Samkvæmt Íþróttalögum og Æskulýðslögum er óheimilt að ráða til starfa einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna ofbeldis og ávana- og fíkniefna, á síðastliðnum fimm árum, til starfa með börnum og ungmennum.
Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög þeirra eru hvött til þess að óska eftir samþykki starfsmanna um heimild til að leita eftir upplýsingum hjá Sakaskrá ríkisins.
Útfyllt eyðublað sendist til þjónustumiðstöðvar UMFÍ á netfangið umfi@umfi.is. UMFÍ sendir skjalið til Sakaskrá, félaginu að kostnaðarlausu.