04. janúar 2023

UMFÍ leitar að starfsmanni í afleysingar í Ungmennabúðunum

Við leitum að leiðbeinanda í 60-100% tímabundið starf í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan janúar og unnið með okkur fram í apríl. 

Starf frístundaleiðbeinanda felur í sér að leiðbeina ungmennum á námskeiðum, hafa umsjón með dagskrá og samskipti við þá sem fylgja nemendahópunum í Ungmennabúðunum. 

Við gerum ríka kröfu um hreint sakavottorð og reynslu af því að starfa með ungmennum. Viðkomandi þarf að vera reyklaus og til fyrirmyndar. 

Menntun er ekki skilyrði en kostur er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum og ungmennum. Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og hressleiki er líka kostur. 

 

Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2023. Allar upplýsingar um starfið eru veittar í síma 568 2929 og svo má alltaf smella í tölvupóst á netfangið siggi@umfi.is. 

Umsókn um starfið skal senda á siggi@umfi.is.