Öllum flokkum
29. október 2024
Bandaríkjamenn horfa til Íslands
Forsvarsfólk frá Washington-ríki í Bandaríkjunum kom hingað til lands á dögunum til að kynna sér íslenska forvarnarmódelið. Hópurinn heimsótti sveitarfélög og opinbera aðila hér á landi og fengu kynningu á íþróttastarfi hér á landi.
28. október 2024
Ekki gleyma að sækja um styrk
Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til 1. nóvember næstkomandi, það er á föstudag. Sjóðurinn styður við verkefni íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar, þjálfun, félagsstörf og fleira.
25. október 2024
Nýstárlegar vinnustofur í blaki
Blaksambandið stendur fyrir vinnustofu fyrir kennara, íþróttakennara, þjálfara og öll sem hafa áhuga á að efla þjálfun ungs fólks í blaki. Vinnustofan er liður í Skólablakinu, verkefni sem Blaksambandið hefur staðið að með UMFÍ og fleirum.
24. október 2024
Allskonar um hreyfinguna í nýjasta blaði Skinfaxa
Eldhressir liðsfélagar í Zimnolubni Islandi sem þátt tóku í Forsetahlaupi UMFÍ prýða forsíðu nýjasta tölublaðs Skinfaxa, tímarits UMFÍ. Myndin var tekin í heimkeyslunni að Bessastöðum þegar hlaupið fór fram í sumar.
23. október 2024
Allir með-leikarnir: Stórhátíð með íþróttaívafi
Íþróttapartý verður í Laugardalnum í Reykjavík fyrir iðkendur með sérþarfir á grunnskólaaldri 9. nóvember. Stefnt er á að halda það árlega. Valdimar Gunnarsson segir aukinn sýnileika iðkenda með fötlun opna dyr hjá fleiri íþróttafélögum.
21. október 2024
Tillögur til að efla almenningsíþróttir
Starfshópur mennta- og barnamálaráðherra hefur skilað tillögum sínum að eflingu almenningsíþróttastarfs. Þær eru í sjö liðum.
18. október 2024
Samráð nauðsynlegt við endurskoðun íþróttalaga
Talsvert var fjallað um endurskoðun íþróttalaga og stuðning við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf á sambandsráðsfundi UMFÍ í síðustu viku. Á fundinum skrifuðu fulltrúar sambandsaðila undir bréf til mennta- og barnamálaráðherra sem var sent honum í dag.
17. október 2024
Hinsegin börn og ungmenni í íþróttum
Samtökin ´78 bjóða öllum áhugasömum á kynningu á nýju fræðsluefni um hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Efnið er hugsað fyrir almenning, starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
16. október 2024
Ásmundi þakkaður stuðningur við svæðisstöðvar
Ásmundi Einar Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, voru færðar þakkir á sambandsráðsfundi UMFÍ fyrir skjót viðbrögð og stuðning við svæðisstöðvar íþróttahéraðanna. Hann hitti starfsfólk svæðisstöðvanna í Borgarfirði á dögunum.