Fara á efnissvæði
09. september 2022

Anna Steinsen: Jákvæðir leiðtogar eru til fyrirmyndar

„Jákvæðir leiðtogar haga sér vel og eru glaðir. Neikvæðir leiðtoga geta verið vinsælir en þeir haga sér hins vegar ekki vel, skilja fólk útundan og dæma aðra,‟ segir Anna Steinsen, fyrirlesari frá KVAN. Hún hélt erindi við upphaf ungmennaráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði sem fer fram í húsnæði gamla Héraðsskólans á Laugarvatni um helgina.

Anna hélt erindir um muninn á jákvæðum og neikvæðum leiðtogum í erindi sínu og stappaði stálinu í þátttakendur á aldrinum 16-25 ára frá öllu landinu.

Anna benti á þann mikilvæga mun á jákvæðum og neikvæðum leiðtogum, að þeir jákvæðu bera ábyrgð á því að allir eru með og eru til fyrirmynda.

Ungmennaráðstefnan verður sett á morgun, laugardaginn 10. september. Á ráðstefnunni er allskonar pepp fyrir þátttakendur auk þess sem þeir hitta stjórnmálafólk og stjórnendur í atvinnulífinu sem gefa þeim góð ráð út í lífið.

Á meðal peppara og fyrirlesara um helgina eru Bjartur Guðmundsson leikari og Sema Erla Serdar og margir stjórnendur fyrirtækja. 

 

Hér má sjá nokkrar myndir frá fyrsta degi ráðstefnunnar. Fleiri myndir eru í myndasíðu UMFÍ á Facebook.