Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

15. október 2025
Ekki gleyma að senda inn umsókn!
Við minnum á að í dag er síðasti séns til að senda inn umsóknir í tvo sjóði. Svo er enn opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hér eru ítarlegri upplýsingar um sjóðina.

14. október 2025
UMFÍ sendir líflínu til lítilla íþróttahéraða í fjárþröng
Mörg smærri íþróttahéruð glíma við alvarlega fjárhagslega stöðu. Samþykkt var á þingi UMFÍ um helgina að greiða 60 milljónir króna til héraðanna sem verst standa næstu tvö árin. Formaður UMFÍ segir mikilvægt að ríki og sveitarfélög styðji enn betur við íþróttastarf í landinu.

14. október 2025
Nýjasti Skinfaxi kominn út: Hvað kostar að æfa íþróttir?
Æfingagjöld íþróttafélaga landsins eru ærið misjöfn. Í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ, má sjá dæmi um æfingagjöld hjá aðildarfélögum innan UMFÍ um allt land. Við samantektina er horft til greiðslu gjalda fyrir 12 ára barn.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ