Upplýsingar

Aðsókn í Ungmennabúðir UMFÍ hefur aukist mikið síðustu ár enda vinsælt að komast í heilbrigða hvíld þar sem m.a. farsímar og tölvur trufla ekki nemendur. Vinsældir búðanna hafa valdið því að skólastjórnendur geta ekki alltaf valið dvalartíma fyrir nemendur eins og áður. Fyrirhyggja er því best og æskilegt að þeir sem vilja tryggja pláss hafi samband fyrr en seinna. Við munum að sjálfsögðu reyna að uppfylla óskir allra. Hingað til hefur verið eftirsóknaverðast að óska eftir dvöl í september og október. Því miður er ekki hægt að veita öllum skólum dvöl á þeim tíma.

Pláss er fyrir 75 nemendur í senn ef um einn skóla er að ræða. Ef um fleiri en einn skóla er að ræða getum við bókað allt að 85-90 nemendur. Þeir skólar sem óska eftir að bóka tímanlega og geta valið úr öllum vikum verða að sækja um fyrir 1. mars 2022. Þeir sem hafa samband eftir 1. mars raðast á þær vikur sem eftir verða.

Smellið hér til þess að sækja um. 

Informations in english. 

 

Skólastjórnendur

Hagnýtar upplýsingar

Bókanir

Einungis skólastjórnendur grunnskóla geta bókað dvöl í Ungmennabúðum UMFÍ. Ætlast er til að uppistaða fararstjórateymis séu kennarar nemenda sem bókað er fyrir. Þegar sótt er um þarf að tilkynna hver verður aðalfararstjóri og ber ábyrgð á undirbúningi nemenda og fararstjórateymis.

Aðalfararstjóri sér um samskipti við Ungmennabúðirnar við undirbúning og á meðan á dvöl stendur. Hann þarf alltaf að vera úr kennarateymi skólans og vera á Laugarvatni alla vikuna. Litið er svo á að þegar skólastjórnandi bókar dvöl sé hann að samþykkja reglur og fyrirkomulag sem eru í búðunum. 

 

Skólastjórnendur ættu að huga að bókunum hið fyrsta. Skólastjórnendur eru beðnir um að hafa samband við forstöðumann ef áhugi er fyrir dvöl.  Verð fyrir dvöl er 33.000 kr.- á nemanda. Enginn systkinaafsláttur er veittur af dvalargjaldi, nema um þríbura sé að ræða.

Innifalið í verði er öll dagskrá, fæði, gisting, bolur og brúsi. Fararstjórar sjá um frívaktir og sinna þátttakendum í frítíma. Starfsfólk búðanna sjá um námskeið sem eru yfirleitt frá kl. 09:30 - 17:00 á daginn. 

Skólarnir þurfa sjálfir að sjá um akstur til og frá búðunum. Mæting er kl. 11:00 á mánudegi og brottför er kl. 11:00 á föstudegi.  

 

Vinsælar ungmennabúðir

Ungmennabúðir UMFÍ  njóta mikilla vinsælda hjá nemendum 9. bekkjar grunnskóla. Þeir geta komið og dvalið eina viku í senn yfir skólaárið, frá 31. ágúst til loka maí.

Á síðasta skólaári dvöldu 1.900 börn í Ungmennabúðunum. Þau ungmenni sem dvelja að Laugarvatni eru í stífri dagskrá alla daga vikunnar í óformlegu námi sem leitt er af tómstundaleiðbeinendum. Nemendurnir stunda mikla útivist, fara í gönguferðir og eru í útileikjum, kynnast íslenskri þjóðtrú og prófa ýmislegt heilbrigt sem þau eiga annars ekki kost á.

Í Ungmennabúðum UMFÍ kynnast ungmenni styrkleikum sínum og veikleikum og læra að vinna með þá til að bæta félagsfærni sína.Ábyrgð skólans

Ábyrgð skólans/skólastjóra sem dvelur í Ungmennabúðunum hverju sinni

Ef tjón verður í búðunum sem nemendur valda viljandi eða óviljandi ber skólinn ábyrgð á því að það verði bætt. Forstöðumaður útbýr tjónaskýrslu sem báðir aðilar fá eintak af, síðan er skólanum sendur reikningur fyrir tjóninu.

Þegar nemanda er vísað heim, er það á ábyrgð viðkomandi grunnskóla að koma nemandanum heim. Það þarf að vera skýrt af hendi skólans fyrir brottför, hvernig staðið skuli að slíkum málum. Gott væri að hafa skriflega viðbragðsáætlun tilbúna.

Skriflegt samþykki foreldra / forráðamanna fyrir ferðinni þarf að liggja fyrir og foreldrum sé kunnugt um það hvernig skóli hyggst bregðast við ef senda þarf nemanda heim frá Laugarvatni.

Forráðamenn skulu búnir að greiða ferðina til skólans, lámark tveimur vikum fyrir komu. Skila þarf tímanlega inn upplýsingum til forstöðumanns um þann fjölda sem kemur.

Fararstjóri í ferðinni ætti að þekkja nemendurna sem hann fylgir.

Umsóknir 2022 - 2023

Aðsókn í Ungmennabúðir UMFÍ hefur aukist mikið síðustu ár enda vinsælt að komast í heilbrigða hvíld þar sem m.a. farsímar og tölvur trufla ekki nemendur. Vinsældir búðanna hafa valdið því að skólastjórnendur geta ekki alltaf valið dvalartíma fyrir nemendur eins og áður.

Fyrirhyggja er því best og æskilegt að þeir sem vilja tryggja pláss hafi samband fyrr en seinna. Við munum að sjálfsögðu reyna að uppfylla óskir allra. Hingað til hefur verið eftirsóknaverðast að óska eftir dvöl í september og október. Því miður er ekki hægt að veita öllum skólum dvöl á þeim tíma.

Pláss er fyrir 75 nemendur í senn ef um fleiri en einn skóla er að ræða, ef um einn skóla er að ræða getum við bókað allt að 85-90 nemendur. 

Þeir skólar sem óska eftir að bóka tímanlega og geta valið úr öllum vikum verða að sækja um fyrir 1. mars 2022 og verður skólum svarað í síðasta lagi í byrjun apríl. Þeir sem hafa samband eftir 1. mars raðast á þær vikur sem eftir verða.

Smelltu hér til þess að sækja um. 

Öllum umsóknum verður svarað eins fljótt og auðið er með staðfestingu. 

 

Fararstjórar

Hagnýtar upplýsingar

Til fararstjóra

Fararstjóri er sá sem ber ábyrgð á því að vera í samskiptum við búðirnar við undirbúning dvalar. Fararstjóri þarf að hafa samband við forstöðumann með lágmark þriggja vikna fyrirvara og staðfesta fjölda nemenda sem reiknað er með að komi. Í framhaldinu er herbergjaskipan send til viðkomandi.

Fararstjóri er í samskiptum við Ungmennabúðirnar á meðan undirbúningur stendur yfir og á meðan á dvöl stendur. Fararstjóri dvelur í búðunum allan tímann.

Aðalfararstjóri ber ábyrgð á því að undirbúa fararstjórateymið sem kemur í Ungmennabúðirnar. Hann ber ábyrgð á að fararstjórarteymið sé vel undirbúið og að allir séu búnir að lesa handbókina með allavega þriggja vikna fyrirvara vegna undirbúnings nemendahóps heima fyrir. Reynsla fararstjóra er sú að ekki þykir gott að skipta út fararstjórum í vikunni. Það er ekki gott fyrir þá fararstjóra sem eru alla vikuna að hafa aðra með sem koma og fara, það myndast aukið álag á þá sem eru allan tímann. Best er að allir fararstjórar séu allan tímann á Laugarvatni.   

Handbókin er ansi viðamikil og það skiptir því máli að lesa hana gaumgæfilega áður en komið er. Þar koma fram allar helstu upplýsingar um dvölina og ástæður fyrir ýmsum reglum og verkefnum. Einnig leynast þar svör við ýmsum spurningum sem geta brunnið á fararstjórum og reynt er að fyrirbyggja það sem auðveldlega getur farið úrskeiðis.

Mæting er kl. 11:00 á mánudegi, brottför kl. 11:00 á föstudegi.

 

Aðstaða og gátlisti

Aðstaða fararstjóra

Fararstjórahópurinn hefur fimm herbergi til umráða, eitt eins manna og fjögur tveggja manna herbergi. Fararstjórar þurfa að skipta á milli sín herbergjum og raða sér niður á þau á mánudegi. Fararstjórar gista á þessum herbergjum þegar þeir eru ekki á næturvakt og geta nýtt þau í frítíma sínum. 

Setustofa fyrir fararstjóra er á skrifstofugangi. Þar er kaffi, hraðsuðuketill og ýmislegt lestrarefni. Nemendum er óheimilt að vera í setustofunni. Fínt 4G net er á Laugarvatni.

 

Gátlisti fararstjóra

 • Sængurver, koddi, koddaver, lak, baðhandklæði og lítið handklæði. (Sængur eru á herbergjum).
 • Sundföt og íþróttaföt.
 • Útiföt og gönguskór.
 • Inniskór.
 • Minniskubbur fyrir myndir og myndbönd að lágmarki 5GB.

Fararstjórar þurfa að ganga frá herbergjum sínum fyrir kl. 9:30 brottfarardag vegna þrifa.

Á fundi með fararsjórum á mánudegi er farið yfir nemenda hópinn. Mikilvægt er að fararstjórar viti af ef nemendur eru með mataróþol, ofnæmi eða eru grænmetisætur. Athygli er vakin á því að ekki er boðið sérstaklega upp á vegan matseðil. 

Foreldrar

Hagnýtar upplýsingar

Til foreldra/forráðamanna

 

Mataróþol, matarofnæmi og grænmetisfæði

Í Ungmennabúðunum er grænmetisfæði fyrir þá sem eru grænmetisætur. Þá eru helstu vörur fyrir þá sem hafa glutenóþol og mjólkuróþol. Einnig er t.d til sojamjólk, rismjólk og sojaostur fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur. Oft er einnig til laktósafrí mjólk. Athygli er vakin á því að ekki er boðið upp á sérstakan vegan matseðil.

Tekið er tillit til þeirra sem eru með eggjaofnæmi og fiskióþol svo dæmi séu tekin. Reynt er að hafa sambærilegan mat fyrir þá sem hafa einhverskonar óþol og er framreyddur fyrir aðra nemendu. 

Fararstjóri þarf að láta eldhúsið vita  með viku fyrirvara um þau börn sem hafa mataróþol/ofnæmi til að tryggja að örugglega séu til þær vörur sem við á.

Á fundi með kennurum á mánudegi er farið yfir um hverja ræðir svo enginn gleymist og því er mikilvægt að fararstjóri nemenda viti af ef nemendur eru með mataróþol, ofnæmi eða eru grænmetisætur. 

Þeir sem eru með flóknari vandamál gagnvart mat eru beðnir um að hafa samband við ungmennabudir@umfi.is með a.m.k. átta daga fyrirvara. Vörur eru pantaði í eldhúsið með viku fyrirfara, erfitt er að bregðast við sérþörfum eftir það. 

 

Lyfjamál

Nemendur mega ekki hafa nein lyf á eigin ábyrgð með sér á Laugarvatn. Foreldrar verða að afhenda kennara eða fararstjóra öll lyf og líka verkjalyf. Þetta er mikilvægt vegna öryggismála hjá nemendum. Það hafa því miður komið upp vandamál í Ungmennabúðunum þar sem að lyf koma við sögu. Bara óvarkár meðferð verkjalyfja getur haft slæmar afleiðingar. Þetta er mjög mikilvægt og snýst um ef aðrir komast í lyf barnsins þar sem að herbergin eru ekki læst.

Nemendur hafa leyfi til að hafa á sér/í tösku hjá sér, astmaúða. Ef að nemandi þarf að hafa meðferðis astmalyf þarf að upplýsa aðalfararstjóra hópsins og umsjónakennara um málið, sem kemur upplýsingum til starfsmanna á þar til gerðum fundi. Nemendur geta haft meðferðis krem ef þess þarf inn á herbergjum.

 

Reglur

Lífið í Ungmennabúðunum snýst um samskipti og er æskilegt að nemendur geti kúplað sig frá daglegu lífi og notið samverunnar með hvoru öðru.

Þess vegna er ekki leyfilegt að vera með t.d. síma, tölvur og tæki sem geta sýnt myndbandsefni. Mikilvægt er að foreldrar fari vel yfir þessi mál með börnum sínum og sjái til þess að börnin fari ekki með raftæki á Laugarvatn sem eru ekki leyfileg. Hér er hægt að sjá reglur um raftæki í búðunum.

 

Brottvísun

Þátttakanda getur verið vísað heim frá Laugarvatni ef þörf krefur. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því.

Undantekningarlaust er þátttakanda vísað heim ef hann kemur með og/eða notar eigið eða annarra: áfengi, tóbak, munntóbak, rafrettur, vímuefni og fleira tengt. Einnig ef þátttakandi verður uppvís að þjófnaði og ef um viljandi skemmdaverk er að ræða. Forráðamenn fá ekki endurgreitt ef þátttakanda er vísað heim. Sækja þarf þátttakanda samdægurs ef honum er vísað í burt.  

 

Samskipti við barnið á meðan dvöl stendur yfir

Foreldrar geta skipulagt símatíma í samráði við fararstjóra hópsins, ef þeir telja þörf á.

Starfsfólk Ungmennabúðanna mælir ekki með að foreldrar séu að hafa samskipti við barn sitt á meðan dvölinni stendur nema nauðsynlegt sé. Engar fréttir eru góðar fréttir.

Símatímar fara fram eftir klukkan 17:00, þó ekki milli kl. 18-18:30. Ekki er æskilegt að foreldrar hringi fyrir klukkan 17:00 vegna anna á staðnum.

 

Réttur útbúnaður

Gott er að undirbúa barnið vel og tryggja góðan útbúnað, á þessari síðu eru ýmsar upplýsingar um útbúnað. Nemendur ganga um holt og hæðir þar sem ýmiss jarðvegur mætir þeim og verða skórnir þeirra að þola það.

 

Mikilvægt að merkja allan útbúnað vel

Það gleymist alltaf eitthvað í Ungmennabúðunum. Staðreyndin er sú að margir eiga dýran fatnað og dót.

Nemendurnir þekkja oft ekki sitt eigið dót. Til að einfalda það að koma eigum til eiganda er mikilvægt að föt og annað dót sé merkt. Sem dæmi þá samnýtum við íþróttahús og sundlaug með heimamönnum og menntaskólanum á Laugarvatni, þar ganga t.d 160 nemendur sem eiga sambærilegt dót/föt og barnið ykkar.

Ef ykkur er annt um að geta endurheimt eitthvað sem barnið ykkar gleymdi á staðnum, þá verðið þið að merkja það með nafni og símanúmeri.

Haft verður sambandi við þá sem eru með merktar flíkur sem verða eftir. 

 

Annað

Veittur er 10% systkinaafsláttur. 

Bæklingur til nemenda og forráðamanna.

Útivist og útbúnaður.

Útbúnaðarkennsla fyrir nemendur.

 

Nemendur

Hagnýtar upplýsingar

Ráð frá nemendum til nemenda

 • Taka með blað og penna.
 • Taka með fleiri föt fyrir útivistina/hlýrri föt. Koma klædd eftir veðri. Vera með innanundirföt.
 • Fara vel yfir listann.
 • Vera með betri buxur.
 • Vera með inniskó og fleiri sokka.
 • Vera með heyrnatól eða eyrnatappa til að útiloka hávaða.
 • Sleppa því að tuða í kennurunum um að fá að hafa símann, það var gott að vera án þeirra. Annars hefðum við ekki kynnst eins vel.
 • Vera með ljós með sér.
 • Vera jákvæðari áður en við komum.
 • Taka með úr eða klukku.

 

Ævintýraleg dvöl

Ungmennabúðirnar er staður þar sem samvera, samvinna, jákvæðni, virk þátttaka og gleði eru mikilvæg atriði.

Við vinnum saman að því að gera skemmtilega upplifun að góðum minningum.

Góður undirbúningur fyrir dvölina er því grundvallaratriði svo að þið mætið tilbúin til að takast á við lífið í búðunum sem er langt frá því sem þið þekkið heima fyrir.  

 

Það sem þátttakendum finnst um að vera í Ungmennabúðunum

 • Það á að koma hingað til þess að fara úr þægindahringnum og kynnast öðru fólki.
 • Útaf þetta er snilld.
 • Því þetta er frábær upplifun, án síma, maður kúplar sig úr venjulegu stundatöflunni.
 •  Það er geðveikt gaman.
 • Kynnast fleira fólki, þetta er ógeðslega gaman.
 • Til að æfa sig í mannlegum samskiptum, fólk þarf líka að losna frá netinu í smá tíma.
 • Sem skemmtilegar unglingabúðir.
  Því það hafa allir gott af að fara frá raftækjum.
 • Til að kynnast hvor öðru betur.
 • Félagsvænn staður.
 • Því það er ótrúlega gaman og þú kynnist fullt af fólki.
 • Læra að vinna saman og kynnast nýju fólki.
 • Því að það er gaman, kynnist nýju fólki, starfsfólkið er skemmtilegt og alltaf góður matur og stemming milli liða.
 •  Fræðandi, skemmtilegt, góð leið til að kynnast nýju fólki.
 •  Frábær skemmtun.
Útbúnaðarlisti

Hafið í huga að koma með föt sem mega verða skítug og mega jafnvel skemmast. Engin ástæða til að vera með tískusýningu á Laugarvatni. Geymið sparifötin heima. Í Ungmennabúðunum verður maður skítugur og tekur þátt í allskonar verkefnum þar sem þörf er á að nemendur séu ekki að spá í hvort fötin geti skemmst.

 

Til að hafa á herbergi:

 • Sængurföt og kodda. Sængur eru á herbergjum.
 • Mikilvægt að hafa með lak á 90 cm rúm.
 • Smelltu hér til þess að sjá mynd af herbergi. 
 • Armbandsúr eða klukku til að hafa á herbergi
 • Blöð/stílabók og skriffæri (tússar eru bannaðir)
 • Eyrnatappa fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir hávaða.
 • Lítið handklæði og margnota plastglas við vaskinn.
 • Poka undir skítug föt og plastpoka undir skítuga og blauta skó. Það er EKKI hægt að fá poka á Laugarvatni
 • Góðar hugmyndir til að skreyta herbergið fyrir herbergjakeppnina.

 

Persónulegir munir:

 • Náttföt og inniskór.
 • Föt til skiptanna- nóg af sokkum.
 • Snyrtidót: sjampó, sápa og aðrar nauðsynlegar snyrtivörur.
 • Varasalvi og rakakrem
 • Plástur og hælsærisplástur- nauðsynlegt!
 • Stelpur: dömubindi til öryggis.
 • Tannbursti, tannkrem.
 • Til að nota við dagskrá: sundföt og amk 2 stk handklæði sem eru þunn og fljót að þorna.
 • Íþróttaföt og innanhúsíþróttaskór (þó ekki með botni sem strika).

 

Fyrir útivistina:

 • Lítinn göngubakpoka eða bakpoka.
 • Regnföt og útivistarföt - mjög mikilvægt.
 • Ullarnærföt eða sambærileg síð nærföt. Mikilvægt yfir kaldasta tímann. ca, okt-apr.
 • Göngubroddar eða gormar eru góðir að hafa með yfir köldustu mánuðina og þegar frost er mikið.
 • Stígvél eða vatnsheldaskó eða gönguskó (við förum í gönguferðir á blautum jarðvegi). Það er óþarfi að mæta í fínu nýju skólaskónum sínum á Laugarvatn. Þeir verða skítugir ef farið er í þeim út. Við nýtum náttúruna mikið til útiveru. Athugið að ekki er gott að ganga langar leiðir í stígvélum. Í janúar og febrúar getur verið snjór á svæðinu og eru því gúmmístígvél ekki hentug.
 • Athugið að þeir sem eru gjarnir að fá hælsæri eða eru ekki með nógu góða skó, hafið þá með hælsærisplástur. Varast skal að taka nýja skó. Það er mjög algengt að nemendur fá hælsæri vegna þess að þau eru ekki vel skóuð og ekki vön að ganga lengri leiðir.
 • Hlý útiföt (húfu, vettlinga, trefil, ullarsokka, úlpu og hlífðarbuxur, við erum mikið úti hvernig sem viðrar)
 • Göngusokka/ háa sokka svo það fari ekki snjór í skóna.
 • Ábending: mikilvægt er að vera búin að klippa táneglur áður en komið er á Laugarvatn.

 

Laugarvatn:

Við erum staðsett alveg við Laugarvatn. Við vatnið eru heitir hverir sem þarf að varast en á sama skapi hita þeir vatnið upp.  Í september og október og jafnvel lengur ætlum við að reyna nota vatnið eins og hægt er. Botninn í vatninu er mjög óþægilegur og mælum við með að vera í skóm.

Dagskráliðurinn ÍSbjörninn fer fram í vatninu en er VAL. Það vilja auðvitað allir prófa Ísbjörninn og þá verður maður að vera með skó fasta á fæti. Tevur, Neoprene Skór, Sjósunds skór, sandala með bandi eða álíka skó ef til eru, eru góði til að fara í vatnið. Gamlir strigaskór duga líka ef þeir mega blotna. En þetta er valverkefni sem tekur stutta stund og því engin ástæða að kaupa skó í þetta verkefni.

 

Hvernig pökkum við:

Mælum með að nemendur komi með farangur í töskum en ekki í pokum. Gott er að miða við tösku sem kemst undir kojuna, sem eru 45cm frá gólfi.  Pokarnir eru óumhverfisvænir og duga bara aðra leiðina (ef pakkað er í ruslapoka, takið þá auka poka með til að pakka í heim- því pokarnir vilja týnast eða skemmast!).

Stillið þó farangri í hóf, þetta eru ekki nema fimm dagar :-)

 

Annað:

 • Ferðataskan er fataskápurinn þinn á meðan dvöl stendur.
 • Foreldrar verða að afhenda fararstjórum öll lyf og líka verkjalyf.
 • Merkið dótið ykkar vel. Merkið með nafni og símanúmeri og jafnvel skóla. Það gleymist ALLTAF eitthvað í búðunum. Það einfaldar leit ef dótið er merkt. Þið eruð að sjálfsögðu ábyrg fyrir eigin dóti. Best er að geyma verðmæti heima. Ef að dótið ykkar er merkt, verður haft samband og látið vita að það sé á Laugarvatni, annars endar það í kassa sem aldrei er vitjað um. Á hverju ári eru nokkrir kassar af dýrum útbúnaði barna sem engin þekkir.

Smelltu hér til þess að opna skjal um útivist og útbúnað.

Smelltu hér til þess að opna glærur um útbúnaðarkennslu. 

Þar sem lífið á Laugarvatni snýst um samskipti og að kynnast nýju fólki þá er hér listi yfir raftæki sem ekki er leyfilegt að hafa með. 

 

Annað sem ekki má hafa með:

 • Nesti (nammi, mat og drykki). Það er boðið upp á mat í Ungmennabúðunum. Þetta á einnig við hálsbrjóstsykur og tyggjó.
 • Þá má ekki hafa með eldfæri og vasahnífa/hnífa.
 • Spilin: Skellur fyrsta spilið, shit happens, Cards Against Humanity og spil sem eru bönnuð innan 18 ára. ​
 • Nemendur eiga EKKI að hafa lyf á herbergjum.
 • Allt það sem ekki má hafa með verður gert upptækt og litið er á það sem reglubrot...svo best er að skilja það bara eftir heima :-)

 

Ráð frá fyrri nemendum:

 • Takið með ykkur blað og penna
 • Takið með fleiri föt fyrir útivistina/hlýrri föt. Klæða sig eftir veðri.
 • Vera með innanundirföt
 • Fara vel yfir listann
 • Vera með betri buxur
 • Vera með inniskó og fleiri sokka
 • Vera með heyrnatól með eða eyrnatappa til að útiloka hávaða
 • Sleppa því að tuða í kennurunum um að fá að hafa símana, það var gott að vera án þeirra, annars hefðum við ekki kynnst eins vel.
 • Vera með ljós með sér.
 • Vera jákvæðari áður en við komum.
 • Hefði verið gott ef meiri áhersla hefði verið lögð á að við ættum að mæta með úr eða klukku.