13. mars 2020

Samkomubann og nánari leiðbeiningar væntanlegar

Í ljósi nýrra frétta frá yfirvöldum um samkomubann sem gildir tekur á miðnætti 15. mars næstkomandi  (aðfaranótt mánudags) og á að vara í mánuð er ljóst að endurskoða þarf og takmarka starfsemi á vegum aðildarfélaga UMFÍ. Unnið er að nánari leiðbeiningum sem verða birtar í dag.

Meðal annars eru þeir fundir sem hér eru listaðir að neðan væntanlegir í dag. Að þeim loknum munu sambandsaðilar UMFÍ fá nánari upplýsingar.

12:00 - Stöðufundur nú í hádeginu með forsvarsfólki ÍSÍ og sérsambanda.

15:00 - Fundur nú klukkan 15:00 í dag með mennta- og menningarmálaráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins.