11. ágúst 2022

Ertu hress leiðbeinandi eða kryddleginn hjálparkokkur í eldhúsi?

UMFÍ er að taka við rekstri Skólabúða á Reykjum í Hrútafirði frá hausti 2022. Við erum búin að manna í stöður en viljum gera aðeins betur og leitum eftirfarandi starfsmanna í full störf. Okkur vantar leiðbeinanda og aðstoð við matráð í eldhúsinu. Möguleiki á er á húsnæði á staðnum og allskonar aukreitis.

 

Leiðbeinandi:

               Brennandi áhugi á því að vinna með ungu fólki.

               Frumkvæði, skemmtilegheit og sjálfstæði.

               Æðisleg samstarfshæfni og sveigjanleiki.

 

Helstu verkefni: Taka á móti nemendum 7. bekkjar grunnskóla af öllu landinu, taka þátt í skipulagningu dagskrár, leiðbeina á námskeiðum og margt fleira skemmtilegt.

Menntun á þessu sviði eða kostur en ekki skilyrði.

 

Hjálparkokkur:

               Aðstoða matráð í eldhúsi og annað tilfallandi.

               Vera skemmtileg/ur og hugmyndarík/ur.

               Áhugi á eldamennsku og störfum í allskonar er kostur.

              

Eins og allt starfsfólk Skólabúðanna þurfa viðkomandi að vera til fyrirmyndar, uppfyllla skilyrði Æskulýðslaga um starf með börnum og hafa hreint sakavottorð.

 

Allar upplýsingar um störfin veitir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Ungmenna- og Skólabúða UMFÍ i síma 861 3379.

Umsóknir má líka senda á siggi@umfi.is eins fljótt og auðið er.