Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

09. júlí 2025
Júlí og Dísa, Væb og margir fleiri á Unglingalandsmóti
Dagskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er fjölbreytt eins og ávallt. Alla helgina verður keppt í fjölmörgum íþróttagreinum ásamt því að þátttakendur fá tækifæri til að prófa og kynnast nýjum greinum. Auk þess er spennandi skemmti- og afþreyingardagskrá á hverjum degi. Á kvöldin verða svo tónleikar og fjör fyrir alla fjölskylduna.

02. júlí 2025
Opið fyrir skráningu á Unglingalandsmót
Opið er fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Þetta verður heljarinnar íþrótta- og fjölskyldustuð. Unglingalandsmót UMFÍ er haldið í samstarfi við Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (UÍA) og Múlaþing.

30. júní 2025
Takk fyrir þátttökuna á Landsmót UMFÍ 50+
Takk fyrir komuna á frábært Landsmót UMFÍ 50+ í Fjallabyggð. Vonandi hafið þið skemmt ykkur vel. Við hjá UMFÍ erum í skýjunum eftir gott mót og skemmtilega helgi. Hér eru hlekkir á myndasöfn fyrir fólk sem langar að skoða myndir.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ