Saga Landsmóta UMFÍ

Landsmót UMFÍ hafa verið haldin á nokkurra ára fresti frá árinu 1909. Strax við stofnun UMFÍ árið 1907 kom fram mikill áhugi á því að halda allsherjar íþróttamót fyrir landið allt. Einkum voru það glímukóngurinn Jóhannes Jósefsson og félagar hans í Ungmennafélagi Akureyrar sem töluðu fyrir slíku.

Á stofnþingi UMFÍ 1907 var samþykkt að „koma á fót árlegri íþróttastefnu fyrir land alt og leggja til verðlaunagripi er veitir íturmenni í hverri íþrótt er þar verður sýnd.“ (Fjallkonan, 26. júní 1908)

Fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri 17. júní árið 1909 að frumkvæði Ungmennafélags Akureyrar. Mótið var hið veglegasta. Það hófst með skrúðgöngu út á hátíðarsvæðið á Oddeyrartúni. Eftir mikil ræðuhöld að þeirrar tíðar hætti byrjuðu íþróttir og stóðu allan daginn. Hófust þær með fjölmennri flokkaglímu en keppendur mótsins voru 34 talsins. Þá var sýnt hástökk, hlaup, ganga, sund og knattspark. Reyndar var Landsmótið á Akureyri upphaflega fjórðungsmót Norðlendinga og voru nokkur slík haldin á fyrsta áratug 20. aldar.  

Á þessu fyrsta landsmóti kepptu menn ekki undir undir nafni félaga sinna heldur bæi og byggðarlög þeirra.

Keppt var í glímu, hástökki, langstökki og stangarstökki, 100 m hlaupi og göngu auk sunds og knattspark sem þá var óðum að ryðja sér rúms, einkum í Reykjavík. Tveir flokkar tókust á í knattsparki einn frá Akureyri á móti liði frá Húsavík. Akureyringar höfðu betur.

 

Landsmót UMFÍ

Fyrri Landsmót UMFÍ

28. Landsmót UMFÍ, Sauðárkróki 12. – 15. júlí 2018.

27. Landsmót UMFÍ, Selfossi 4. - 7. júlí 2013.

26. Landsmót UMFÍ, Akureyri 10. - 12. júlí 2009.

25. Landsmót UMFÍ, Kópavogi 5. - 8. júlí 2007.

24. Landsmót UMFÍ, Sauðárkróki 8. - 11. júlí 2004.

23. Landsmót UMFÍ, Egilsstöðum 12. - 15. júlí 2001.

22. Landsmót UMFÍ, Borgarnesi 3. - 6. júlí 1997.

21. Landsmót UMFÍ, Laugarvatni 14. - 17. júlí 1994.

20. Landsmót UMFÍ, Mosfellsbæ 12. - 15. júlí 1990.

19. Landsmót UMFÍ, Húsavík 10. - 12. júlí 1987.

18. Landsmót UMFÍ, Keflavík og Njarðvík 13. - 15 júlí 1984.

17. Landsmót UMFÍ, Akureyri 10 - 12. júlí 1981.

16. Landsmót UMFÍ, Selfossi 21. - 23. júlí 1978.

15. Landsmót UMFÍ, Akranesi 11. - 13 júlí 1975.

14. Landsmót UMFÍ, Sauðárkróki 10. - 11. júlí 1971.

13. Landsmót UMFÍ, Eiðum 13. - 14. júlí 1968.

12. Landsmót UMFÍ, Laugarvatn 3. - 4. júlí 1965.

11. Landsmót UMFÍ, Laugum 1. - 2. júlí 1961.

10. Landsmót UMFÍ, Þingvöllum 29. - 30. júní 1957.

9. Landsmót UMFÍ, Akureyri 2. - 3. júlí 1955.

8. Landsmót UMFÍ, Eiðum 5. - 6. júlí 1952.

7. Landsmót UMFÍ, Hveragerði 2. - 3. júlí 1949.

6. Landsmót UMFÍ, Laugar 6. - 7. júlí 1946.

5. Landsmót UMFÍ, Hvanneyri 26. - 27. júní 1943.

4. Landsmót UMFÍ, Haukadal 22. - 23 júní 1940.

3. Landsmót UMFÍ, Reykjavík 17. - 24. júní 1914.

2. Landsmót UMFÍ, Reykjavík 17. - 25. júní 1911.

1. Landsmót UMFÍ, Akureyri 17. júní 1909.