Skinfaxi er heilbrigðasta tímarit á Íslandi!
Nýjasta tölublað Skinfaxa 2024 er komið út. Blaðið er sprengfullt af sprikli og hugmyndum, fréttum úr íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni og ráðum um það sem virkar. Blaðið er aðgengilegt í íþróttahúsum og sundlaugum og sent til áskrifenda. Þú getur líka lesið blaðið á umfi.is og öðrum miðlum.
Þú getur smellt á forsíðu blaðsins hér að neðan og lesið það á umfi.is.
Fjölbreytt efnistök
Á meðal efnis í blaðinu:
- Hvað kostar að æfa íþróttir? – Æfingagjöld íþróttafélaganna.
- Samanburður á frístundastyrkjum sveitarfélaga.
- Hvað kostar að eiga börn og ungmenni sem keppa í íþróttum?
- Iðkendur vaxa og dafna í íþróttum.
- Viðtal við Engilbert Olgeirsson um sóknarfæri sem kalla á breytta hugsun.
- Ástþór Jón Ragnheiðarson: Gæta hófst í æfingagjöldum.
- Samskiptaráðgjafi: Hatursorðræða skýtur upp kollinum.
- Hvernig getum við gert íþróttir aðgengilegri fyrir öll börn?
- Félagslegir töfrar felast í góðum samskiptum: Ungmennaráðastefnan Ungt fólk og lýðheilsa.
- Sara Jóhanna: Ungt fólk vill láta heyra í sér.
- Árni Matthías: Bjó til app til að fjölga góðverkum.
- Dr. Viðar Halldórsson: Fer út í búð og hrósar ókunnugum.
- Kolbrún hjá Æskulýðsvettvanginum: Íþróttafólk er duglegt að sækja sér fræðslu.
- Unglingalandsmót UMFÍ 2025 á Egilsstöðum.
- Góð þátttaka og mikil gleði á Landsmóti UMFÍ 50+.
- Leiðari: Ungmennaráð UMFÍ segir mikilvægt að búa til vettvang.
- Enn meira stuð og enn meiri drulla.
- Þegar við höfum upp á eitthvað að bjóða þá halda krakkarnir sig í íþróttum.
- Gamla myndin: Víðtæk umræða á 21. Sambandsþingi UMFÍ 1959.
Lumarðu á umfjöllunarefni?
Ef þú vilt koma einhverju á framfæri sem á erindi við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna þá er um að gera og senda okkur línu á umfi@umfi.is eða jon@umfi.is.
Þú getur líka gerst áskrifandi að fréttabréfi UMFÍ hér að neðan. Þú getur skráð netfang þitt og fengið fréttabréf reglulega í tölvupósti.