Lilja fundaði með starfshópi um rafíþróttir
„Heilt yfir er framtíð rafíþrótta björt á Íslandi,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður starfshóps um rafíþróttir. Starfshópurinn fundaði í þjónustumiðstöð UMFÍ í dag. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sat fundinn og ræddi um mikilvægi þess að efla umgjörð um íþróttirnar.