Fara á efnissvæði

UMFÍ

Verkefni

UMFÍ er leiðandi í fræðslu- og forvörnum

Markmið UMFÍ er að hvetja og styðja við eflingu lýðheilsu og vera leiðandi í fræðslu- og forvörnum. Verkefni UMFÍ eiga það sameiginlegt að hvetja til aukins forvarna-starfs tengt líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu fólks á öllum aldri. 

Verkefni

Skólabúðir á Reykjum

UMFÍ hefur tekið við rekstri Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði. Í búðunum fá nemendur í 7. bekkjum landsins tækifæri til þess að efla leiðtogahæfni og sjálfsmynd sína og vinna með styrkleika og veikleika til þess að bæta félagsfærni sína.

Viðbragðsáætlun

Mikilvægt er að allt starfsfólk innan íþróttahreyfingarinnar viti hvernig árángursríkast sé að bregðast við ef upp koma atvik eins og einelti, áreitni og/eða ofbeldi. Hér er að sjá samræmda viðbragðsáætlun fyrir allt íþrótta- og æskulýðsstarf landsins.

Félagsmálafræðsla

Við hjá UMFÍ höfum uppfært hagnýtar upplýsingar um fundi, hlutverk og ábyrgð stjórnarfólks, framkomu og ræðumennsku. Í stuttu máli ættirðu að finna ýmislegt sem þig getur mögulega vantað til þess að halda fund, þing og/eða bjóða nýtt stjórnarfólk velkomið.

Reyklaust tóbak

Hér er að finna hagnýtt efni frá málþingi um nikótín og áhrifum þess á heilsu ungmenna, mikilvægi lýðheilsuaðgerða, áhrif nikótínpúða á munnhol, nikótínfíkn og meðferð og hvort nikótín sé lyf eða neysluvara.

Ánægjuvogin

Í Ánægjuvoginni er að sjá niðurstöður um þróun ánægju hjá ungmennum í efstu bekkjum grunnskóla í íþróttum. Einnig er að sjá niðurstöður um ánægju iðkenda með félagið sitt, þjálfara og aðstöðu. Að auki tengsl íþróttaiðkunar við þætti eins og vímuefnaneyslu, námsárangur, andlega- og líkamlega heilsu, svefn og neyslu orkudrykkja.

Aukin þátttaka

Hvernig er hægt að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi? Hér er að sjá bæklinginn Vertu með inniheldur upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga Íslands. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna. Efnið er aðgengilegt á tíu tungumálum.