Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

28. maí 2025
Prikhestar eru heita nýja greinin
Allir geta verið með á prikhestum! Þær Berglind Ýr og mæðgurnar Guðný María Waage og Arnheiður María Hermannsdóttir Waage kíktu í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ með prikhestana Brownies og Snjó og kynntu greinina.

27. maí 2025
Vinnustofa um íþróttir fatlaðra í Skagafirði
„Við erum mjög spennt og jákvæð fyrir vinnustofunni og hlökkum til að hitta drífandi einstaklinga, foreldra og fleiri í sveitarfélaginu sem brenna fyrir íþróttum fatlaðra,“ segir Halldór Lárusson, annar tveggja svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á Norðurlandi vestra.

26. maí 2025
Sandra Finnsdóttir: Geggjað íþróttapartý
„Við erum öll rosalega spennt fyrir mótinu, líka við sem eigum enn svolítið í fimmtugt af því að það er svo margt í boði fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Sandra Finnsdóttir. Undirbúningur Landsmóts UMFÍ 50+ er í fullum gangi í Fjallabyggð.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ