Fara á efnissvæði

Styrkir

Fræðslu- og verkefnasjóður

Fræðslu- og verkefnasjóður

Markmið sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar í samræmi við stefnu UMFÍ, m.a. með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til umsóknar úr sjóðnum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.

Áherslur í úthlutun

Í samræmi við reglugerð sjóðsins leggur sjóðsstjórn áherslu á að veita styrki til:

 • Fræðslu- og forvarnaverkefna sem eru til þess fallin að auka þekkingu og fagmennsku innan félags og/eða héraðs. 
 • Þjálfara- og/eða dómaranámskeiða.
 • Verkefna sem stuðla að aukinni þekkingu og varðveislu á menningu og sögu félags og/eða héraðs.
 • Átaksverkefna til aukinnar þátttöku á Unglingalandsmóti UMFÍ.
 • Verkefna sem eru í samræmi við auglýst áhersluatriði sjóðsins hverju sinni.
Áhersluatriði fyrir úthlutanir 2024

Eftirfarandi atriði tilheyra áhersluatriðum við úthlutun:

 • Útbreiðslu og fræðsluverkefni sem hafa það að markmiði að auka þátttöku  í skipulögðu íþróttastarfi, sérstaklega barna og ungmenna með fötlun eða af erlendum uppruna. 
 • Verkefna og/eða viðburða sem hafa það að markmiði að efla þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða í félagsmálum (fundarsköpum)
 • Rannsókna á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.
Úthlutun styrkja

Athygli er vakin á því að sjóðurinn styrkir EKKI tækja-, áhalda- og búnaðarkaup, fundakostnað (þ.m.t. veitingar) og almennan rekstur félaga. Styrkur er að öllu jöfnu aldrei hærri 400.000 kr. Sjóðsstjórn getur þó veitt hærri styrki í undantekningartilfellum.

 • Fræðslu- og forvarnaverkefni hljóta 80% styrk gegn kvittunum með lokaskýrslu. 
 • Þjálfaranámskeið hljóta 50% styrk gegn kvittunum með lokaskýrslu. 
 • Verkefni til varðveislu sögu og menningu hljóta 50% styrks gegn kvittunum með lokaskýrslu.
 • Verkefni tengd áhersluatriðum sjóðsins hljóta 80% styrks. Styrkurinn er jafnan greiddur út við skil á lokaskýrslu, en hægt er að óska eftir útgreiðslu á hluta af styrkupphæð ef þörf er á.
Lokaskýrsla

Umsækjendur sem hljóta styrk þurfa að skila inn skýrslu á ákveðnu lokaskýrsluformi og senda til þjónustumiðstöðvar UMFÍ á netfangið umfi@umfi.is. 

Umsóknarfrestir eru tveir á ári. Fyrri umsóknarfrestur er til og með 1. maí og sá seinni til og með 1. nóvember. 

Sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2024

Sækja um

Úthlutanir úr sjóðnum

Heildarúthlutanir

Árið 2023

144

20.571.712 kr.

Árið 2022

190

25.000.000 kr.

Árið 2021

271

19.590.825 kr.