Fara á efnissvæði
06. ágúst 2023

Engin þrumuskot í blindrabolta

„Hér verða engin þrumuskot!‟ sagði íþróttakempan og kennarinn Karl Lúðvíksson, sem stýrði blindrabolta á Unglingalandsmóti UMFÍ í dag. Í blindrabolta er bundið fyrir augu þátttakenda og fylgja aðstoðarmenn hverjum þeirra og leiðbeina. Boltinn er með  bjöllu sem heyrist í og þurfa leikmenn því að hlusta vel eftir boltanum ætli þeir að skora.

Mótsgestir þurftu ekki að skrá sig sérstaklega í greinina heldur gátu þau mótt á svæðið og tekið þátt.

Karl leiðbeindi vasklega liðsmönnum beggja liða og áminnti þá sem létu of mikið í sér heyra eða veittu keppendum of mikla hjálp til að skora í afar hressilegum og skemmtilegum leik.