Fara á efnissvæði

Ráðstefna UMFÍ og ÍSÍ

Konur og íþróttir

Konur og íþróttir, forysta og framtíð

Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars stóðu UMFÍ og ÍSÍ fyrir ráðstefnunni Konur og íþróttir, forysta og framtíð. Á ráðstefnunni voru konur í fyrsta sæti. Konur í stjórnum félaga, konur í dómgæslu og konur í þjálfun. Rætt var um helstu áskoranir sem konur í íþróttum standa frammi fyrir og þau tækifæri sem þeim bjóðast. Rætt var um mikilvægi þess að konur séu áberandi í forystu í íþróttahreyfingunni. Átti það við um þátttöku í stjórnum íþróttafélaga, í ráðum og nefndum, dómgæslu eða þjálfun á afreksstigi.

Pallborðsumræða

Til viðbótar við erindi fór fram pallborðsumræða. Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri fræðslu- og almenningíþróttasviðs ÍSÍ leiddi umræðuna. Gestir voru þau: Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FSÍ, Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, Klara Bjartmarz, fyrrverandi framkvæmdastjóri KSÍ og Hulda Bjarnadóttir, formaður GSÍ.

Hægt er að horfa á pallborðið með því að smella á HÉR.

Hægt að horfa á alla ráðstefnuna með því að smella á myndina hérna fyrir neðan.