Fara á efnissvæði

Ungmennafélag Íslands

UMFÍ

Hver erum við?

Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra. UMFÍ leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samstarf með sameinaða krafta að leiðarljósi. Gleði, traust og samvinna eru gildi UMFÍ. Gildin endurspeglast í ungmenna-félagsandanum sem felur í sér að bæta sjálfan sig og samfélagið um leið.

Hvernig vinnum við?

Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins. UMFÍ leggur áherslu á að allir geti tekið þátt í íþróttum og hreyfingu og verið hluti af öflugri liðsheild, samfélaginu til góða. 

Hvernig var upphafið?

Jóhannes Jósefsson frá Akureyri ásamt fimm öðrum ungum mönnum tóku sig til einn sumardag á Þingvöllum og stofnuðu heildarsamtök ungmennafélaga á Íslandi. Samtökin hlutu nafnið Ungmennafélag Íslands og hafa allar götur síðan verið merkisberi ungmennafélagshreyfingarinnar. 

Lesa meira

Skráðu þig á póstlista og fylgstu með fréttum

Error

Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ