Til foreldra/forráðamanna
Mataróþol, matarofnæmi og grænmetisfæði
Í Ungmennabúðunum er grænmetisfæði fyrir þá sem eru grænmetisætur. Þá eru helstu vörur fyrir þá sem hafa glutenóþol og mjólkuróþol. Einnig er t.d til sojamjólk, rismjólk og sojaostur fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur. Oft er einnig til laktósafrí mjólk. Athygli er vakin á því að ekki er boðið upp á sérstakan vegan matseðil.
Tekið er tillit til þeirra sem eru með eggjaofnæmi og fiskióþol svo dæmi séu tekin. Reynt er að hafa sambærilegan mat fyrir þá sem hafa einhverskonar óþol og er framreyddur fyrir aðra nemendu.
Fararstjóri þarf að láta eldhúsið vita með viku fyrirvara um þau börn sem hafa mataróþol/ofnæmi til að tryggja að örugglega séu til þær vörur sem við á.
Á fundi með kennurum á mánudegi er farið yfir um hverja ræðir svo enginn gleymist og því er mikilvægt að fararstjóri nemenda viti af ef nemendur eru með mataróþol, ofnæmi eða eru grænmetisætur.
Þeir sem eru með flóknari vandamál gagnvart mat eru beðnir um að hafa samband við ungmennabudir@umfi.is með a.m.k. átta daga fyrirvara. Vörur eru pantaði í eldhúsið með viku fyrirfara, erfitt er að bregðast við sérþörfum eftir það.
Lyfjamál
Nemendur mega ekki hafa nein lyf á eigin ábyrgð með sér á Laugarvatn. Foreldrar verða að afhenda kennara eða fararstjóra öll lyf og líka verkjalyf. Þetta er mikilvægt vegna öryggismála hjá nemendum. Það hafa því miður komið upp vandamál í Ungmennabúðunum þar sem að lyf koma við sögu. Bara óvarkár meðferð verkjalyfja getur haft slæmar afleiðingar. Þetta er mjög mikilvægt og snýst um ef aðrir komast í lyf barnsins þar sem að herbergin eru ekki læst.
Nemendur hafa leyfi til að hafa á sér/í tösku hjá sér, astmaúða. Ef að nemandi þarf að hafa meðferðis astmalyf þarf að upplýsa aðalfararstjóra hópsins og umsjónakennara um málið, sem kemur upplýsingum til starfsmanna á þar til gerðum fundi. Nemendur geta haft meðferðis krem ef þess þarf inn á herbergjum.
Reglur
Lífið í Ungmennabúðunum snýst um samskipti og er æskilegt að nemendur geti kúplað sig frá daglegu lífi og notið samverunnar með hvoru öðru.
Þess vegna er ekki leyfilegt að vera með t.d. síma, tölvur og tæki sem geta sýnt myndbandsefni. Mikilvægt er að foreldrar fari vel yfir þessi mál með börnum sínum og sjái til þess að börnin fari ekki með raftæki á Laugarvatn sem eru ekki leyfileg. Hér er hægt að sjá reglur um raftæki í búðunum.
Brottvísun
Þátttakanda getur verið vísað heim frá Laugarvatni ef þörf krefur. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því.
Undantekningarlaust er þátttakanda vísað heim ef hann kemur með og/eða notar eigið eða annarra: áfengi, tóbak, munntóbak, rafrettur, vímuefni og fleira tengt. Einnig ef þátttakandi verður uppvís að þjófnaði og ef um viljandi skemmdaverk er að ræða. Forráðamenn fá ekki endurgreitt ef þátttakanda er vísað heim. Sækja þarf þátttakanda samdægurs ef honum er vísað í burt.
Samskipti við barnið á meðan dvöl stendur yfir
Foreldrar geta skipulagt símatíma í samráði við fararstjóra hópsins, ef þeir telja þörf á.
Starfsfólk Ungmennabúðanna mælir ekki með að foreldrar séu að hafa samskipti við barn sitt á meðan dvölinni stendur nema nauðsynlegt sé. Engar fréttir eru góðar fréttir.
Símatímar fara fram eftir klukkan 17:00, þó ekki milli kl. 18-18:30. Ekki er æskilegt að foreldrar hringi fyrir klukkan 17:00 vegna anna á staðnum.
Réttur útbúnaður
Gott er að undirbúa barnið vel og tryggja góðan útbúnað, á þessari síðu eru ýmsar upplýsingar um útbúnað. Nemendur ganga um holt og hæðir þar sem ýmiss jarðvegur mætir þeim og verða skórnir þeirra að þola það.
Mikilvægt að merkja allan útbúnað vel
Það gleymist alltaf eitthvað í Ungmennabúðunum. Staðreyndin er sú að margir eiga dýran fatnað og dót.
Nemendurnir þekkja oft ekki sitt eigið dót. Til að einfalda það að koma eigum til eiganda er mikilvægt að föt og annað dót sé merkt. Sem dæmi þá samnýtum við íþróttahús og sundlaug með heimamönnum og menntaskólanum á Laugarvatni, þar ganga t.d 160 nemendur sem eiga sambærilegt dót/föt og barnið ykkar.
Ef ykkur er annt um að geta endurheimt eitthvað sem barnið ykkar gleymdi á staðnum, þá verðið þið að merkja það með nafni og símanúmeri.
Haft verður sambandi við þá sem eru með merktar flíkur sem verða eftir.
Annað
Veittur er 10% systkinaafsláttur.
Bæklingur til nemenda og forráðamanna.
Útivist og útbúnaður.
Útbúnaðarkennsla fyrir nemendur.