16. júní 2022

Ókeypis í götuhlaup og utanvegahjólreiðar á Landsmóti

Ákveðið hefur verið að lyfta upp stemningunni á Landsmóti UMFÍ 50+ og bjóða keppendum upp á ókeypis þátttöku í götuhlaupi og utanvegahjólreiðum í Borgarnesi.

Götuhlaupið er hinn þekkti Flandrasprettur sem er mánaðarlegt 5 km hlaup í Borgarnesi. Opið er í hlaupið fyrir alla og engin aldurstakmörk í það.

Í utanvegahjólreiðunum er keppt í tveimur flokkum, annars vegar í fjallahjólaflokki og hins vegar í rafhjólaflokki. Rafhjólaflokkurinn verður ræstur á undan hinum og fara fjallahjólin í kjölfarið.

Í hjólakeppninni er ræst við Frumherja í Borgarnesi og hjólaður 20 km hringur á malarvegi og er endað við Frumherja.  

Skráning í bæði götuhlaupið og hjólakeppnina fer fram í Sportabler með sama hætti og skráning á Landsmót UMFÍ 50+.

Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Borgarnesi dagana 24. - 26. júní.

 

Allar upplýsingar um mótið og skráning