Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi.
Lesa meiraSambandsaðilar
25
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir

21. mars 2025
Börn tóku skóflustungu að íþróttahúsi í Borgarnesi
„Við vitum að lífsgæði okkar felast í því að byggja upp samfélag sem býður fólki upp á góða íþróttaaðstöðu,“ sagði Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð, við skóflustungu nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi.

20. mars 2025
Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar úthlutar í fyrsta skipti
Þrjátíu verkefni um allt land hljóta styrki upp á samtals 20,3 milljónir króna úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar. Þetta var í fyrsta skiptið sem veitt er úr sjóðnum, sem styrkir verkefni sem stuðla eiga að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna á Íslandi.

18. mars 2025
Ísafjarðarbær tekur upp frístundastyrki
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að taka upp frístundastyrk fyrir börn í 5.–10. bekk, sem eru með lögheimili í Ísafjarðarbæ. Allt skipulagt íþrótta-, lista- eða tómstundastarf undir leiðsögn sem er 18 ára og eldri er styrkhæft.

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ