Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

01. október 2018

Fjölnir bætir við sig hokkídeild og listskautadeild

Á framhaldsaðalfundi Skautafélagsins Bjarnarins hefur verið samþykkt að ungmennafélagið Fjölnir taki yfir alla starfsemi frá deginum í dag. Í kjölfarið verða stofnaðar tvær deildir innan Fjölnis, hokkídeild og listskautadeild sem taka við starfi Bjarnarins.

28. september 2018

Foreldrar eignast nýja vini í gegnum íþróttir barnanna

Þau Samar E. Zahida, taekwondokona úr Ármanni, og körfuboltamaðurinn Maciej Baginski úr Njarðvík, mæla bæði með því að foreldrar barna af erlendum uppruna skrái börn sín í íþróttir. Þau segja íþróttina hafa bætt þau mikið ekki síður en foreldrana sem hafi ferðast með þeim víða og eignast nýja vini.

28. september 2018

Bergrún ætlar að prófa allskonar íþróttir á Paralympic-deginum

„Mér finnst gaman að prófa ýmsar íþróttir og hef þess vegna farið nokkrum sinnum á Paralympic-daginn,“ segir frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir. Paralympic-dagurinn er á laugardag, 29. september frá klukkan 13:00 - 16:00. Þar fær fólk tækifæri til að prófa allskonar íþróttir.

27. september 2018

Fimm félög fengu styrk til að fjölga börnum erlendra foreldra í íþróttum

„Það er lofsvert að vekja athygli á börnum með annað móðurmál en íslensku. Ég er virkilega ánægð með þetta framtak,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, um verkefnið Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi sem kynnt var í dag.

26. september 2018

Efnt er til blaðamannafundar

UMFÍ og ÍSÍ boða til blaðamannafundar fimmtudaginn 27. september kl. 12:15 – 13:00 í Valsheimilinu í Reykjavík í tengslum við verkefnið, Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi.

25. september 2018

Tilmæli Persónuverndar til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga

Miðlun persónuupplýsinga um börn í gegnum samfélagsmiðla, svo sem Facebook, telst til vinnslu persónuupplýsinga sem fellur undir gildissvið laga um Persónuvernd. Í þessu samhengi er vert að árétta að ljósmyndir af einstaklingum teljast almennt til persónuupplýsinga.

25. september 2018

Ertu búin/n að senda inn umsókn í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ?

UMFÍ minnir á að opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til og með miðnættis 1. október. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði þurfa að berast fyrir þann tíma en úthlutun úr sjóðnum fer fram 1. nóvember næstkomandi.

24. september 2018

Mót UMFÍ hafa góð áhrif á bæjarfélög

Samfélagsleg áhrif Unglingalandsmóts UMFÍ eru jákvæð þar sem þau eru haldin, fjölbreytni í íþróttaiðkun aukist og styrkt ferðaþjónustuna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í lokaritgerð Sindra Snæs Þorsteinssonar í ferðamálafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

24. september 2018

Stórt skref í jafnréttismálum hjá körfuknattleiksdeild Skallagríms

Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarfirði hefur ákveðið að skipta styrktarfjármagni jafnt á milli karla- og kvennaliða. María Júlía Jónsdóttir, sambandsstjóri UMSB, lýst vel á fyrirkomulagið og segist binda vonir við að þetta verðir öðrum félögum til eftirbreytni.