Ungmennabúðir UMFÍ hófu starfsemi sína í gömlu íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni í Bláskógabyggð þann 26. ágúst 2019. Búðirnar eru fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla. Nemendur eiga möguleika á að dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf. 

Verð fyrir dvöl í búðunum er kr. 35.000.- á nemanda árið 2022-2023. Innifalið er m.a. dagskrá, gisting, matur, drykkjarflaska og bolur. Veittur er 10% systkinaafsláttur. Til að virkja afsláttinn þurfa foreldrar eða forráðafólk að hafa samband við Ungmennabúðirnar á netfangið ungmennabudir@umfi.is. Tilgreina þarf nöfn barna og skóla. 

Markmiðið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi.  

Ungmennabúðir UMFÍ hófu starfsemi sína í janúar árið 2005 að Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð. Árlega koma rúmlega 2.200 ungmenni í búðirnar. Nánast er fullbókað í búðirnar fram að áramótum. 

Fyrir fyrirspurnir og bókanir vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið: siggi@umfi.is, sími 861 3379.