Stefnumótun 2021

 

UMFÍ vinnur nú að endurnýjun á stefnu sambandsins, sem ætlunin er að kynna á Sambandsþingi UMFÍ í október 2021.

Unnið er að uppsetningu fundarraðar þar sem leitast verður eftir að eiga gott og innihaldsríkt samtal og styrkja böndin á milli sambandsaðila UMFÍ, starfsfólks, stjórnenda og ungs fólk innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Mikilvægt er að heyra sem flestar raddir úr hreyfingunni svo stefnan inn í framtíðina verði sem skýrust og skili mestum árangri.

 

Stefnumót á Geysi

Fyrsta stefnumót UMFÍ fór fram laugardaginn 20. mars á Hótel Geysi í Haukadal á Suðurlandi. Þangað voru boðaðir sambandsaðilar, stjórn og starfsfólk ásamt ungu fólki 16 – 25 ára. Heildarþátttaka var góð og sköpuðust góðar og innihaldsríkar umræður. 

 

Landshlutafundir

Í framhaldinu af stefnumótinu á Geysi stóð til að halda fjóra landshlutafundi þar sem við ætluðum að koma saman og halda áfram með málið. Heimsfaraldur kórónuveirunnar og hertar samkomutakmarkanir hafa breytt þeim áformum. Í stað þess að hittast í eigin persónu þá verður efnt til landshlutafunda með hjálp tækninnar. 

Á þessum fundum verða fyrstu drög að uppfærðri stefnu kynntar og þau borin undir þátttakendur. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt í þessari vinnu, því stefnumótunin mun skilgreina starf UMFÍ á næstu árum. Við hvetjum því sérstaklega stjórnendur íþróttahéraða, félaga og deilda til að taka þátt í fundunum og koma skoðunum á framfæri um hvað það er sem UMFÍ getur gert til að styðja betur við starf íþróttahéraða og félaga. Eins hvetjum við þjálfara, foreldra, ungmenni og sjálfboðaliða og fleiri til þátttöku. Við leitumst eftir því að eiga samtal við sem fjölbreyttastan hóp fólks.

 

Upplýsingar um dags- og tímasetningar næstu funda:

 

  • 14. apríl miðvikudagur kl. 18:00 – 20:00 Norðurland.

Sambandsaðilar: ÍBA, UMSE, UMSS, UÍF, HSÞ, USAH, USVH, V

Smelltu hér til þess að skrá þig til þátttöku.

 

  • 15. apríl fimmtudagur kl. 19:30 – 21:30 Vesturland og Vestfirðir.

Sambandsaðilar: UMSB, ÍA, HSH, UDN, HSS, HSV, HHF, HSB,

Smelltu hér til þess að skrá þig til þátttöku.

 

  • 20. apríl þriðjudagur kl. 18:00 – 20:00 Höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin.

Sambandsaðilar: UMSK, ÍBR, Keflavík, UMFG, UMFN, UMFÞ

Smelltu hér til þess að skrá þig til þátttöku.

 

  • 27. apríl þriðjudagur kl. 19:30 – 21:30 Suðurland og Austurland.

Sambandsaðilar: HSK, UV, USVS, (UMFÓ), UÍA og USÚ.

Smelltu hér til þess að skrá þig til þátttöku.

 

Við hlökkum til að ræða við ykkur og hvetjum ykkur til þess að virkja ykkar fólk til þátttöku á fundunum.

Stjórn UMFÍ.