Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

12. ágúst 2025
Skítugasta hlaup ársins handan við hornið
Drullu- og hindrunarhlaup UMFÍ og Krónunnar er drulluskemmtilegt hlaup fyrir alls konar fólk, fyrir fjölskylduna, vinahópa og frænku- og frændgarðinn, saumaklúbba og vinnufélaga sem vilja vinna saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins.

12. ágúst 2025
Takk fyrir Unglingalandsmótið
Nú er Unglingalandsmót UMFÍ að baki. Bestu þakkir fyrir að taka þátt í svona mörgum greinum og prófa alls konar nýtt. Takk kæru sjálfboðaliðar fyrir öll litlu og stóru verkefnin, fyrir greinastjórnina, dómgæsluna og fyrir tónlistina og stuðið - og takk samstarfsaðilar.

04. ágúst 2025
Foreldrar skemmtu sér í strandblaki á Unglingalandsmóti
„Þetta var rosalega gaman og enginn tognaði, bognaði eða sleit neitt,“ segir Silja Úlfarsdóttir, sem stýrði strandblaki foreldra á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum í gær. Mikil ánægja var með keppnina og hlakkar foreldrana til mótsins á næsta ári.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ