Helgarhópar

Við í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ getum tekið við hópum á ferðalögum á þeim tíma þegar engir nemendur eru í Ungmenna- og tómstundabúðunum. Möguleiki er á að stoppa stutt við, nýta útisvæðið og fara í sund. Einnig er möguleiki að kaupa mat og gistingu. Við sérsníðum dagskrá og aðstöðu að hverjum hóp fyrir sig. Áhugasamir geta haft samband við forstöðumann um hvaða möguleikar eru í boði og hvort að laust sé fyrir hóp.  
Vinsamlegast hafið samband við Önnu Margréti forstöðumann með verð og möguleika á netfangið laugar@umfi.is

 

Hvar erum við? 

Smelltu hér til þess að sjá leiðarlýsingu

Smelltu hér til þess að sjá mynd af húsnæðinu. 

Hvað er í boði

Matur

Hópar geta keypt mat í mötuneyti Ungmennabúðanna. Allt frá einstakri máltíð upp í fullt fæði á meðan dvöl stendur. 

Gisting

Á Laugum Laugarvatni eru pláss fyrir 75 mans á heimavistinni. Herbergin eru  4ja manna. 

Smelltu hér til þess að sjá mynd af herbergi. 

Námskeið

Starfsfólk Ungmennabúðanna getur boðið upp á skipulögð námskeið. Námskeið gætu t.d verið í Gögl (e. juggling), samskiptum, útivist og leikjum. 

Hópefli

Starfsfólk Ungmennabúðanna hefur mikla reynslu í hópefli og samvinnu. Tilvalið er að koma með hóp á Laugar og taka þátt í skemmtilegum verkefnum sem styrkja hópinn og samvinnu þátttakenda.