Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
17. desember 2025
Engilbert: Sóknarfæri sem kalla á breytta hugsun
Engilbert Olgeirsson er án efa einn af reynslumestu starfsmönnum íþróttahreyfingarinnar og hefur verið framkvæmdastjóri HSK í 34 ár. Hér ræðir hann um lífið í hreyfingunni, áhugann á félagsmálum og margt fleira.
15. desember 2025
Rósa er sjálfboðaliða ársins á Norðurlandi eystra
Rósa Jónsdóttir, formaður Golfklúbbs Fjallabyggðar, er sjálfboðaliði ársins 2025 á Norðurlandi eystra. Hún er ein fjölmargra sem var tilnefnd til þess í tilefni af Alþóðlegum degi sjálfboðaliðans 5. desember síðastliðinn.
12. desember 2025
Til hamingju með sundlaugarnar
„Sundlaugamenningin er lifandi og tengir okkur saman,“ sagði Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, þegar hann fagnaði því að sundlaugamenning Íslands hefur verið viðurkennd sem lifandi hefð og er komin á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns.
Siðareglur og samskiptaráðgjafi
Siðareglur
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.
Samskiptaráðgjafi
Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan skipulags íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Markmiðið með starfsemi samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að starfið fari fram í öruggu umhverfi og að fólk geti leitað aðstoðar eða réttar síns án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.
Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ