Reyklaust tóbak

Í október 2022 fór fram Málþing um nikótín og heilsu. Að málþinginu stóðu UMFÍ, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Fræðsla og forvarnir með stuðningi frá lýðheilsusjóði og heilbrigðisráðuneytinu.

Alls voru flutt sjö áhugaverð og fjölbreytt erindi, þrjú ávörp og í lok þingsins fóru fram pallborðsumræður. Viðfangsefni erindanna voru um áhrif nikótíns á heilsu, notkun, fíkn, fræðslu, viðhorf Íslenda og lög um nikótínvörur sem samþykkt voru í júní 2022.  

Gunnar Sigurðsson, viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins var fundarstjóri. 

Hér fyrir neðan er að finna upptökur sem og glærur. 

Hér er að sjá myndir frá málþinginu. 

 

Upplýsingar og upptökur

Ávörp

Á málþinginu voru flutt þrjú ávörp. 

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. 

 

Alma Möller landlæknir. 

Væntanlegt. 

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. 

 

Um nikótín, áhrif þess á heilsu ungmenna og mikilvægi lýðheilsuaðgerða

Lára Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsuvísindum.

Lára er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Hún starfar nú hjá SÁÁ en hefur meðal annars starfað sem fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélaginu. Lára er einnig þekkt fyrir pistla- og  greinaskrif sín í fjölmiðlum. 


Glærur frá erindi.

Nikótínpúðar og munnholið

Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munnhols.

Stefán Pálmason er tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munnhols. Hann rekur tannlæknastofu á Garðatorgi 5, kennir við Tannlæknadeild og er með stöðu á Landspítala. Eitt af hans helstu viðfangsefnum er greining og meðhöndlun slímhúðarbreytinga í munni þ.m.t. breytingar vegna tóbaks.


Glærur frá erindi.

Nikótínfíkn og meðferð

Sylvía Runólfsdóttir læknir á Sjúkrahúsinu Vogi.

Sylvía er læknir á sjúkrahúsinu Vogi. Hún útskrifaðist frá læknadeild HÍ 2014 og hefur sinnt fólki með fíknisjúkdóma á mörgum vettvöngum í sínum störfum, meðal annars í heilsugæslu, héraðslækningum, á lyflækningasviði og gjörgæslu Landspítalans en hefur í þrjú ár helgað sig meðferð við sjúkdómnum á sjúkrahúsinu Vogi.


Glærur frá erindi.

Nikótín - lyf eða neysluvara?

Viðar Guðjohnsen eftirlitsmaður hjá Eftirlitssviði Lyfjastofnunar.

Viðar er lyfjafræðingur að mennt. Hann starfar sem eftirlitsmaður í markaðseftirlitsdeild Lyfjastofnunar. Hann er tveggja barna faðir og mikill áhugamaður um heilbrigt lífefni.


Glærur frá erindi.

Viðhorf almennings til sölu- og dreifingarfyrirkomulags nikótínvara

Árni Einarsson framkvæmdastjóri FRÆ, Fræðslu og forvarna.

Árni er framkvæmdastjóri FRÆ-Fræðslu og forvarna en er auk þess formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Árni hefur komið víða við í æskulýðs- og forvarnastarfi og starfi almannaheillasamtaka meira og minna frá unglingsaldri í hinum ýmsu ráðum og stjórnum.


Glærur frá erindi.

Nýju nikótínlögin

Kristín Ninja Guðmundsdóttir lögfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu.

Kristín er lögfræðingur hjá Heilbrigðisráðuneytinu og starfar á skrifstofu heilsueflingar og vísinda. Hún ber ábyrgð á þessum málafloki á skrifstofunni þ.e. nikótínvörum og rafrettum og þeim lögum og reglum sem varða þessar vörur. Kristín er einnig hluti af tóbaksvarnarteymi ráðuneytisins.


Glærur frá erindi.

Fræðsla í skólum um notkun tóbaks og nikótínvara

Andrea Ýr Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Heilsulausnum.

Andrea Ýr er hjúkrunarfræðingur og starfar hjá Heilsulausnum sem er fyrirtæki sem sinnir forvarnarstarfi út um allt land með fræðslu fyrir börn og unglinga.


Glærur frá erindi.

Pallborð

Umsjón: Árni Guðmundsson, félagsuppeldisfræðingur.

Árni er starfsmaður Tómstunda- og félagsmálafræðideild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Hann fæst við kennslu og rannsóknir á sviði æskulýðsmála. Er formaður Foreldrafélags gegn áfengisauglýsingum. Hefur langa reynslu af starfi á vettvangi æskulýðsmála bæði hérlendis og erlendis og gegnt þar fjölda ábyrgðar- og trúnaðarstarfa.

Jóhanna Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Jóhanna hefur unnið í tóbaksvörnum frá árinu 2001, fyrst hjá Ráðgjöf í reykbindindi sem ráðgjafi við að hjálpa fólki að hætta tóbaksnotkun og síðar einnig sem verkefnastjóri til ársins 2022. Að auki hefur Jóhanna verið með námskeið og fyrirlestra í tóbaksleysi víða um land fyrir heilbrigðisstarfsfólk, ungmenna- og íþróttafélög og ýmis félagasamtök í gegnum árin.

Skarphéðinn Grétarsson, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnum

Skarphéðinn sér um eftirlit og skráningu á nikótínvörum og rafrettum.

Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis.

Viðar hefur unnið við tóbaksvarnir í áratugi. Fyrst sem starfsmaður Tóbaksvarnanefndar og svo sem verkefnastjóri tóbaksvarna frá stofnun Lýðheilsustöðvar 2003. Siðar sem verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis við sameiningu Lýðheilsustöðvar og Embætti landlæknis árið 2011. Viðar á sæti í fagráði um tóbaksvarnir hjá Embætti landlæknis.

Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd

Skúli Bragi Geirdal er fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Ásamt því að kenna við fjölmiðlafræðideild Háskólans á Akureyri. Skúli starfaði áður við ritstjórn og hönnun á fjölmiðlinum N4 og kom þar að gerð um 400 sjónvarpsþátta, ásamt því að taka virkan þátt í stefnumótun á miðlinum

Lilja Sigrún Jónsdóttir, heimilislæknir hjá Heilsugæslustöð höfuðborgarsvæðisins.

Lilja Sigrún er heimilislæknir og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins sem hefur unnið að tóbaksvörnum um árabil.