22. júní 2022

Margir gistimöguleikar í Borgarnesi

Nú er aldeilis farið að styttast í Landsmót UMFÍ 50+ sem verður haldið í Borgarnesi um helgina. Við vekjum athygli á því að eins og á fyrri Landsmótum UMFÍ 50+ þá sjá mótshaldarar ekki um að skipuleggja gistingu mótsgesta.

Margir frábærir gistimöguleikar eru í boði í Borgarnesi, bæði hótel og gistiheimili auk þess sem ljómandi gott tjaldsvæði er í bænum.

Eins og með aðra gistingu verður hver og einn þátttakandi að sjá um að tryggja sér pláss og gistingu á tjaldsvæðinu hvort heldur er í tjaldi, tjaldvagni, fellihýsi, A-hýsi, hjólhýsi eða húsbíl.

Meðfylgjandi eru tvær myndir af Borgarnesi og má þar sjá tjaldsvæðið í bænum. Á efri myndinni er það litað grænu.

Upplýsingar um tjaldsvæði má líka finna á tjalda.is.

Sjáumst kát og hress í Borgarnesi um helgina.