Takmörkun á fjölda einstaklinga sem má koma saman miðast við 100 fullorðna frá og með 14. ágúst til 27. ágúst 2020. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin.
Með takmörkun á fjölda er átt við þegar fleiri en 100 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Er þá m.a. vísað til íþróttaviðburða.
Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi þarf að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.
Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli einstaklinga þarf að nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar um notkun andlitsgríma.
Ofangreind tilmæli eiga EKKI við börn og ungmenni í leik- og grunnskóla. Engar fjöldatakmarkanir eða nálægðarmörk gilda fyrir þann aldurshóp.
Hvað fellur ekki undir samkomubann?
Samkomubannið nær ekki til alþjóðaflugvalla eða alþjóðahafna, flugvéla eða skipa.