Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450, nærri því öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi.
Lesa meiraSambandsaðilar
25
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
20. september 2024
Pakkfullt á ráðstefnu
Pakkfullt er á ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðheilsu sem fram fer um helgina á Reykjum. Helgin verður sneisafull af fyrirlestrum á laugardag og kaffihúsaspjalli með þingmönnum, áhrifavöldum og mörgum fleirum á sunnudag. Þetta er til viðbótar við fræðslu og mikil tengsl sem alltaf verða til á meðal ungs fólks á ráðstefnum UMFÍ.
18. september 2024
Tilnefndu til Hvatningarverðlauna
UMFÍ óskar eftir tilnefningum frá sambandsaðilum til Hvatningarverðlauna UMFÍ, sem afhent verða á 45. Sambandsráðsfundi UMFÍ, sem fram fer á Hótel Varmalandi 12. október næstkomandi.
13. september 2024
Kveikjum á friðarkerti
UMFÍ hvetur stjórnendur, starfsfólk og iðkendur hjá íþrótta- og ungmennafélögum til að kveikja á friðarkerti í dag og minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af völdum hnífaárásar á Menningarnótt. Útför hennar er í dag.
Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ