Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin frá árinu 1992. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og ungmenna ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.

Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu hvort sem er í keppni eða leik

Vegna útbreiðslu Covid-19 hefur mótinu verið frestað. Allir skráðir þátttakendur fá skráningargjald endurgreitt. 

Upplifun þátttakenda

Kynjaskipting þátttakenda á Unglingalandsmóti 2019 var mjög jöfn.

99

99% gesta á Unglingalandsmóti 2019 mæla með því við aðra.

30

30% gesta á Unglingalandsmóti 2019 voru að koma á sitt fyrsta mót.