Fara á efnissvæði

Samstarfsverkefni UMFÍ, ÍSÍ og ÍF

Allir með

Allir með, farsælt samfélag fyrir alla

Allir með er samstarfsverkefni UMFÍ, ÍSÍ og Íþróttasambands fatlaðra (ÍF). Verkefnið er liður í að ná markmiðum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar eru skýr ákvæði um viðeigandi aðlögun allra að í íslensku samfélagi. 

Markmið verkefnisins er að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar í samstarfi við íþróttahreyfinguna. Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum á sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir, með viðeigandi aðlögum. Einnig að öll börn og ungmenni eigi þess kost á að öðlast reynslu af þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi og verða sér úti um leikni til að eflast í öryggi og góðum félagsskap. 

Verkefnið er styrkt af félags- og vinnumálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu. Íþróttahreyfingin sér um framkvæmd sem unnin er á tímabilinu 2023 – 2025.

Verkefnastjóri

Valdimar Gunnarsson er verkefnastjóri verkefnisins og hefur hann aðsetur á skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra í Laugardal. Netfang: valdimar@ifsport.is Sími: 894 8503

Heimasíða verkefnisins

Hvatasjóður

Íþróttafélög geta sótt um styrk vegna verkefna sem fela í sér inngildingu fatlaðra barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi. Styrkupphæðir eru á bilinu 500.000 kr. - 1.000.000 kr. Sótt er um á sérstöku eyðublaði og er opið fyrir umsóknir allt árið.  

Nánari upplýsingar

Íslandsleikarnir

Íslandsleikarnir í körfubolta og fótbolta fóru fram á Akureyri í mars 2024. Special Olympics hópar frá Haukum og Stjörnunni/Ösp æfðu og kepptu með iðkenndum úr KA og Þór á Akureyri. Talið er að aðeins um 4% fatlaðra barna á Íslandi stundi skipulagða hreyfingu innan íþróttahreyfingarinnar og var þessu móti ætlað að vekja athygli á að þar er breytinga þörf. Hér fyrir neðan er að sjá myndband frá mótinu. 

Myndband frá Íslandsleikunum