Fara á efnissvæði

UMFÍ

Styrkir

UMFÍ styrkir grasrótarstarf

Hlutverk UMFÍ er að styrkja og efla starf sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra. Hér er að finna upplýsingar um styrki sem sambandsaðilar hljóta og geta sótt um til UMFÍ. 

Lottó til sambandsaðila

UMFÍ er einn af þremur eigendum Íslenskrar getspár. Eignahlutur UMFÍ er 13,33%. Aðrir eigendur eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Öryrkjabandalag Íslands. 79% af tekjum UMFÍ fer beint til sambandsaðila UMFÍ. 

Lesa meira

Fræðslu- og verkefnasjóður

Fræðslusjóður var stofnaður árið 1943 til minningar um Aðalstein Sigmundsson, formann UMFÍ 1930 - 1938. Verkefnasjóður var stofnaður árið 1987. Árið 2011 var ákveðið að sameina sjóðina undir heiti þeirra beggja. Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ.

Lesa meira

Umhverfissjóður

Sjóðurinn var stofnaður árið 2002 til minningar um Pálma Gíslason, formann UMFÍ 1979 - 1993. Stofnfé sjóðsins var framlag fjölskyldu Pálma og UMFÍ. Úthlutað var fyrst úr sjóðnum árið 2008. Markmið sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélags-hreyfingarinnar. 

Lesa meira

Lýðháskólastyrkir

UMFÍ hefur undanfarin ár styrkt ungt fólk sem hyggur á nám í við lýðháskóla í Danmörku. Markmiðið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til þess að víkka sjóndeildarhring sinn, kynnast nýju tungumáli og menningu og auka færni sína og þekkingu á völdu sviði með óformlegu námi. 

Lesa meira