Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

16. janúar 2025

Streymt beint frá ráðstefnu um afreksmál

Uppselt er í sæti á hina æsispennandi ráðstefnu „Minna eða meira afreks?“ sem fram fer í Háskólanum í Reykjavík 22. janúar. Ráðstefnan einblínir á snemmtæka afreksvæðingu í íþróttum barna og ungmenna og áhrif hennar á ungt fólk.

16. janúar 2025

Kristján er nýr svæðisfulltrúi íþróttahéraða

„Ég er fullur tilhlökkunar,“ segir Kristján Sturluson, sem hefur verið ráðinn í starf svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Norðurlandi eystra. Kristján tekur við starfinu af Hansínu Þóru Gunnarsdóttur, sem um leið færir sig yfir á svæðisstöð höfuðborgarsvæðisins. 

15. janúar 2025

Ræddu um áskoranir í íþróttastarfi í Múlaþingi

Forsvarsfólk UMFÍ og Múlaþings fundaði í síðustu viku um ýmis atriði tengd íþróttastarfi og áskoranir. Þar á meðal um ferðakostnað innan svæðis, flugferðir, íþróttastarf iðkenda með fötlun og ungmenni og margt fleira.

15. janúar 2025

Börnin læra að takast á við sigra og áföll

Stór hópur starfsfólks svæðisstöðva íþróttahéraðanna fór ásamt fleirum í fræðsluferð til frænda okkar í Danmörku í lok nóvember í fyrra. Þar fékk hópurinn dýrmæta fræðslu um íþróttir iðkenda með fötlun.

15. janúar 2025

Danir bjóða fimleikafólki á Landsmót DGI

Norrænu fimleikafólki stendur til boða að taka þátt í Landsmóti DGI í Danmörku, sem fram fer í Vejle í sumar. Það eru samtökin sem standa að mótinu sem bjóða áhugasömum fimleikasamtökum á Norðurlöndunum að vera með.

13. janúar 2025

UMSE leitar að framkvæmdastjóra

Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50% starf. Sambandssvæði UMSE á Eyjafjarðarsvæðinu og eruð aðildarfélög þess fjórtán í fimm sveitarfélögum, þar á meðal félög í Dalvíkurbyggð, inni í Hrafnagili og víðar. 

13. janúar 2025

Íþróttahéruð skora á stjórnvöld í skattamálum

Forsvarsfólk íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu skorar á stjórnvöld að eiga í uppbyggilegu samtali við félögin í landinu um starfsumhverfi þeirra með ófyrirséðum afleiðingum fyrir barna- og unglingastarf í landinu sem og íþróttalíf almennt.

10. janúar 2025

Fjölmenni á fundi um skattamál

ÍBH, ÍBR og UMSK stóðu saman að upplýsingafundi um erindi frá Skattinum varðandi staðgreiðslu skatta og tryggingagjalds vegna greiðslna til íþróttamanna og þjálfara íþróttafélaga. Um 100 manns sótti fundinn.

10. janúar 2025

Ræddu um íþróttamál í Fjarðabyggð

Magnús Árni Gunnarsson er öflugur málsvari íþróttastarfs í Fjarðabyggð. Hann kom í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ í dag til að ræða um stöðu mála í sveitarfélaginu og stuðning Fjarðabyggðar við íþróttastarfið.