Landsmót UMFÍ fóru fram á nokkurra ára fresti frá árunum 1909 - 2013. Strax við stofnun UMFÍ árið 1907 kom fram mikill áhugi á því að halda allsherjar íþróttamót fyrir landið allt. Mótin voru hin glæsilegustu og fóru fram víðs vegar um landið. Eftir mótið árið 2013 þótti kominn tími til að breyta mótinu með breyttum tíðaranda. Landsmótið - íþróttaveisla UMFÍ fór fram sumarið 2018 sem nýju og fersku sniði.

Íþróttaveislu UMFÍ verður á sambandssvæði Ungmennasambands Kjalarnesþings. Hún verður með nýju sniði þetta árið og er stefnt á að hafa nokkrar veislur í fjórum þéttbýliskjörnum á svæði UMSK; Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Kópavogur og Garðabær/Álftanes. Íþróttaveislan skiptist í fjóra stórkostlega viðburði: Fyrirtækjaboðhlaup, Drulluhlaup, hundagöngu og Forsetahlaup sem haldnir verða frá í maí til september 2022.