1.2022

 

Samþykkt samhljóða.

__________________________

 

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir eftirfarandi breytingar á reglugerð um Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Greinargerð:

Tillögur að breytingum eru gerðar í framhaldi af tillögum og ábendingum sem borist hafa frá aðildarfélögum og sjóðsstjórn. Einnig er um að ræða samræmingu á reglugerðum umhverfissjóðs og fræðslu- og verkefnasjóðs.

Viðbætur eru undirstrikaðar og skáletraðar en texti sem er fjarlægður er yfirstrikaður.

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

1. grein – Heiti sjóðsins

Sjóðurinn heitir Fræðslu- og verkefnasjóður Ungmennafélags Íslands.

 

2. grein – Tilgangur

Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

 

3. grein – Skipan og hlutverk stjórnar

Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum og einum til vara. Stjórn UMFÍ skipar stjórn sjóðsins milli þinga. Kjörtímabil sjóðsstjórnar er samhliða kjörtímabili stjórnar UMFÍ, eða tvö ár. Verkefni sjóðsstjórnar er að úthluta fé úr sjóðnum og fylgjast með nýtingu styrkja.

Sjóðsstjórn ákveður styrkupphæð styrkja hverju sinni og setur sér nánari vinnureglur varðandi úthlutun.

 

4. grein – Fjármagn

Tekjur og ráðstöfunarfé sjóðsins skulu vera ákveðinn hundraðshluti af lottótekjum samkvæmt reglugerð um úthlutun lottótekna, nú 7%, frjáls framlög einstaklinga og félaga, eigin vaxtatekjur og aðrar fjáraflanir sem henta þykja hverju sinni. Sjóðsstjórn er heimilt að leita eftir viðbótarfjármagni frá öðrum aðilum.

 

5. grein – Umsóknir

Úthlutun úr sjóðnum fer fram tvisvar á ári. Umsóknir skulu berast skrifstofu UMFÍ, á þar til gerðu eyðublaði. Skilafrestur umsókna er annars vegar til og með 1. maí og hins vegar til og með 1. nóvember ár hvert.þurfa að berast til og með 1. apríl og til og með 1. október. Sjóðsstjórn skal úthluta úr sjóðnum í síðasta lagi mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Sjóðsstjórn ákveður styrkupphæð hverju sinni og setur sér nánari vinnureglur varðandi úthlutun.

Fyrir hverja úthlutun skal sjóðsstjórn auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með því að senda kynningarpóst á sambandsaðila, setja auglýsingu á vef UMFÍ og á öðrum opinberum vettvangi í fjölmiðla. Í auglýsingum eftir umsóknum í sjóðinn skal fylgja með slóð á vefsíðu UMFÍ. Þar komi fram nánari upplýsingar um sjóðinn, og yfirlit yfir þá styrkþega, styrkupphæðir og verkefni sem hafa hlotið styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að afla sér nánari upplýsinga en þeirra sem fram koma á umsóknareyðublaði og leita umsagna annarra aðila. Sjóðsstjórn metur hverja umsókn til samþykktar eða synjunar. Verði umsókn samþykkt til styrkveitingar skal sjóðsstjórnin ákveða hversu háan styrk viðkomandi verkefni hlýtur. Sjóðsstjórn er ekki skylt að rökstyðja ákvarðanir sínar.

 

6. grein – Skilyrði

Rétt til styrkveitingar að sækja um styrk úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virkir í starfi og deildir innan þeirra. hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild.

Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlegra verkefna hreyfingarinnar.

Sjóðurinn styrkir ekki tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga. Sjóðsstjórn er heimilt að kveða nánar á um þetta í vinnureglum sínum, sbr. 3. gr.

 

7. grein – Uppgjör

Allir Öllum sem hljóta styrk úr sjóðnum er skylt skulu skila skýrslu til UMFÍ eftir að verkefninu lýkur, um nýtingu styrksins, fyrirkomulag, helstu efnisatriði og árangur. Skýrslunni skal einnig fylgja afrit af reikningum fyrir útlögðum kostnaði. Styrkir eru einungis greiddir út til félaga innan UMFÍ, ekki til einstaklinga. Hafi styrkur ekki verið sóttur 1224 mánuðum eftir úthlutun fellur hann niður.

 

8. grein – Reikningar sjóðsins

Sjóðsstjórn skal skila skýrslu til stjórnar UMFÍ þar sem m.a. sé er gerð grein fyrir styrkveitingum og fjárreiðum sjóðsins. Rekstrar- og efnahagsreikningur sjóðsins skal birta árlega í ársskýrslu UMFÍ, sem lögð er fram á Sambandsþingi og sambandsráðsfundi.

Það endurskoðunarfélag sem sinnir endurskoðun reikninga UMFÍ hverju sinni, er jafnframt endurskoðunarfélag sjóðsins.

 

9. grein

Skoðunarmenn UMFÍ eru jafnframt skoðunarmenn reikninga sjóðsins.

 

109. grein – Gildistími og breytingar

Breytingar á reglugerð þessari skulu samþykktar af stjórn UMFÍ. Reglugerð þessari verður aðeins breytt á Sambandsþingi UMFÍ og þarf að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða.

 

Samþykkt á 5052. Sambandsþingi UMFÍ 2017 2021 á Hallormsstað Húsavík.

 

Vísað til: Laganefnd.

Þingskjal 7. Reglugerð um umhverfissjóð UMFÍ

Tillaga úr nefnd

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir eftirfarandi breytingar á reglugerð um Umhverfissjóð UMFÍ, minningarsjóð Pálma Gíslasonar

Greinargerð: Tillögur að breytingum eru gerðar í framhaldi af tillögum og ábendingum sem borist hafa frá aðildarfélögum og sjóðsstjórn. Einnig er um að ræða samræmingu á reglugerðum um umhverfissjóð og fræðslu- og verkefnasjóð.

Viðbætur eru undirstrikaðar og skáletraðar en texti sem er fjarlægður er yfirstrikaður.

 1. grein - Heiti sjóðsins

Sjóðurinn heitir „Umhverfissjóður UMFÍ – Minningarsjóður Pálma Gíslasonar“ en Pálmi var formaður UMFÍ 1979–1993. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík. Sjóðurinn er vistaður hjá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ), Sigtúni 42, 105 Reykjavík. UMFÍ sér um að ávaxta sjóðinn á sem hagkvæmastan hátt.

 1. grein - Tilgangur sjóðsins

Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni félaga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Horfa skal til verkefna er tengjast yngra fólki og verkefna sem stuðla að auknum tengslum við náttúru landsins.

Líta ber til misjafns aðgengis félaga að fjármagni til verkefna og að mótframlagi félaga heima í héraði til verkefna, auk nýjunga í umhverfisverndun og nýtingu.

 1. grein. - Um sjóðinn

Stofnendur sjóðsins eru fjölskylda Pálma Gíslasonar, ungmennafélagshreyfingin og aðrir velunnarar.

Höfuðstóll sjóðsins skal eigi vera lægri en 5.000.000 kr. og vera tengdur vísitölu neysluverðs í október 2015. Sjóðnum skulu tryggðar að lágmarki  1.200.000 kr. árlega sem greiddar verði af UMFÍ. Framlag UMFÍ er ákveðið í fjárhagsáætlun ár hvert.

Sjóðsstjórn er heimilt að leita eftir viðbótarfjármagni frá öðrum aðilum.

 1. grein - Skipan og hlutverk sjóðsins

Sjóðsstjórn skal skipuð einum fulltrúa frá fjölskyldu Pálma Gíslasonar, formanni UMFÍ og þremur fulltrúum skipuðum af stjórn UMFÍ.

Kjörtímabil sjóðsstjórnar er samhliða kjörtímabili stjórnar UMFÍ, eða tvö ár. Verkefni sjóðsstjórnar er að úthluta fé úr sjóðnum og fylgjast með nýtingu styrkja.

Sjóðsstjórn ákveður styrkupphæð hverju sinni og setur sér nánari vinnureglur varðandi úthlutun.

 1. grein - Umsóknir

Úthlutað skal úr sjóðnum einu sinni á ári. Umsóknir skulu berast skrifstofu UMFÍ, á þar til gerðu eyðublaði.

Skilafrestur umsókna er til og með 15. apríl ár hvert. Sjóðsstjórn skal úthluta úr sjóðnum í síðasta lagi mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út. Skilyrði til styrkveitingar úr sjóðnum er að styrkþegi sé félag í UMFÍ og að verkefnið sé umhverfisverkefni.

Fyrir hverja úthlutun skal auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með því að senda kynningarpóst á sambandsaðila, setja auglýsingu á vef UMFÍ og á öðrum opinberum vettvangi. Í auglýsingum eftir umsóknum í sjóðinn skal fylgja með slóð á vefsíðu UMFÍ. Þar komi fram nánari upplýsingar um sjóðinn, og yfirlit yfir þá styrkþega, styrkupphæðir og verkefni sem hafa hlotið styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að afla sér nánari upplýsinga en þeirra sem fram koma á umsóknareyðublaði og leita umsagna annarra aðila. Sjóðsstjórn metur hverja umsókn til samþykktar eða synjunar. Verði umsókn samþykkt til styrkveitingar skal sjóðsstjórnin ákveða hversu háan styrk viðkomandi verkefni hlýtur. Umsækjendur geta óskað eftir rökstuðningi sjóðsstjórnar við sinni umsókn.

 1. grein – Skilyrði

Rétt til að sækja um styrk úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlegra verkefna hreyfingarinnar.

 1. grein - Uppgjör

Öllum sem hljóta styrk úr sjóðnum er skylt skila skýrslu til UMFÍ eftir að verkefninu lýkur, um nýtingu styrksins, fyrirkomulag, helstu efnisatriði og árangur. Skýrslunni skal einnig fylgja afrit af reikningum fyrir útlögðum kostnaði. Styrkir eru einungis greiddir út til félaga innan UMFÍ, ekki til einstaklinga. Hafi styrkur ekki verið sóttur 24 mánuðum eftir úthlutun fellur hann niður.

 1. grein - Reikningar sjóðsins

Sjóðsstjórn skal skila skýrslu til stjórnar UMFÍ þar sem m.a. er gerð grein fyrir styrkveitingum og fjárreiðum sjóðsins. Rekstrar- og efnahagsreikning sjóðsins skal birta árlega í ársskýrslu UMFÍ, sem lögð er fram á Sambandsþingi og sambandsráðsfundi.

Það endurskoðunarfélag sem sinnir endurskoðun reikninga UMFÍ hverju sinni, er jafnframt endurskoðunarfélag sjóðsins.

 1. grein - Gildistími og breytingar

 Reglugerð þessi tekur þegar gildi. Breytingar á reglugerðinni þurfa að hljóta samþykki einfalds meirihluta á Sambandsþingi UMFÍ.

Samþykkt á 52. Sambandsþingi UMFÍ 2021 á Húsavík.

 

Samþykkt samhljóða.

___________________________

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir eftirfarandi breytingar á reglugerð um Umhverfissjóð UMFÍ, minningarsjóð Pálma Gíslasonar

Greinargerð:

Tillögur að breytingum eru gerðar í framhaldi af tillögum og ábendingum sem borist hafa frá aðildarfélögum og sjóðsstjórn. Einnig er um að ræða samræmingu á reglugerðum um umhverfissjóð og fræðslu- og verkefnasjóð.

Viðbætur eru undirstrikaðar og skáletraðar en texti sem er fjarlægður er yfirstrikaður.

 

1. grein - Heiti sjóðsins

Sjóðurinn heitir „Umhverfissjóður UMFÍ – Minningarsjóður Pálma Gíslasonar“ en Pálmi var formaður UMFÍ 1979–1993. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík. Sjóðurinn er vistaður hjá Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ), Sigtúni 42, 105 Reykjavík. UMFÍ sér um að ávaxta sjóðinn á sem hagkvæmastan hátt.

 

2. grein - Tilgangur sjóðsins

Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Horfa skal til verkefna er tengjast yngra fólki og verkefna sem stuðla að auknum tengslum við náttúru landsins.

Líta ber til misjafns aðgengis félaga að fjármagni til verkefna og að mótframlagi félaga heima í héraði til verkefna, auk nýjunga í umhverfisverndun og nýtingu.

 

3. grein. - Um sjóðinn

Stofnendur sjóðsins eru fjölskylda Pálma Gíslasonar, ungmennafélagshreyfingin og aðrir velunnarar.

Höfuðstóll sjóðsins skal eigi vera lægri en 5.000.000 kr. og vera tengdur vísitölu neysluverðs í október 2015. Sjóðnum skulu tryggðar að lágmarki 600.000 kr. árlega sem greiddar verði af UMFÍ. Framlag UMFÍ er ákveðið í fjárhagsáætlun ár hvert.

 

4. grein - Skipan og hlutverk sjóðsins

Sjóðsstjórn skal skipuð einum fulltrúa frá fjölskyldu Pálma Gíslasonar, formanni UMFÍ og þremur fulltrúum skipuðum af stjórn UMFÍ, þar af að minnsta kosti einum frá Umhverfisnefnd.

Kjörtímabil sjóðsstjórnar er samhliða kjörtímabili stjórnar UMFÍ, eða tvö ár. Verkefni sjóðsstjórnar er að úthluta fé úr sjóðnum og fylgjast með nýtingu styrkja.

Sjóðsstjórn ákveður styrkupphæð styrkja hverju sinni og setur sér nánari vinnureglur varðandi úthlutun.

 

5. grein - Umsóknir

Úthlutað skal úr sjóðnum einu sinni á ári. Úthlutunarreglur: Umsóknir skulu berast skrifstofu UMFÍ, á þar til gerðu eyðublaði. á umsóknarblöðum sem finnast á heimasíðu UMFÍ og skilast til þjónustumiðstöðvar UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Skilafrestur umsókna er Umsóknir skulu berast fyrir til og með 15. apríl ár hvert. Sjóðsstjórn skal úthluta úr sjóðnum í síðasta lagi mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út. Tilkynnt skal um styrkveitingar fyrir 15. maí sama ár. Skilyrði þess að geta fengið styrk úr sjóðnum er að styrkþegi sé félagi/félag í UMFÍ og að verkefnið sé umhverfisverkefni.

Auglýst skal eftir styrkþegum á heimasíðu UMFÍ, Skinfaxa og öðrum málgögnum UMFÍ. Ekki skal úthlutað meiru en sem nemur 90% af árlegri ávöxtun sjóðsins. Fyrir hverja úthlutun skal auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn með því að senda kynningarpóst á sambandsaðila, setja auglýsingu á vef UMFÍ og á öðrum opinberum vettvangi. Í auglýsingum eftir umsóknum í sjóðinn skal fylgja með slóð á vefsíðu UMFÍ. Þar komi fram nánari upplýsingar um sjóðinn, og yfirlit yfir þá styrkþega, styrkupphæðir og verkefni sem hafa hlotið styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að afla sér nánari upplýsinga en þeirra sem fram koma á umsóknareyðublaði og leita umsagna annarra aðila. Sjóðsstjórn metur hverja umsókn til samþykktar eða synjunar. Verði umsókn samþykkt til styrkveitingar skal sjóðsstjórnin ákveða hversu háan styrk viðkomandi verkefni hlýtur. Sjóðsstjórn er ekki skylt að rökstyðja ákvarðanir sínar.

 

6. grein – Skilyrði

Rétt til að sækja um styrk úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virkir í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlegra verkefna hreyfingarinnar.

 

7. grein - Uppgjör

 Allir Öllum sem hljóta styrk úr sjóðnum er skylt skulu  skýrslu til UMFÍ eftir að verkefninu lýkur, um nýtingu styrksins, fyrirkomulag, helstu efnisatriði og árangur. Skýrslunni skal einnig fylgja afrit af reikningum fyrir útlögðum kostnaði. Styrkir eru einungis greiddir út til félaga innan UMFÍ, ekki til einstaklinga. Hafi styrkur ekki verið sóttur 12 24 mánuðum eftir úthlutun fellur hann niður.

Allir sem hljóta styrk úr sjóðnum skulu skila skýrslu til sjóðsstjórnar um nýtingu styrksins, fyrirkomulag og árangur, fyrir lokagreiðslu, sem ekki sé meiri en 30% af styrknum.

 

7. 8. grein - Reikningar sjóðsins

Sjóðsstjórn skal skila árlega skýrslu til stjórnar UMFÍ þar sem m.a. er gerð grein fyrir styrkveitingum og fjárreiðum sjóðsins. Rekstrar- og efnahagsreikning sjóðsins  Skýrsluna skal birta árlega í ársskýrslu UMFÍ, sem lögð er fram á Sambandsþingi og sambandsráðsfundi.

Það endurskoðunarfélag sem sinnir endurskoðun reikninga UMFÍ hverju sinni, er jafnframt endurskoðunarfélag sjóðsins.

 

8. grein.

Skoðunarmenn UMFÍ eru jafnframt skoðunarmenn reikninga sjóðsins.

 

9. grein.

Höfuðstóll sjóðsins skal eigi vera lægri en 5.000.000 kr. og vera tengdur vísitölu neysluverðs í október 2015. Sjóðnum skulu tryggðar að lágmarki 600.000 kr. árlega sem greiddar verði af UMFÍ. Framlag UMFÍ er ákveðið af stjórn ár hvert.

 

9. grein - Gildistími og breytingar

Breytingar á reglugerð þessari skulu samþykktar af stjórn UMFÍ. Reglugerð þessi tekur þegar gildi. Breytingar á reglugerðinni þurfa að hljóta samþykki einfalds meirihluta á Sambandsþingi UMFÍ.

 

Samþykkt á 5052. Sambandsþingi UMFÍ 2017 2021 á Hallormsstað Húsavík.

 

Vísað til: Laganefnd.

Þingskjal 8. Aðild að UMFÍ

Tillaga úr nefnd

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að vísa eftirfarandi félögum með beina aðild úr samtökunum í samræmi við 5. grein laga UMFÍ.

Ungmennafélagið Óðinn

Ungmennafélagið Víkverji

 

Greinargerð:

Félögin hafa hvorki tekið þátt í starfi samtakanna né skilað gögnum til þeirra að minnsta kosti síðastliðin 10 ár.

 

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema tveimur.

__________________________

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að vísa eftirfarandi félögum með beina aðild úr samtökunum í samræmi við 5. grein laga UMFÍ.

Ungmennafélagið Óðinn

Ungmennafélagið Víkverji

 

Greinargerð:

Félögin hafa hvorki tekið þátt í starfi samtakanna né skilað gögnum til þeirra að minnsta kosti síðastliðin 10 ár.

 

Vísað til: Allsherjarnefnd.

Þingskjal 9. Aðild að UMFÍ

Tillaga úr nefnd

52.Sambandsþing UMFÍ, haldið á Húsavík 15.-17.október 2021 samþykkir að veita stjórn UMFÍ heimild til að samþykkja þau íþróttabandalög sem sambandsaðila sem ekki eru aðilar að samtökunum í dag ef umsókn þeirra um inngöngu berst.

 

Greinargerð:

Samkvæmt 6.gr. laga nr. 64/1998 í íþróttalögum annast ÍSÍ og UMFÍ skiptingu og breytingu á íþróttahéruðum. Þá er meðal markmiða í íþróttastefnu að íþróttahéruð verði endurskipulögð og hlutverk þeirra skilgreind að nýju. Eigi UMFÍ að sinna uppbyggingu og stjórnskipulagi þeirra telur stjórn UMFÍ æskilegt að íþróttahéruðin séu öll aðilar að samtökunum.

Stjórn UMFÍ styður að öll íþróttahéruð landsins eigi aðild að UMFÍ og telur marga kosti fylgja því að öll íþróttahéruð séu innan samtakanna. Fjögur íþróttahéruð (íþróttabandalög) af 25 eiga ekki aðild að UMFÍ en þó eru félög á starfssvæði þeirra með aðild að UMFÍ.

Bent hefur verið á mikilvægi þess að fá fram sjónarmið allra íþróttahéraða í ljósi þeirra breytinga sem þarf að vinna að varðandi íþróttastefnuna og íþróttahéruð en einnig varðandi skiptingu fjármuna frá Íslenskri getspá og Íslenskum getraunum.  Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að ekki hefur borist umsókn s.s. Covid tímabilið, ekki er fyrirliggjandi samþykki þings/stjórnar viðkomandi bandalaga til umsóknar.

 

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

__________________________

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52.Sambandsþing UMFÍ, haldið á Húsavík 15.-17.október 2021 samþykkir að veita stjórn UMFÍ heimild til að samþykkja þau íþróttabandalög sem sambandsaðila sem ekki eru aðilar að samtökunum í dag ef umsókn þeirra um inngöngu berst.

 

Greinargerð:

Samkvæmt 6.gr. laga nr. 64/1998 í íþróttalögum annast ÍSÍ og UMFÍ skiptingu og breytingu á íþróttahéruðum. Þá er meðal markmiða í íþróttastefnu að íþróttahéruð verði endurskipulögð og hlutverk þeirra skilgreind að nýju. Eigi UMFÍ að sinna uppbyggingu og stjórnskipulagi þeirra telur stjórn UMFÍ æskilegt að íþróttahéruðin séu öll aðilar að samtökunum.

Stjórn UMFÍ styður að öll íþróttahéruð landsins eigi aðild að UMFÍ og telur marga kosti fylgja því að öll íþróttahéruð séu innan samtakanna. Fjögur íþróttahéruð (íþróttabandalög) af 25 eiga ekki aðild að UMFÍ en þó eru félög á starfssvæði þeirra með aðild að UMFÍ.

Bent hefur verið á mikilvægi þess að fá fram sjónarmið allra íþróttahéraða í ljósi þeirra breytinga sem þarf að vinna að varðandi íþróttastefnuna og íþróttahéruð en einnig varðandi skiptingu fjármuna frá Íslenskri getspá og Íslenskum getraunum.  Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að ekki hefur borist umsókn s.s. Covid tímabilið, ekki er fyrirliggjandi samþykki þings/stjórnar viðkomandi bandalaga til umsóknar.

 

Vísað til: Allsherjarnefnd.

Þingskjal 10. Getspá og getraunir

Tillaga úr nefnd

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 hvetur sambandsaðila til þess að standa vörð um starfsemi fyrirtækjanna Íslenskrar getspár og Íslenskar getraunir. Þingið skorar á yfirvöld að grípa til aðgerða gegn ólöglegri starfsemi veðmálafyrirtækja hér á landi.

 

Greinargerð: 

Íslensk getspá og Íslenskar getraunir eru mikilvæg tekjuöflun fyrir hreyfinguna og hafa greiðslur til hreyfingarinnar aldrei verið hærri en undanfarna mánuði. Engu að síður eru veðmálafyrirtæki með starfsemi hér á landi án þess að hafa tilskilin leyfi. Í ljósi þessa eru yfirvöld hvött til að grípa til aðgerða gegn þessum fyrirtækjum sem greiða ekki skatta eða skyldur til samfélagsins hér á landi. 

 

Samþykkt samhljóða.

 

_____________________________

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 hvetur sambandsaðila til þess að standa vörð um starfsemi fyrirtækjanna Íslenskrar getspár og Íslenskar getraunir. Þingið skorar á yfirvöld að grípa til aðgerða gegn ólöglegri starfsemi veðmálafyrirtækja hér á landi.

 

Greinargerð: 

Íslensk getspá og Íslenskar getraunir eru mikilvæg tekjuöflun fyrir hreyfinguna og hafa greiðslur til hreyfingarinnar aldrei verið hærri en undanfarna mánuði. Engu að síður eru veðmálafyrirtæki með starfsemi hér á landi án þess að hafa tilskilin leyfi. Í ljósi þessa eru yfirvöld hvött til að grípa til aðgerða gegn þessum fyrirtækjum sem greiða ekki skatta eða skyldur til samfélagsins hér á landi. 

 

Vísað til: Fjárhagsnefnd.

Þingskjal 11. Endurskounarfélag

Tillaga úr nefnd

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að BDO ehf. sjái um endurskoðun UMFÍ fyrir árið 2021.

 

Greinargerð:

Tillagan er lögð fram í samræmi við 9. grein laga UMFÍ þar sem kveðið er á um að á meðal verkefna þings sé að kjósa endurskoðunarfélag samtakanna.

 

Samþykkt samhljóða.

__________________________

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að BDO ehf. sjái um endurskoðun UMFÍ fyrir árið 2021.

 

Greinargerð:

Tillagan er lögð fram í samræmi við 9. grein laga UMFÍ þar sem kveðið er á um að á meðal verkefna þings sé að kjósa endurskoðunarfélag samtakanna.

 

Vísað til: Fjárhagsnefnd.

Þingskjal 12. Árgjald

Tillaga úr nefnd

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að innheimta ekki árgjald af skattskyldum félögum árið 2022.

 

Greinargerð:

Tillagan er lögð fram í samræmi við 7. grein laga UMFÍ þar sem kveðið er á um að meðal verkefna þings sé að ákveða árgjald sambandsaðila og aðildarfélaga.

 

Samþykkt samhljóða.

_______________________

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir að innheimta ekki árgjald af skattskyldum félögum árið 2022.

 

Greinargerð:

Tillagan er lögð fram í samræmi við 7. grein laga UMFÍ þar sem kveðið er á um að meðal verkefna þings sé að ákveða árgjald sambandsaðila og aðildarfélaga.

 

Vísað til: Fjárhagsnefnd.

Þingkjal 13. Reglugerð um lottó og lottóúthlutanir

Tillaga úr nefnd

Tillaga kom ekki úr nefnd.

Sjá nýja tillögu í þingskjali 15.

_______________________________

 

Tillaga frá stjórn UMFÍ

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021 samþykkir eftirfarandi breytingar á reglugerð um lottóreglur og lottóúthlutanir.

Greinargerð:  

Á Sambandsþingi UMFÍ 2019 var aðild íþróttabandalaga að UMFÍ samþykkt. Í tengslum við aðildina var samþykkt eftirfarandi breyting á reglugerð um lottó.

VII. Nýir sambandsaðilar. Reglur þessar eiga eingöngu við um þau héraðssambönd, ungmennasambönd og ungmennafélög með beina aðild sem voru aðilar að UMFÍ hinn 31. desember 2018. Aðrir sambandsaðilar að UMFÍ fá ekki úthlutað lottófé frá UMFÍ. Þegar náðst hefur samkomulag um samræmdar reglur um skiptingu lottóágóða sem gildi bæði fyrir sambandaaðila UMFÍ og ÍSÍ, skal breyta reglum þessum til samræmis við það samkomulag en til þess þarf aukinn meirihluta á Sambandsþingi UMFÍ, í samræmi við 16. grein laga UMFÍ.

Nefnd sem í sitja fulltrúar ÍSÍ og UMFÍ hefur verið að störfum frá árinu 2019. Nefndin hefur skoðað málið frá mörgum hliðum. Nefndin vinnur að sameiginlegri lausn þar sem jafnræði og réttlæti innan íþróttahreyfingarinnar er leiðarljós í störfum nefndarinnar.

Meðfylgjandi tillaga byggir á sömu forsendum og tillagan sem er til afgreiðslu á þingi ÍSÍ enda er markmiðið að vinna að sameiginlegri niðurstöðu og því eðlilegt að sama tillagan sé til umfjöllunar hjá báðum samtökum.

Nefndin er enn að störfum og búast má við að ef gerðar verði breytingatillögur á þingi ÍSÍ sem fram fer 9. október næstkomandi yrðu þær tillögur einnig bornar fram á þingi UMFÍ.

1. Skipting lottótekna UMFÍ:

 1. 79% til sambandsaðila.
  2. 14% til UMFÍ.
  3. 7% til fræðslu- og verkefnasjóðs UMFÍ, úthlutun samkvæmt reglugerð sjóðsins.

2. Skipting lottótekna sambandsaðila UMFÍ:

 1. 12%20% er skipt jafnt samkvæmt sérstakri reglu.
  2. 88% 40% er skipt eftir íbúafjölda samkvæmt sérstakri reglu.
  3. 40% er skipt eftir félagsmannafjölda samkvæmt sérstakri reglu.

3. Regla vegna jafnrar skiptingar milli sambandsaðila:

Skilyrði fyrir úthlutun hvers árs úr jafna hlutanum er að fulltrúi sambandsaðila hafi mætt á síðastliðið Sambandsþing/sambandsráðsfund. Hlutur þeirra sem mæta ekki deilist á þá sambandsaðila sem mættu á síðastliðið Sambandsþing/sambandsráðsfund. Að þeim skilyrðum uppfylltum er skipting sambandsaðila sem hér segir:

Einn hlutur: íþróttahéruð héraðssambönd.
30% af hlut: Keflavík íþrótta- og ungmennafélag , UMFN, UMFG, UMFF, UMFÞ og UFA.
10% af hlut: UMFÓ, USK, UMFK, Umf. Vesturhlíð og Umf. Víkverji.

4. Regla vegna íbúafjölda:

Félög með beina aðild að UMFÍ fá úthlutað miðað við íbúafjölda þannig að félagsmannafjöldi félags með beina aðild er margfaldaður með 1,7. Niðurstaðan er tala sem myndar íbúafjölda þeirra. Þessi reiknaði íbúafjöldi verður þó aldrei hærri en raunverulegur íbúafjöldi á félagssvæði viðkomandi félags skilgreint samkvæmt lögum þess eða skilgreindu starfssvæði þess sem sveitarfélagið setur því. Samanlagður íbúafjöldi tveggja eða fleiri félaga sem starfa innan sama sveitarfélags getur þó aldrei orðið hærri en íbúafjöldi viðkomandi sveitarfélags.

5. Regla vegna félagsmannafjölda:

Félagsmannafjöldi til grundvallar lottóúthlutun er reiknaður út einu sinni á ári og skal miðast við félagaskrá sambandsaðila 31. desember ár hvert.

6. Aðrar forsendur fyrir úthlutun sambandsaðila:

Starfi sambandsaðili ekki samkvæmt lögum UMFÍ kemur hann ekki til greina við úthlutun. Stjórn UMFÍ skal setja vinnureglur þar að lútandi sem taki m.a. tillit til hvort haldinn hafi verið aðalfundur/ársþing og hvort starfsskýrslu og ársskýrslu hafi verið skilað til UMFÍ.

Starfsskýrslu og ársskýrslu skal skilað eigi síðar en 15. nóvember ár hvert. Uppfylli sambandsaðili ekki þessi skilyrði skal UMFÍ frysta greiðslur til viðkomandi. Greiðsla, sem hefur verið fryst í tvö ár, rennur í fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og er óafturkræf. Forsendur í lottóúthlutun skal miða við 31. desember ár hvert, þ.e. íbúatölu eins og hún er staðfest af Hagstofu Íslands og félagatal eins og það liggur fyrir á sama tíma. Ekkert íþróttahérað héraðssamband eða félag með beina aðild getur fengið hærra hlutfall en 30% af lottóúthlutuninni.

7. Nýir sambandsaðilar:

Reglur þessar eiga eingöngu við um þau héraðssambönd, ungmennasambönd og ungmennafélög með beina aðild sem voru aðilar að UMFÍ hinn 31. desember 2018. Aðrir sambandsaðilar að UMFÍ fá ekki úthlutað lottófé frá UMFÍ. Þegar náðst hefur samkomulag um samræmdar reglur um skiptingu lottóágóða sem gildi bæði fyrir sambandsaðila UMFÍ og ÍSÍ, skal breyta reglum þessum til samræmis við það samkomulag en til þess þarf aukinn meirihluta á Sambandsþingi UMFÍ, í samræmi við 16. grein laga UMFÍ.

8. Um úthlutun:

Fyrir 15. hvers mánaðar skal úthluta öllum ágóða sem borist hefur fyrir næsta mánuð á undan. Með hverri greiðslu skal fylgja skilagrein sem sýni forsendur fyrir úthlutun.

Bráðabirgðaákvæði

UMFÍ skal hafa tveggja ára aðlögunartíma til að breyta greiðslutíma sem ákveðinn er í VIII. lið reglugerðarinnar.

 

Samþykkt á 52 51. Sambandsþingi UMFÍ  20212019 á Húsavík Laugarbakka.

 

Vísað til: Laganefnd.

Þingskjal 14. Húsnæðismál

Tillaga frá nefnd

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. – 17. október 2021 heimilar stjórn UMFÍ að selja húseign samtakanna að Sigtúni 42 ef ásættanlegt tilboð berst með vísan til fyrri samþykktar sambandsráðsfundar á Ísafirði þann 20. október 2018.

Jafnframt er stjórn heimilað að kaupa nýtt húsnæði sem hentar starfsemi samtakanna. Auk þess er stjórn heimilt að taka á leigu húsnæði þangað til ásættanlegt húsnæði finnst.

Þeir fjármunir sem fást fyrir fasteign samtakanna skulu ávaxtaðir með kaupum á ríkisskuldabréfum. 

Stjórn UMFÍ er ekki heimilt að ráðstafa söluandvirði Sigtúns 42 til annars en kaupa og endurbóta á framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi hreyfingarinnar.

Verði söluandvirði Sigtúns 42 hærra en nemur kaupverði nýs húsnæðis skal ákvörðun um ráðstöfun eftirstöðva tekin á Sambandsþingi eða Sambandsráðsfundi, eftir því hvort kemur fyrr.

 

Samþykkt samhljóða.

____________________________

Tillaga frá stjórn

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. – 17. október 2021 heimilar stjórn UMFÍ að selja húseign samtakanna að Sigtúni 42 ef ásættanlegt tilboð berst með vísan til fyrri samþykktar sambandsráðsfundar á Ísafirði þann 20. október 2018. Jafnframt er stjórn heimilað að kaupa nýtt húsnæði sem hentar starfsemi samtakanna. Auk þess er stjórn heimilt að taka á leigu húsnæði til skamms tíma, ef ásættanlegt húsnæði finnst ekki.

Þeir fjármunir sem fást fyrir fasteign samtakanna skulu ávaxtaðir með kaupum á ríkisskuldabréfum.  Stjórn UMFÍ er ekki heimilt að ráðstafa söluandvirði Sigtúns 42 til annars en kaupa á framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi hreyfingarinnar.

Verði söluandvirði Sigtúns 42 hærra en nemur kaupverði nýs húsnæðis skal ákvörðun um ráðstöfun eftirstöðva tekin á Sambandsþingi eða Sambandsráðsfundi, eftir því hvor kemur fyrr.

 

Vísað til: Fjárhagsnefndar.

Þingskjal 15. Tillaga úr laganefnd

Tillaga um að starfrækja áfram nefnd um endurskoðun á regluverki skiptingar tekna frá Íslenskri getspá

Flutningsaðili: Laganefnd.

52. Sambandsþing UMFÍ haldið á Húsavík 15. - 17. október 2021, samþykkir að fela stjórn UMFÍ að starfrækja áfram nefnd í samstarfi við sambandsaðila og ÍSÍ um endurskoðun á regluverki skiptingar tekna frá Íslenskri getspá. Stjórn UMFÍ er heimilt að útfæra nefndarskipan og störf nefndarinnar þannig að sem breiðvirkustu sjónarmið hagsmunaaðila komi fram til lausnarmiðaðar tillögu. Nefndin á að hafa lokið störfum fyrir sambandsráðsfund UMFÍ 2022, skila tillögum sem hljóta kynningu á meðal sambandsaðila UMFÍ og ÍSÍ í aðdraganda 76. Íþróttaþings ÍSÍ 2023, sem yrðu lagðar fram á sama þingi með það að markmiði að afgreiðslu ljúki farsællega og samþykktar á 53. Sambandsþingi UMFÍ 2023.

 

Samþykkt samhljóða.