Um 47% Íslendinga eru meðlimir í UMFÍ. Félagsmenn eru um 161.000
Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 29 sambandsaðilar. Félögin eru 340 og félagsmenn rúmlega 160 þúsund.
Hvað gerum við?
UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög UMFÍ. UMFÍ leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samstarf með sameinaða krafta að leiðarljósi.
Hvernig gerum við það?
UMFÍ leggur áherslu á bætta lýðheilsu, að vinna að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska félagsmanna ásamt virðingu fyrir umhverfi og náttúru landsins.