Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

08. október 2025
Seinni umsóknarfrestur í Fræðslu- og verkefnasjóð
Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Sjóðurinn styrkir verkefni sem tengjast félags- og íþróttastarfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Á fyrri hluta ársins styrkti sjóðurinn 73 verkefni um 12,6 milljónir króna.

06. október 2025
Kynning á frambjóðendum til stjórnar
Formaður UMFÍ verður sjálfkjörinn á 54. Sambandsþingi UMFÍ um næstu helgi. En hvaða fólk er í framboði? Hér geturðu séð kynningu á öllum frambjóðendum.

03. október 2025
Vel heppnuð málstofa á Austurlandi
Fulltrúar íþróttahreyfingar og sveitarfélaga funduðu um íþróttamál á Egilsstöðum í vikunni. Vinnan getur orðið rammi fyrir sambærilega vinnu á fjörðunum. Fulltrúar íþróttahreyfingarinnar og aðilar frá sveitarfélaginu Múlaþingi hittust og ræddu um áskoranir og tækifæri.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ