30. september 2022

Opið er fyrir umsóknir í Íþróttasjóð

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði. Umsóknafrestur til til mánudagsins 3. október. Lágmarksstyrkur til verkefna sem sótt er um er 250 þúsund krónur.

Íþróttasjóður veitir styrki m.a. til:

  1. a) sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
  2. b) áherslu á fræðslu um gildi hreyfingar fyrir alla.
  3. c) fjölbreytt verkefni sem hvetja ungt fólk sérstaklega til að taka þátt og hreyfa sig reglulega.
  4. d) íþróttarannsókna.
  5. e) verkefni samkvæmt 13. grein íþróttalaga.

 

Fyrir hverja er Íþróttasjóður?

Íþrótta- og ungmennafélög, og fyrir þá sem starfa að útbreiðslu- og fræðsluverkefnum á sviði íþrótta. Einnig þá sem starfa að rannsóknum á sviði íþrótta.

Til hvers?

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að hreyfingu fyrir alla, sérstaklega ungu fólki. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

Vakin er athygli á því að sama íþróttafélag eða sama deild innan íþróttafélags sem hefur margar deildir, getur aðeins sent inn eina umsókn í hverjum umsóknarfresti.

Umsóknarfrestur:

Næsti umsóknarfrestur er 3. október 2022 kl. 15:00. 

 

Smelltu hér til að lesa meira um málið og sækja um styrk