03. nóvember 2022

Samræmd viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf

Mikilvægum áfanga verður náð á morgun þegar kynnt verður samræmd viðbragðsáætlun, sem veitir íþrótta- og æskulýðsfélögum samræmdar leiðbeiningar þegar erfið og flókin mál koma upp. Málin geta verið af ýmsum toga, svo sem ofbeldismál (bæði kynferðisofbeldi og önnur óæskileg hegðun), eineltismál, slys, veikindi og margt fleira.

Tilgangur samræmdrar viðbragðsáætlunar er að að sporna við atvikum sem geta mögulega komið upp og leiðbeint starfsfólki, sjálfboðaliðum og fleirum til að bregðast eins og rétt við ef til þess kemur. Enda er best fyrir alla aðila máls, ef viðbrögð eru samræmd.

Í vinnuhópi um samræmdu viðbragðsáætlunina sátu fulltrúar frá Bandalagi íslenskra skáta, Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR), Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), KFUM, Landsbjörg, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, Æskulýðsvettvanginum og fulltrúi frá UMFÍ.

Vinnuhópurinn sem unnið hefur að viðbragðsáætluninni segir fagnaðarefni að hún sé tilbúin:

„Íþrótta- og æskulýðssamtök hafa unnið í sameiningu að viðbragðsáætluninni. Við trúum að áætlun á borð við þessa stuðli að auknu öryggi fyrir flesta hvort sem um er að ræða þátttakendur, sjálfboðaliða eða starfsfólk íþrótta- og æskulýðsfélaga.“

Ásmundur D. Einarsson, mennta- og barnamálaráðherra, ætlar að fagna með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar og þeirra félagasamtaka sem málið varðar á jarðhæð Íþróttamiðstöðvarinnar við Engjaveg 6 og hefst viðburðurinn klukkan 15:00.