30. desember 2022

Skinfaxi 2022: Síðasta tölublað ársins komið út

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, og síðasta tölublað ársins er komið út. Það er líka gott að lesa blaðið á umfi.is.

Blaðið er eins og alltaf stútfullt af brakandi fersku efni úr ungmennafélagshreyfingunni. Í þessu síðasta tölublaði ársins er ítarlegt viðtal við Valdimar Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra UMSK, fjallað um íþróttahéruð, skautaíþróttin fær stóran skerf af blaðinu og svo má lengi telja. Nóg er að lesa.

 

Á meðal efnis í blaðinu:

 • Loksins tókst að afhenda Eyrúnu Hörpu starfsmerki – fyrrverandi stjórnarfólk hittist hjá UMFÍ.
 • Samskiptaráðgjafi hvetur fólk til að lesa samræmda viðbragðsáætlun fyrir íþróttafélög og önnur félög.
 • Valdís Helga tekin við sem verkefnastýra Æskulýðsvettvangsins.
 • Harrison Lewis ræðir um skoppbolta, sem er nýjasta æðið.
 • Árni mælir með því að ný heildarlöggjöf verði gerð fyrir frístunda- og æskulýðsstarf frá vöggu til grafar.
 • Hver er staðan á skautafélögum landsins?
 • Ítarlegt viðtal við Helgu Olsen hjá Íþróttafélaginu Öspinni, Söruh Smiley hjá Skautafélagi Akureyrar og fleiri um skauta, íshokkí og margt fleira.
 • „Við erum með tuttugu gáma af sandi en eigum engan pening. Getið þið hjálpað okkur?“ – viðtal við Valdimar Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra UMSK.
 • Pælingar um íþróttahéruð og pælingar fólksins í hreyfingunni.
 • Hilma Hólmfríður ræðir um næstu skref verkefnisins Allir með í Reykjanesbæ.
 • Þrír ráðherrar skrifa undir tímamótasamning.
 • Flott verkefni Þróttar Vogum og Ungmennafélagsins Snæfells.
 • Bætt lýðheilsa er lykilorð fyrir alla.
 • Unglingalandsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ á næsta ári.
 • Eva Katrín Friðgeirsdóttir ræðir um verkefnið Virkni og vellíðan sem hefur slegið í gegn hjá eldri borgurum í Kópavogi.
 • Leiðtoganámskeið hjá hestamannafélaginu Jökli.

 

Skinfaxi er málgang UMFÍ og hefur það komið út óslitið frá árinu 1909.

Áskrifendur og sambandsaðilar UMFÍ eru að fá blaðið í hendur á næstu dögum. Einnig verður hægt að nálgast eintak í íþróttamiðstöðvum, á sundstöðum, bensínstöðum og hjá sambandsaðilum um allt land.

Nýjasta tölublað Skinfaxa er hægt að lesa í heild sinni hér: 

Skinfaxi 3. tbl. 2022

Þú getur lesið eldri tölublöð Skinfaxa allt aftur til fyrsta tölublaðs á Netinu: Eldri tölublöð Skinfaxa

Þú getur líka smellt á myndina hér að neðan og náð í nýja blaðið á PDF-formi