25. júní 2022

Forseti Íslands segir mælir fyrir forvirkum lýðheilsuaðgerðum

„Við eru í vanda við Íslendingar. Við þurfum að huga að heilsu okkar. Heilbrigðiskerfið nær ekki að ná utan um alla. Við leysum þennan vanda aldrei með því að byggja fleiri álmur og fleiri spítala. Við verðum að huga að forvirkum aðgerðum. Það er margsannað að því fé sem varið er til forvirkra aðgerða af þessu tagi skilar sér margfalt til baka,‟ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Guðni var gestur við setningu Landsmóts UMFÍ 50+ sem fram fer í Borgarnesi um helgina og hélt þar áhrifamikið ávarp um mikilvægi lýðheilsu.

Hann sagði m.a. heilbrigðiskerfið ekki geta sinnt öllum og verði að leita leiða til að fækka þeim sem þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda.

„Heilsuefling eldra fólks – og ég verð að viðurkenna að ég er orðinn gjaldgengur á 50+ mót – er eins mikilvæg og hún er fyrir ungviðið. Við sem erum komin á þennan aldur erum búin að átta okkur á því að við komumst ekki á verðlaunapalla á Ólympíuleikum og heimsmeistaraleikum. En við finnum okkur aðrar leiðir. Þá erum við sigurvegarar í sál og sinni. Ég ný þess mjög að fara út að hlaupa. En ég geri með fulla grein fyrir því að ég næ ekki sama tíma til dæmis í almenningshlaupum þegar ég var yngri. Ég keppi alltaf við ljósastaurana og ég vinn þá alltaf!‟ sagði Guðni en benti á að samtímis hafi hann líka betur gegn púkanum sem stendur á annarri öxl hans segir segir: Þú mátt nú alveg slappa af.

„Um leið og ég er búinn að reima á mig skóna og lagður af stað þá finn ég gleðina yfir því að njóta hreyfingar. Þvílík forréttindi sem það eru að vera maður á miðjum aldir og kominn með smá bumbu, ég hreyft mig, ég get hlaupið og sprett úr spori. Þetta er ekki gefið,‟ sagði hann.

 

Um Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ er haldið í Borgarnesi um helgina. Þar er keppt í fjölda greina fyrir fimmtíu ára og eldri. Jafnframt er líka opið í greinar fyrir þátttakendur á öllum aldri. Mótið hófst með fjölmennri keppni í boccía á föstudag, skák, ringó og götuhlaupi sem allir sem vildu gátu tekið þátt. Í dag hófst dagurinn með keppni í bridge, sundi og heldur svo áfram með keppni í frjálsum, golfi, knattspyrnu og fleiri greinum. Mótinu líkur á morgun.

Þetta er tíunda skiptið sem Landsmót UMFÍ 50+ er haldið. Fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga árið 2011 og hefur síðustu tveimur mótum verið fresta vegna heimsfaraldurs.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá setningu mótsins og viðburðunum.