Viðbrögð við COVID-19

Hér er að finna hagnýtar upplýsingar vegna COVID-19 fyrir íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna. 

 

Spurt og svarað um áhrif samkomubanns eftir 25. maí 2020

Hvað þýðir samkomubann?

Fjöldamörk samkomubanns hækkuðu úr 50 í 200 manns 25. maí og gilda þau mörk til 21. júní 2020.

Með takmörkun á fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 200 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Er þá m.a. vísað til íþróttaviðburða. 

Allir einstaklingar eru hvattir til að halda tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra eftir því sem aðstæður leyfa.

Þar sem veitt er þjónusta eða einstaklingar eiga ekki kost á öðru en að mæta skal tryggja þeim sem það kjósa að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Undir þessi rými í þessum skilningi falla m.a. sund- og baðstaðir, íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar.  

Ofangreind tilmæli eiga EKKI við börn og ungmenni í leik- og grunnskóla. Engar fjöldatakmarkanir eða nálægðarmörk gilda fyrir þann aldurshóp. 

 

Hvað fellur ekki undir samkomubann?

Samkomubannið nær ekki til alþjóðaflugvalla eða alþjóðahafna, flugvéla eða skipa. 

 

Auglýsing frá 25. maí 2020

Upplýsingar af vefnum covid.is

Gildir tveggja metra reglan alltaf í íþróttum?

Frá 4. maí féllu alveg niður takmarkanir hjá börnum og ungmennum (0 - 16 ára) í leik- og grunnskólum og við íþróttaiðkun og æskulýðsstarf. Sömuleiðis á tveggja metra reglan ekki við um þennan aldurshóp. 

Fyrir eldri aldurshópa (17 ára og eldri) þá hækkuðu fjöldamörk samkomubanns úr 50 manns í 200 manns þann 25. maí og gilda þau mörk til 21. júní.

Einstaklingar eru áfram hvattir til þess að halda tvo metra á milli sín og huga vel að sóttvörnum. 

Mega æfingar fara fram?

Frá 4. maí féllu alveg niður takmarkanir á fjölda barna og ungmenna frá 0 - 16 ára sem og tveggja metra nálægðarmörk. 

Fyrir eldri aldurshópa (17 ára og eldri) hækkuðu fjöldamörk úr 50 í 200 manns þann 25. maí.

Einstaklingar eru áfram hvattir til þess að viðhalda tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra eftir því sem aðstæður leyfa.  

 

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna og ungmenna (0 - 16 ára)

 • Engar fjöldatakmarkanir né fjarlægðarmörk eru á iðkendum.
 • Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, er leyfð.
 • Skíðasvæði eru opin fyrir æfingar barna og ungmenna.
 • Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða er opin fyrir sundæfingar barna og ungmenna.
 • Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi er heimil. Hámarksfjöldi áhorfenda er 200 manns. 
 • Hvatt er áfram til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

 

Íþróttastarf eldri hópa (17 ára og eldri)

 • Frá 25. maí mega 200 manns koma saman.
 • Allir einstaklingar eru hvattir til að viðhalda tveggja metra fjarlægð í samskiptum við aðra eftir því sem aðstæður leyfa.
 • Í rýmum þar sem gert er ráð fyrir að almenningur eigi aðgang að skal leitast við að bjóða einstaklingum upp á að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum eins og kostur er.
 • Þar sem veitt er lögbundin þjónusta eða almenningur á ekki kost á öðru en að mæta skal vera unnt að tryggja þeim sem það kjósa að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum. Undir rými í þessum skilningi falla m.a. sund- og baðstaðir, íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar. 
 • Notkun búningsaðstöðu innanhúss er heimil.
 • Áfram er hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.
Mega mót fara fram eftir 4. maí?

Keppni í íþróttum er heimil frá og með 25. maí. Fjöldi áhorfenda takmarkast við 200 einstaklinga. 

Leitast skal við að bjóða einstaklingum að halda tveggja metra fjarlægð frá öðrum eins og kostur er. 

Er leyfilegt að skipta upp íþróttasal/knattspyrnuhúsi í nokkur minni svæði?

Frá og með 4. maí eru engar fjöldatakmarkanir fyrir aldurshópinn 0 - 16 ára. Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, er leyfð. Ekki þarf að gæta þess að hafa tvo metra á milli iðkennda. 

Frá og með 25. maí verður 200 manna fjöldatakmörkun fyrir aldurshópinn 17 ára og eldri. 

Notkun á búningsaðstöðu innanhúss er heimil. 

Áfram er hvatt til þess að einstaklingar (17 ára og eldri) haldi tveimur metrum á milli sín.

Gilda sömu forsendur fyrir æfingar úti og inni?

Frá og með 4. maí eru engar fjöldatakmarkanir fyrir aldurshópinn 0 - 16 ára. Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, er leyfð. Ekki þarf að gæta þess að hafa tvo metra á milli iðkennda. 

Frá og með 25. maí verður 200 manna fjöldatakmörkun fyrir aldurshópinn 17 ára og eldri. 

Notkun á búningsaðstöðu innanhúss verður heimil. 

Áfram er hvatt til þess að einstaklingar (17 ára og eldri) haldi tveimur metrum á milli sín.

Er leyfilegt að blanda árgöngum skólabarna á íþróttaæfingum?

Já, frá og með 4. maí eru engar fjöldatakmarkanir fyrir aldurshópinn 0 - 16 ára. Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, er leyfð. Ekki þarf að gæta þess að hafa tvo metra á milli iðkennda. 

Hversu oft þarf að þrífa búnað?

Notkun á sameiginlegum búnaði, einkum þeim sem snertur er með höndum, skal haldið í lágmarki og ber að sótthreinsa hann á milli notkunar.

Mega foreldrar vera á íþróttaæfngum barna sinna?

Frá og með 25. maí er foreldrum heimilt að fylgjast með æfingum svo lengi sem fjöldi áhorfenda fer ekki yfir 200 einstaklinga. 

Hvernig er með íþróttaiðkun leikskólabarna þar sem þörf er á stuðningi foreldra?

Frá og með 4. maí verða engar fjöldatakmarkanir fyrir aldurshópinn 0 - 16 ára. Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verður leyfð. Ekki þarf að gæta þess að hafa tvo metra á milli iðkennda. 

Frá og með 4. maí verður 50 manna fjöldatakmörkun fyrir aldurshópinn 17 ára og eldri og hvatt er áfram til þess að einstaklingar haldi tvo metra á milli sín. 

Virða þarf fjöldamörk og nálægðarmörk fullorðinna. Eins þau tilmæli að aðeins sjö fullorðnir einstaklingar séu saman komnir á svæði sem nemur hálfum fótboltavelli úti (2.000 m²) og fjórir fullorðnir einstaklingar á svæði inni sem nemur hálfum handboltavelli (800 m²).

Hver eru réttindi starfsmanna í íþróttahreyfingunni?

Starfsmenn og verktakar íþróttafélaga og frjálsra félagasamtaka eiga rétt til hlutagreiðslu samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda, samkvæmt frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. 

Miðað við það geta starfsmenn íþróttafélaga, þjálfarar og aðrir á launaskrá viðkomandi félags sótt um hlutagreiðslur komi til skerts starfshlutfalls. Gert er ráð fyrir að þær geti numið frá 20-75% skerðingu á móti starfshlutfalli starfsmanna. Komi til skerðingar þarf starfsmaður að semja við yfirmann sinn og sækja að því loknu um greiðslur vegna minna starfshlutfalls.

Í stuttu máli:

 • Hlutagreiðslur greiddar samhliða allt að 75% minna starfshlutfalli.
 • Laun frá vinnuveitanda og greiðslu bóta samanlagt geta aldrei numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna launamanns.
 • Miðað er við meðaltal launa síðustu þriggja mánaða áður en launamaður missti starf sitt að hluta.
 • Þak á samanlagðar bætur og laun nema 700.000 krónum.
 • Einstaklingur með 400.000 krónur í launa eða minna á mánuði getur fengið greitt 100% launa sinna.
 • Gildistími frumvarpsins er frá 15. mars 2020 til 31. maí 2020.

Sjá nánar: 

http://umfi.is/utgafa/frettasafn/ithrottafelog-geta-nytt-hlutagreidslur/

Hvernig fer með æfingagjöld ef félög þurfa að fella niður æfingar til lengri tíma?

ÍSÍ og UMFÍ hafa leitað ráðgjafar varðandi endurgreiðslu æfingagjalda.

Samkvæmt þeirri ráðgjöf eru þessar aðstæður sem nú eru uppi dæmi um ytri atvik sem ekki voru fyrirséð og ekki unnt að koma í veg fyrir. Sú staðreynd að íþróttafélög geta ekki veitt þjónustu sína telst því almennt ekki vanefnd gagnvart iðkendum. Iðkendur geta því ekki krafist þess að æfingar fari fram með hefðbundnu sniði né krafist skaðabóta vegna þess að æfingar hafa fallið niður. Hins vegar þarf að koma til móts við iðkendur vegna þess tímabils sem æfingar liggja niðri.
 
ÍSÍ og UMFÍ mæla með því að félögin haldi áfram að þjónusta iðkendur með fjar- og heimaæfingum eins og best er kostur. Þá er einnig mælt með því að félögin komi til móts við iðkendurna og forráðamenn þeirra með því að lengja æfingatímabilið eða bjóða upp á aukaæfingar og/eða námskeið. Tímalengd og fyrirkomulag ræðst af því hversu mikla þjónustu félögin hafa getað veitt á meðan samkomubannið varir.

ÍSÍ og UMFÍ leggja áherslu á í tilmælum sínum að ábyrgð og ákvörðun um tilhögun og ráðstöfun æfingagjalda er alfarið á forræði aðildarfélaganna sjálfra og/eða deilda þeirra.

Sjá nánar: Frétt um tilmæli varðandi fyrirspurn um endurgreiðslu æfingagjalda.

Hvað gerum við með ársfundi sambandsaðila UMFÍ?

Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 50 í 200 manns 25. maí nk. Einstaklingar eru áfram hvattir til þess að halda tvo metra á milli sín. 

Æskilegt er að leita leiða til að halda fundum fáum og takmarka fjölda fundargesta.

Ráðlegra er að á meðan samkomubannið gildir að bjóða fólki fremur upp á fjarfundi hvort heldur er af skrifstofu eða heiman frá viðkomandi.

ÍSÍ og UMFÍ hafa í sameiningu ákveðið að framlengja frest til að skila inn starfsskýrslum í Felix til 1. júní næstkomandi.

Þau íþróttafélög sem hafa tök á að skila fyrr eru góðfúslega beðin um að ganga frá skilum eins fljótt og auðið er. Það flýtir fyrir úrvinnslu gagna.

Hver er áhrif samkomubanns á skil á starfsskýrslum til UMFÍ?

ÍSÍ og UMFÍ hafa í sameiningu ákveðið að framlengja frest til að skila inn starfsskýrslum í Felix til 1. júní næstkomandi.

Þau íþróttafélög sem hafa tök á að skila fyrr eru góðfúslega beðin um að ganga frá skilum eins fljótt og auðið er. Það flýtir fyrir úrvinnslu gagna.

UMFÍ veitir frekari upplýsingar í síma  568 2929 og í tölvupósti á netfanginu umfi@umfi.is.

Hvað með aðra fundi sambandsaðila UMFÍ og aðildarfélga þeirra?

Fjöldamörk samkomubanns hækka úr 50 í 200 manns 25. maí nk. Einstaklingar eru áfram hvattir til þess að halda tvo metra á milli sín.  

Æskilegt er að leita leiða til að halda fundum fáum eða fella þá niður og takmarka fjölda fundargesta.

Ráðlegra er að á meðan samkomubannið gildir að bjóða fólki fremur upp á fjarfundi hvort heldur er af skrifstofu eða heiman frá viðkomandi.

Almennar upplýsingar

Hvernig get ég varið mig og aðra gegn veirunni?

Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar með vatni og sápu í lágmark 20 sekúndur eða nota handspritt. Þegar þú mætir í vinnu eða kemur heim skaltu byrja á að þvo hendur vel og vandlega. Svo er góð regla að forðast náin samskipti við aðra sem eru með einkenni kvefs, eins og hnerra eða hósta og halda sig í minnst tveggja metra fjarlægð.

Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogabótina en ekki í hendurnar eða út í loftið. Sýndu sérstaka aðgát við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s. handrið, lyftuhnappa, snertiskjái, greiðsluposa og hurðarhúna. Heilsaðu með brosi frekar en handabandi.

 

Upplýsingar af síðunni covid.is

Hvað geri ég ef ég held að ég sé smitaður af veirunni?

Hafðu samband við Læknavaktina í síma 1700, heilsugæsluna þína eða netspjall á heilsuvera.is og fáðu ráðleggingar. 

Ekki fara beint á heilbrigðisstofnun,heldur hringdu fyrst og fáðu leiðbeiningar. 

Upplýsingar af síðunni covid.is

Hver eru einkenni smits?

Þú getur varið þig og aðra gegn smiti með því að fylgja þessum ráðum.

 • Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti.
 • Ef vatn og sápa eru utan seilingar er gott að nota handspritt, til dæmis þegar þú hefur notað greiðslukort eða komið við fleti sem margir snerta, svo sem hurðarhúna. Á vef landlæknis eru góðar upplýsingar um hvernig gæta má varúðar gegn sýkingum.
 • Ef þú þarft að hósta eða hnerra skaltu nota olnbogabótina eða einnota klúta. Þannig kemurðu í veg fyrir að úði fari á hendur. Gættu þess að hósta eða hnerra ekki á aðra.
 • Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög. Finndu aðrar leiðir til þess að heilsa, sem ekki fela í sér snertingu.
 • Reyndu að bera ekki hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.
 • Þrífðu oftar fleti sem eru mikið notaðir.
 • Ef þú ert eldri borgari eða með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma er ráðlagt að halda sig fjarri mannamótum og fjöldasamkomum.
 • Forðastu að umgangast fólk sem er með einkenni sem minna á flensu.

 

Upplýsingar af vef Embættis landlæknis