Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

19. nóvember 2024

Framlög til íþrótta stóraukast

Stór skref voru stigin á Alþingi í gær þegar samþykkt var að veita rúmum 2,1 milljarði króna til viðbótar við fjárlagafrumvarp í íþróttastarf. Um er að ræða viðbótarfjármagn, 640 milljónir króna til afreksstarfs og 1,5 milljarða til Þjóðarhallar og annarra íþróttamannvirkja.

18. nóvember 2024

Jóhann Björn og Vignir sæmdir Gullmerki UMFÍ

Þeir Jóhann Björn Arngrímsson og Vignir Örn Pálsson voru sæmdir Gullmerki UMFÍ á 80 ára afmæli Héraðssambands Strandamanna í gær. Þeir hafa báðir skipst á að vera formenn sambandsins og setið í stjórn þess um árabil.

18. nóvember 2024

Tengslin efld á haustfundi UMSK

„Við erum að greina svæðin og meta þarfir okkar íþróttahéraða,“ sagði Íris Svavarsdóttir, annar tveggja starfsmanna svæðisstöðva íþróttahéraðanna, á haustfundi Ungmennasambands Kjalarnesþings í síðustu viku.

10. nóvember 2024

Fjölskyldan öll á Allir með-leikunum

Foreldrar barna sem tóku þátt í Allir með-leikunum eru himinlifandi. „Það var virkilega frábært að fá tækifæri til að kynnast fleiri íþróttagreinum, sjá hvað er í boði,“ segir Guðfinnur Arnar Kristmannsson, faðir Stefáníu, sem er 15 ára. 

08. nóvember 2024

Freyja Rós hlaut Hvatningarverðlaun gegn einelti

Freyja Rós Haraldsdóttir hlaut í dag Hvatningarverðlaun gegn einelti. Hefð er fyrir því að veita verðlaunin í tilefni dagsins til einstaklinga eða verkefnis sem unnið hefur ötullega gegn einelti. 

07. nóvember 2024

100 skráðir til leiks á Allir með-leikunum

Rúmlega 100 þátttakendur með fötlun á aldrinum 6-16 ára eru skráðir til leiks á Allir með-leikunum sem fram fara í fyrsta sinn í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalshöll og fimleikasal Ármanns á laugardag. Leikarnir eru einn af þremur verkefnum Allir með sem halda á árlega.

05. nóvember 2024

Hvað fær þitt barn háan frístundastyrk?

Sveitarfélög landsins styrkja íþróttastarf með ýmsu móti. Í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ, er fjallað um frístundastyrki frá ýmsum hliðum. Hér má sjá dæmi um frístundastyrki á ýmsum stöðum.

31. október 2024

Íþróttahreyfingin betur í stakk búin fyrir aðgerðir

„Íþróttahreyfingin vill tól og tæki sem nýtast í starfi en ekki enn eina skýrsluna,“ segir Rakel Magnúsdóttir, svæðisfulltrúi á Suðurlandi. Hún fór yfir starf svæðisstöðva íþróttahreyfingarinnar ásamt Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur, sem er hinn svæðisfulltrúinn á Suðurlandi. 

30. október 2024

Nýtt fræðsluefni í hinseginfræðslu í íþrótta- og æskulýðsstarfi

Sveinn Sampsted og Þorbjörg Þorvaldsdóttir frá Samtökunum '78 kynntu í vikunni nýtt fræðsluefni í hinseginfræðslu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf. Fræðsluefnið samanstendur af þremur bæklingum og tveimur plakötum.