Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
13. janúar 2026
Munum eftir árlegri endurnýjun á Almannaheillaskrá
Nú er ekki aðeins runnið upp nýtt ár heldur líka árleg endurnýjun félaga á Almannaheillaskrá Skattsins. Við höfum tekið saman nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við endurnýjun en líka fyrir forsvarsfólk félaga sem ætlar að nýskrá félag á Almannaheillaskrá.
12. janúar 2026
Stendur fyrir ókeypis kynningu á göngufótbolta
Rúnar Már Sverrisson, umsjónarmaður göngufótbolta hjá Þrótti og nefndarmaður í Grasrótarnefnd KSÍ, mun kynna göngufótbolta og kosti greinarinnar á Teams fimmtudaginn 15. janúar næstkomandi.
12. janúar 2026
Könnun á lestri Skinfaxa
Vertu með í að gera tímarit UMFÍ enn betra! Brakandi ferskt tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, kom út fyrir jólin. Við erum alltaf að vinna að því að bæta tímaritið og langar til að vita hvað fólki finnst.
Siðareglur og samskiptaráðgjafi
Siðareglur
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.
Samskiptaráðgjafi
Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan skipulags íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Markmiðið með starfsemi samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að starfið fari fram í öruggu umhverfi og að fólk geti leitað aðstoðar eða réttar síns án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.
Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ