Öllum flokkum

18. júní 2025
Skráning í fullum gangi á Landsmót UMFÍ 50+
Skráning er í fullum gangi á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Fjallabyggð helgina 27. – 29. júní. Hægt er að skrá sig í allar greinar mótsins og matar- og skemmtikvöld til og með mánudagsins 23. júní næstkomandi.

13. júní 2025
Erla endurkjörin formaður HSS
„Þótt þingin séu langt í burtu þá er mikilvægt að mæta og við erum afar ánægð með mætinguna,“ segir Erla Björk Jónsdóttir, formaður Héraðssambands Strandamanna (HSS). Á þinginu fékk Jóhann Björn Arngrímsson merki HSS í formi glerlistaverks.

13. júní 2025
Ungmennaráð UMFÍ hlaut styrk frá Erasmus+
Ungmennaráð UMFÍ hlaut á dögunum styrk frá Erasmus+ fyrir ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðheilsu 2025. Ísleifur Auðar Jónsson, fulltrúi Ungmennaráðs UMFÍ, sótti í dag styrkþegafund Rannís ásamt Ragnheiði Sigurðardóttur, verkefnastjóra UMFÍ.

13. júní 2025
Gunnhildur er nýr svæðisfulltrúi
„Ég er mjög spennt og full tilhlökkunar þar sem fullt er af tækifærum fyrir héruðin og ekki síst íþróttafélögin,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem hefur verið ráðin svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vesturlandi.

12. júní 2025
Vel heppnuð vinnustofa um íþróttir fatlaðra
„Vinnustofan var vel sótt og greinilegt að mikil þörf var á þessum viðburði um íþróttir fatlaðra í Skagafirði,“ segir Halldór Lárusson, svæðisfulltrúi íþróttahéraða á Norðurlandi vestra um vinnustofu sem haldin var um málefnið á Sauðárkróki.

10. júní 2025
Nemendum fjölgar í Skólabúðum UMFÍ í haust
Skólaárinu er nú lokið í Skólabúðum UMFÍ á Reykjum í Hrútafirði og fóru síðustu nemendurnir sem þar dvöldu til síns heima í þarsíðustu viku. Þetta voru nemendur frá Borgarskóla á Húsavík, Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi og Waldorfsskóla í Reykjavík.

07. júní 2025
Heiðar Mar er nýr framkvæmdastjóri ÍA
„Þetta er gríðarlega spennandi starf. Ég er mikill ÍA-maður og þegar mér var boðið þetta starf þá gat ég ekki sagt nei,“ segir Heiðar Mar Björnsson, nýr framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Akraness (ÍA).

06. júní 2025
Umhverfissjóður UMFÍ úthlutar 6,2 milljónum króna
Umhverfissjóður UMFÍ hefur úthlutað rúmum 6,2 milljónum króna til 15 verkefna á vegum aðildarfélaga sambandsaðila UMFÍ. Alls bárust 18 umsóknir í sjóðinn.

05. júní 2025
Jóhann og Willum hittust í fyrsta sinn eftir forsetakjör
Willum Þór Þórsson tók við sem forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á dögunum. Formaður og framkvæmdastjóri UMFÍ funduðu með honum og Andra Stefánssyni, framkvæmdastjóra ÍSÍ, í gær og ræddu ýmsa samstarfsfleti.