Saga Unglingalandsmóts

Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 1992. Næsta mót var síðan haldið 1995. Frá árinu 2002 hafa þau hinsvegar verið haldin árlega. Mótin hafa vaxið og sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og ungmenna ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum 11 – 18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu hvort sem er í keppni eða leik.

Unglingalandsmótin eru ávallt haldin um verslunarmannahelgina.

 

Unglingalandsmót UMFÍ

Fyrri mót

23. Unglingalandsmót UMFÍ, 2022 Selfoss

22. Unglingalandsmót UMFÍ, 2019 Höfn

21. Unglingalandsmót UMFÍ, 2018 Þorlákshöfn

20. Unglingalandsmót UMFÍ, 2017 Egilsstöðum

19. Unglingalandsmót UMFÍ, 2016 Borgarnes

18. Unglingalandsmót UMFÍ, 2015 Akureyri

17. Unglingalandsmót UMFÍ, 2014 Sauðárkrókur

16. Unglingalandsmót UMFÍ, 2013 Höfn í Hornafirði

15. Unglingalandsmót UMFÍ, 2012 Selfoss

14. Unglingalandsmót UMFÍ, 2011 Egilsstaðir

13. Unglingalandsmót UMFÍ, 2010 Borgarnes

12. Unglingalandsmót UMFÍ, 2009 Sauðárkrókur

11. Unglingalandsmót UMFÍ, 2008 Þorlákshöfn

10. Unglingalandsmót UMFÍ, 2007 Höfn í Hornafirði

9. Unglingalandsmót UMFÍ, 2006 Laugar í Þingeyjarsýslu

8. Unglingalandsmót UMFÍ, 2005 Vík í Mýrdal

7. Unglingalandsmót UMFÍ, 2004 Sauðárkrókur

6. Unglingalandsmót UMFÍ, 2003 Ísafjörður

5. Unglingalandsmót UMFÍ, 2002 Stykkishólmur

4. Unglingalandsmót UMFÍ, 2000 Vesturbyggð og Tálknafjörður

3. Unglingalandsmót UMFÍ, 1998 Grafarvogur

2. Unglingalandsmót UMFÍ, 1995 Blönduós

1. Unglingalandsmót UMFÍ, 1992 Dalvík